Fleiri fréttir

Mikil endurnýjun í forystu

Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum í gær. Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.

Ágúst Ólafur varaformaður

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sigraði í varaformannskjöri flokksins í gær. 839 landsfundarfulltrúar kusu. Þar af hlaut Ágúst Ólafur 519 atkvæði, um 62 prósent.

Móðir Össurar lést í dag

Össur Skarphéðinsson þurfti að víkja af landsfundinum eftir að úrslitin voru kunn eftir að móður hans, sem hafði lengi verið sjúk, hrakaði mikið. Hún andaðist um miðjan dag í dag. Formaður Samfylkingarinnar tilkynnti fundargestum þetta um fimmleytið.

Sterk úrslit fyrir Samfylkinguna

Össur hlaut um þriðjung gildra atkvæða í formannskjörinu."Við höfum vissulega gefið hvort öðru olbogaskot. En það er rétt sem Ingibjörg sagði, að þráðurinn hefur aldrei slitnað millum okkar," sagði Össur jafnframt.

Ætlum alla leið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut tvö af hverjum þremur atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar.

Vígi þýskra krata gæti fallið

Úrslit héraðsþingkosninga sem fara fram í dag í Nordrhein-Westfalen, einu hinna sextán sambandslanda Þýskalands og því fjölmennasta, þykja líkleg til að verða forboði þess hver örlög ríkisstjórnar Gerhards Schröder kanslara verða er næst verður kosið til Sambandsþingsins að rúmu ári.

Íraskir súnní-arabar fylkja liði

Súnní-arabar í Írak ákváðu í gær að stofna pólitísk og trúarleg samtök sem ætlað er að vera málsvari þeirra sem minnihlutahóps í landinu. Ákvörðunin þykir áfangi að því að fá súnní-araba, sem voru kjarninn að baki ríkisstjórnar Saddams Husseins, til liðs við aðra þjóðfélagshópa við að móta nýtt Írak.

Tímosjenkó segir klofning gróusögu

Júlía Tímosjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, bar í gær til baka fréttir þess efnis að forsetinn Viktor Jústsjenkó hefði lagt að henni að segja af sér. Það hygðist hún ekki gera og fréttir af djúpstæðum ágreiningi milli hennar og forsetans væru úr lausi lofti gripnar.

Vilja ekkert minna en fulla aðild

Tyrknesk stjórnvöld munu ekki fallast á neitt minna en fulla aðild að Evrópusambandinu. Þessu lýsti talsmaður tyrkneska utanríkisráðuneytisins yfir í gær, eftir að tyrknesk dagblöð birtu fréttir af franskri tillögu um að Tyrkjum yrði boðinn samningur um náin tengsl við sambandið frekar en fulla aðild.

Mótmælendur handteknir í Bakú

Lögregla barði mótmælendur með kylfum og handtók fylgismenn stjórnarandstöðunnar sem reyndu á laugardag að komast þangað sem áformað var að halda mótmælafund í Bakú, höfuðborg Aserbajdsjans. Stjórnvöld bönnuðu fundinn.

Dýragarðsbirnir bana konu

Fimm birnir í pólskum dýragarði fengu óvænta máltíð á föstudaginn. Kona nokkur sem var gestkomandi í garðinum féll ofan í gryfjuna til þeirra og átti þaðan ekki afturkvæmt.

Star Wars-mynd slær tekjumet

Nýjasta Star Wars-myndin, sú síðasta í myndaflokknum, sló tekjumet á fyrsta sýningardegi er 3.661 kvikmyndahús í Bandaríkjunum með yfir 9.000 sýningarsölum hóf sýningar á "Star Wars: Episode III: Revenge of the Sith" á fimmtudag. Aðgöngumiðar seldust fyrir rétt rúmar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, eða fyrir um 3.250 milljónir króna.

Fann sprautu í strætisvagni

Sprauta sem líklega hefur verið notuð til fíkniefnaneyslu fannst í strætisvagni í gærkvöldi. Strætóbílstjórinn ætlar að tilkynna sprautufundinn til lögreglunnar.

Varð vélarvana við Garðskaga

Tvö hundruð og fimmtíu tonna hollensku skipi var bjargað þegar það varð vélarvana um hálfa mílu suðsuðvestur af Garðskaga um sjöleytið í gærkvöldi. Skipið er á hnattsiglingu og heldur héðan áleiðis til Grænlands.

Aukin demantaeign, þökk sé Ólafi

Ólafur Ragnar, forseti Íslands, er svo duglegur að hjálpa viðskiptalífinu að brátt ættu allar konur á Íslandi að geta eignast demant, sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú og skartgripasali þegar hún skoðaði skartgripaúrvalið í Kína.

Stóreflis skúta í Reykjavíkurhöfn

Stóreflis þrímastra seglskúta liggur nú í Reykjavíkurhöfn og hefur vakið mikla athygli vegfarenda. Um er að ræða úkraínskt skólaskip.

