Krefjast bóta vegna vanrækslu 22. maí 2005 00:01 "Því miður er raunin sú að margir byggingarstjórar rækja ekki skyldur sínar og biðja ekki um úttekt á þeim húsum sem þeir reisa," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Íbúar í fimm ára gömlu fjölbýlishúsi í Grafarholti íhuga að höfða mál vegna vanefnda verktakanna og galla á byggingunni. Engin lokaúttekt var gerð á húsinu fyrr en íbúi fór þess á leit við byggingarfulltrúa að það yrði gert. Byggingin er ekki lögformlega risin fyrr en slík úttekt hefur verið gerð og ýmsar tryggingar taka ekki gildi fyrr en þá. Þegar lokaúttektin var loks gerð kom í ljós að byggingin stóðst ekki ýmis grundvallarskilyrði, til dæmis um brunavarnir. Þá leka nokkrar íbúðanna og sums staðar hefur kvarnast úr múrverkinu. Verktakarnir eru í gjaldþrotameðferð og geta ekki lokið við bygginguna. Magnús segir ábyrgðina á lokaúttekt liggja hjá byggingarstjórunum, en eigendur íbúðanna sem og tryggingafélög sem seldu verktökunum starfsábyrgðartryggingu einnig geta farið fram á úttekt. "Oft lendir sú vinna sem sneri að byggingarstjóranum á yfirvöldum. Þetta getur kostað tafir og er dýrt," segir Magnús. Hann segir að staða íbúa í tilfelli sem þessu fari eftir samningum þeirra við verktakann. "Fólk getur lent í því að þurfa að ljúka við bygginguna á eigin kostnað og er í slíkum tilfellum hreinlega að tvígreiða fyrir íbúðina." Íbúar fjölbýlishússins í Grafarholti fara fram á að fá greitt úr tryggingarsjóði byggingarstjóra. Þeir bíða nú eftir skýrslu frá dómskvöddum matsmanni áður en þeir ákveða frekari aðgerðir. Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
"Því miður er raunin sú að margir byggingarstjórar rækja ekki skyldur sínar og biðja ekki um úttekt á þeim húsum sem þeir reisa," segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Íbúar í fimm ára gömlu fjölbýlishúsi í Grafarholti íhuga að höfða mál vegna vanefnda verktakanna og galla á byggingunni. Engin lokaúttekt var gerð á húsinu fyrr en íbúi fór þess á leit við byggingarfulltrúa að það yrði gert. Byggingin er ekki lögformlega risin fyrr en slík úttekt hefur verið gerð og ýmsar tryggingar taka ekki gildi fyrr en þá. Þegar lokaúttektin var loks gerð kom í ljós að byggingin stóðst ekki ýmis grundvallarskilyrði, til dæmis um brunavarnir. Þá leka nokkrar íbúðanna og sums staðar hefur kvarnast úr múrverkinu. Verktakarnir eru í gjaldþrotameðferð og geta ekki lokið við bygginguna. Magnús segir ábyrgðina á lokaúttekt liggja hjá byggingarstjórunum, en eigendur íbúðanna sem og tryggingafélög sem seldu verktökunum starfsábyrgðartryggingu einnig geta farið fram á úttekt. "Oft lendir sú vinna sem sneri að byggingarstjóranum á yfirvöldum. Þetta getur kostað tafir og er dýrt," segir Magnús. Hann segir að staða íbúa í tilfelli sem þessu fari eftir samningum þeirra við verktakann. "Fólk getur lent í því að þurfa að ljúka við bygginguna á eigin kostnað og er í slíkum tilfellum hreinlega að tvígreiða fyrir íbúðina." Íbúar fjölbýlishússins í Grafarholti fara fram á að fá greitt úr tryggingarsjóði byggingarstjóra. Þeir bíða nú eftir skýrslu frá dómskvöddum matsmanni áður en þeir ákveða frekari aðgerðir.
Fréttir Innlent Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira