Erlent

Lífs eða liðin?

Enn ríkir óvissa um afdrif ítalska hjálparstarfsmannsins Clementinu Cantoni sem rænt var í Afganistan í vikunni. Í gær sagði einn mannræningjanna að hún hafi verið drepin. Það furðulega við málið er að annar maður, sem talað hefur verið við í sama símanúmeri og nú síðast í morgun, segir Cantoni enn vera á lífi. Ræningjarnir hafa nokkrum sinnum gefið stjórnvöldum í Afganistan frest til greiðslu launsargjalds fyrir gíslinn en það hefur ávallt verið virt að vettugi. Nýr frestur, sem stjórnvöldum var tilkynntur í dag, rennur út seinni partinn á morgun. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikils fjár mannræningjarnir krefjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×