Fullkomið samspil hests og manns

Menn og hestar þreyttu svokallaða þolreið í heiðríkjunni og kuldanum í dag þegar um þrjátíu keppendur reyndu sig á reiðleiðinni frá Víðidal og upp í Laxnes í Mosfellsdal. Svona þolreið er keppnisíþrótt um allan heim og felst í því að ná hinu fullkomna samspili á milli hests og manns.

Aðeins ákærður fyrir líkamsárás

Norskur faðir sem stakk barnaníðing fimmtán sinnum með hnífi sleppur með ákæru fyrir líkamsárás en ekki morðtilraun. Maðurinn ferðaðist tvö þúsund kílómetra frá Ósló til Alta til að hefna sína á karlmanni sem nauðgað hafði syni hans.

Landsfundurinn hefst í dag

Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag en á fundinum verður kosið til formanns eins og kunnugt er. Formannskjöri verður lýst klukkan tólf á morgun en á dagskránni í dag eru kosningar í ýmis embætti á fundinum og skýrslur ýmissa hópa, þ.á m. framtíðarhóps flokksins sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrði.

Vill ekki rannsókn á atburðunum

Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er mótfallinn því að alþjóðastofnanir fari ofan í kjölinn á atburðum í borginni Andijan undanfarna daga. Að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna telur Karimov nóg að fjölmiðlafólk og starfsmenn alþjóðastofnana hafi fengið að heimsækja borgina á miðvikudaginn.

Ekki kosið aftur um stjórnarskrána

Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins verður hún ekki lögð í dóm kjósenda á nýjan leik með breyttu sniði. Þetta segir Jean Claude Junker, forsætisráðherra Lúxemborgar og núverandi forseti Evrópusambandsins.

KEA vill undirbúa stóriðju

Stjórn KEA hvetur til þess að byrjað verði á göngum undir Vaðlaheiði og lýsir vilja til að taka þátt í undirbúningi að uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Þá áréttar stjórnin mikilvægi þess að samstarf verði á milli byggðarlaga um staðarval.

Saddam á nærbuxunum

Mynd af Saddam Hussein á nærbuxunum birtist á forsíðu breska æsifréttablaðsins <em>Sun</em> í morgun. Í blaðinu segir að menn innan bandaríska hersins hafi afhent blaðinu myndirnar í þeim tilgangi að draga kjarkinn úr uppreisnarmönnum í Írak. Í blaðinu eru einnig myndir af Saddam að handþvo þvott.

Vopnahléið enn við lýði

Leiðtogi Hamas-samtakanna segir að vopnahlé á milli Ísraels og Palestínu sé enn við lýði þrátt fyrir ofbeldi og árásir undanfarinna daga. Sem fyrr er ofbeldi á báða bóga réttlætt með því að hinn aðilinn hafi átt fyrsta leikinn.

Fjórir látnir á tveimur dögum

Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum bandarískra hermanna í Írak. Frá miðvikudegi hafa fjórir látist í árásum hryðjuverkamanna þar í landi. Frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið í mars árið 2003 hafa að minnsta kosti 1600 hermenn látist af völdum hryðjuverkamanna og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka mjög.

Endalok stjórnarskrár ESB?

Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Tuttugu og fimm háttsettir stjórnmálamenn frá allri Evrópu hafa verið fengnir til Frakklands til þess að hjálpa stjórnvöldum í landinu við að telja almenningi trú um ágæti stjórnarskrárinnar.

Alcan vísar ásökunum á bug

Alcan í Straumsvík vísar á bug ásökunum um að ólöglega hafi verið staðið að uppsögnum fimm starfsmanna. Fyrirtækið segir að ákvæði kjarasamninga hafi ekki verið brotin.

Klæðskerasaumuð líffæri

Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur. Það getur orðið til þess að innan skamms geti sjúklingar fengið líffærahluta sniðna að sínum þörfum.

Lögregla leitar innbrotsþjófa

Lögreglan leitar nú þess eða þeirra sem brutust inn í apótekið á Hellu í nótt. Rúða var brotin í apótekinu og skemmdir unnar þar. Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið en þó er víst að það hafi ekki verið mikið.

Þjóðin vill nýja stjórn

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði við setningu landsfundar flokksins í Egilshöll í dag að á skömmum tíma hefði Samfylkingin náð þeim trúnaði fólksins í landinu að verða annað stóra aflið í íslenskum stjórnmálum. Þjóðin vildi nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og nýja landsstjórn.

Skjálftinn skók alla jörðina

Jarðskjálftinn í Indlandshafi á annan í jólum skók skorpu allrar jarðarinnar. Titringur vegna skjálftans mældist víða um heim mörgum vikum eftir hann. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins <em>Science</em> sem kemur út í dag. Þar kemur ýmislegt fleira fram um skjálftann sem ekki hefur áður verið greint frá.

Flugmiði til Flórída á 12.000 kr.

Flugfélagið Sterling, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga, ætlar að hefja flugferðir frá Kaupmannahöfn vestur um haf, eða til Miami og Orlando á Flórída, fyrir aðeins 1.100 danskar krónur aðra leið. Það samsvarar um tólf þúsund íslenskum krónum.

Mannbjörg á Þistilfirði

Mannbjörg varð þegar nítján tonna bátur frá Raufarhöfn, Hildur ÞH, sökk á Þistilfirði um hádegi í dag. Tveir menn voru um borð í bátnum en þeim var bjargað af áhöfn Gunnbjargar, björgunarskipi björgunarsveitarinnar Pólstjörnunnar á Raufarhöfn.

Segjast hafa drepið gíslinn

Mannræningjarnir sem rændu ítölskum hjálparstarfsmanni í Afganistan vikunni segjast hafa drepið hann. Talsmaður ítölsku ríkisstjórnarinnar segir það hins vegar ekki rétt.

Landbúnaðarráðherra til Noregs

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í boði norska landbúnaðarráðherrans, Lars Sponheims, dagana 22.-24. maí í Hörðalandi í Noregi. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í landbúnaði en norska ríkisstjórnin hefur nú um nokkurt skeið verið með sérstakt átaksverkefni til að efla atvinnu og byggð í sveitahéruðum.

Gáfu báta til hamfarasvæðanna

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur gefið fjóra báta ásamt veiðarfærum til fiskimannafjölskyldna í Andra Pradesh héraði á Indlandi. Á þeim slóðum misstu þúsundir aleigu sína í flóðbylgjunni sem reið yfir Indlandshaf  annan dag jóla.

Ákærður fyrir árás á lögreglumenn

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir eignaspjöll, hótanir, brot gegn valdstjórninni og sérstaklega hættulega líkamsárás á heimili sínu 6. júní í fyrra. Þegar lögregla hafði afskipti af hinum ákærða í kjölfar atvika þann dag lagði hann einu sinni með hnífi til eins lögreglumanns og tvívegis til annars lögreglumanns.

Rannsókn stendur enn yfir

Rannsókn stendur enn yfir á máli þriggja ungra kínverskra stúlkna sem voru stöðvaðar við komu til landsins ásamt kínverskum manni og fylgdarmanni frá Singapúr. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, eru öll skref í málinu tekin í samráði við barnaverndaryfirvöld en í ljós kom við yfirheyrslur að stúlkurnar væru undir lögaldri.

Eldur í húsi við Rauðarárstíg

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna elds í húsi á horni Rauðarárstígs og Njálsgötu. Ekki er vitað hvort fólk sé í húsinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu logar eldur út um þakglugga hússins.

Fíkniefnalöggjöfin hert í Hollandi

Hollensk yfirvöld hafa löngum verið þekkt fyrir umburðarlyndi sitt gagnvart neyslu kannabisefna en breyting virðist ætla að verða þar á. Hingað til hafa lög landsins leyft fólki að neyta og hafa á sér allt upp í fimm grömm af kannabisefnum og veitingastaðir hafa mátt eiga hálft kíló af efninu til sölu.

Stemma stigu við pýramídastarfsemi

Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp gegn allri pýramídastarfsemi sem fær meira en fimmtíu prósent af tekjum sínum með því lokka hópa fólks til starfseminnar, en ekki af vörum og eða þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum getur þátttaka í slíku varðað sektum og allt að þriggja ára fangelsi.

Enginn sagður í húsinu

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu eftir að tilkynnt var um eld í þakíbúð skammt frá gatnamótum Rauðarárstígs og Njálsgötu. Að sögn slökkviliðsins logar töluverður eldur út um glugga íbúðarinnar. Enginn er sagður vera í húsinu.

Lítið lyktarskyn vísar á elliglöp

Rannsóknir sænskra lækna við Karólínska sjúkrahúsið benda til þess að hægt verði að uppgötva ýmsa sjúkdóma tengda elliglöpum með því að kanna lyktarskyn fólks. Með elliglöpum er til dæmis átt við sjúkdóma á borð við Alzheimers. 

93 milljónir úr Pokasjóði

Níutíu og þremur milljónum króna var úthlutað til einstaklinga og félaga úr Pokasjóði við athöfn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Peningunum verður varið til margvíslegra verkefna á sviði umhverfismála, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar og lista og íþrótta og útivistar.

Hraðskreiðasti rússíbani heims

Það er ekki á hverjum degi sem menn komast á meira en tvö hundruð kílómetra hraða undir berum himni. Jafnvel allra hörðustu adrenalínfíklar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með nýja rússíbanann sem opnaður var í New Jersey í gær. Hann er sá stærsti og hraðskreiðasti í heiminum, meira en140 metra hár og fer mest á u.þ.b. 206 kílómetra hraða.

Sjá næstu 50 fréttir