Fleiri fréttir

Ungbarnadauði alvarlegasti vandinn

Mary Robinson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvetur til alþjóðlegs átaks gegn ungbarnadauða. Hann samsvarar í viku hverri öllum þeim sem fórust í flóðunum í Asíu um áramótin.

Ákvæði stangast á við skýringar

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri telur að ákvæði í frumvarpi að nýju lögum um RÚV stangist á við skýringar með frumvarpinu.

Íhuga að ráðast gegn mannræningjum

Yfirvöld í Írak íhuga nú að beita hervaldi til að frelsa 60 sjíta sem haldið er í borginni Madaen, en samningaviðræður við gíslatökumennina, sem eru súnnítar, hafa ekki skilað neinum árangri. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ónefndum embættismanninn innan íröksku stjórnarinnar.

Segir alla sitja við sama borð

Yfir 30 áhugasamir kaupendur hafa þegar fengið eða fá á næstu dögum tilboðsgögn í tengslum við sölu Símans. Formaður einkavæðingarnefndar segir alla sitja við sama borð.

Óprýði af rusli af Norðlingaholti

Heldur ófögur sjón blasti við vegfarendum á Breiðholtsbrautinni á milli Selásbrautar og Suðurlandsvegar í dag. Verktakar sem byggja hús í nýja hverfinu við Norðlingaholt virðast ekki hafa gengið nægilega vel frá plastumbúðum sem fuku í rokinu í morgun og liggja nú eins og hráviði í gróðrinum í nágrenninu.

Í nýja herbúninga fyrir ferðamenn

Varðaskipti voru í hádeginu í dag við Kreml og ugglaust telja menn það ekki miklar fréttir. Það sem fréttnæmt er við varðaskiptin er að engir verðir af þessu tagi hafa þrammað við Kremlarmúra síðan síðasti Rússakeisari var drepinn árið 1918. Búningarnir sem verðirnir klæðast í dag eiga að minna á búningana sem verðir Nikulásar keisara klæddust á árunum 1907 til 1913.

Handtekinn eftir ólæti í flugvél

Sex íslenskir farþegar voru færðir í hendur lögreglu og var einn þeirra handtekinn við komuna til Kaupmannahafnar í morgun eftir að flugstjóri Iceland Express hafði gert lögreglu viðvart. Farþegarnir höfðu hótað hver öðrum og meðlimum í áhöfn vélarinnar líkamsmeiðingum.

Gagnrýndi ómálefnalega umræðu

Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu.

Gagnrýni ákvæði um RÚV

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist ekki sjá nein rök fyrir ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um Ríkisútvarpið, þar sem kveðið er á um að stjórn stofnunarinnar eigi að setja reglur um fréttaflutning og auglýsingar og gæta þess að reglum sé fylgt.

Ísland verið fremst í fjarskiptum

Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land.

Fleiri á hóteli en leyfilegt var

Miklu fleiri en leyfilegt var gistu á hótelinu í París sem brann til kaldra kola í gær. Félagsmálayfirvöld höfðu komið svo mörgum fyrir á hótelinu og um alla Parísarborg gista innflytjendur í sambærilegum eldgildrum.

Hótuðu farþegum líkamsmeiðingum

Sex íslenskir farþegar létu illum látum í borð um Iceland Express-flugvél sem var á leið til Kaupmannahafanar. Þeir hótuðu hver öðrum og öðrum farþegum líkamsmeiðingum. Flugstjórinn gerði yfirvöldum á Kastrup-flugvelli viðvart og var einn farþeganna handtekinn við komuna þangað.

Margir urðu strandaglópar

Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Enginn eigi að segja af sér

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins.

Illskiljanleg ákvörðun

Heilbrigðisyfirvöld fyrirskipa sameiningu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk heilsugæslunnar í Hafnarfirði telur að ákvörðunin gangi þvert gegn fyrri yfirlýsingum heilbrigðisráðherra. Reglugerð um framkvæmd sameiningarinnar hefur ekki verið gefin út. </font /></b />

Varðist innbrotsþjófi með garðálfi

Eldri kona í suðausturhluta Englands stökkti innbrotsþjófi á brott með því að kasta í hann einni dvergastyttunni sem hún hafði í garðinum sínum.

Settu á svið stórslys í göngum

Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni.

Yfirvöld geta illa hamið almenning

Tugþúsundir Kínverja létu ófriðlega og lögðu japanskar stofnanir í rúst í dag. Kínversk yfirvöld virðast eiga erfitt með að hemja reiði almennings.

Tölvupóstur verður dulkóðaður

Til skoðunar er að dulkóða tölvupóst á milli starfsmanna ráðuneytanna til að koma í veg fyrir að viðkvæm mál berist til óviðkomandi. Dæmi eru um að mál er varða þjóðaröryggi hafi lent í röngum höndum.

Fimmtán látnir í eldsvoða í París

Að minnsta kosti fimmtán manns létust í eldsvoða sem varð á hóteli í miðborg Parísar í nótt. Meira en fimmtíu manns eru slasaðir, þar af nærri tuttugu lífshættulega. 250 slökkviliðsmenn voru þegar sendir á vettvang og tókst þeim að slökkva eldinn á neðstu hæðum hússins um klukkan þrjú í nótt. Snemma í morgun var þó enn einhver eldur á efri hæðum hótelsins, sem er á sex hæðum, og nokkir hótelgestir lokaðir þar inni.

Farið fram á gæsluvarðhald

Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur mönnum, sem handteknir voru í fyrrakvöld með 350 grömm af hassi í fórum sínum við komuna til Akureyrar frá Reykjavík. Smásöluandvirði hassins gæti numið allt að 900 þúsundum. Tveir mannanna hafa áður gerst brotlegir við lög, meðal annars fyrir fíkniefnabrot, líkamsárásir og hótanir.

Höfnun yrði áfall fyrir Evrópu

Hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins, yrði það áfall fyrir sameinaða Evrópu. Þetta sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti í sjónvarpskappræðum með ríflega áttatíu ungmennum í gærkvöldi. Chirac lét móðan mása um mikilvægi sameinaðrar Evrópu sem mótvægis við Bandaríkin, Kína og Indland.

Handteknir eftir fíkniefnaleit

Lögreglan í Kópavogi handtók í nótt tvo menn eftir að fíkniefni fundust við leit í bíl þeirra og við húsleit heima hjá öðrum þeirra. Alls fundust 20 grömm af amfetamíni, 20 e-töflur og 20 grömm af hassi og eru mennirnir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnin. Þeim var sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum en rannsókn málsins heldur áfram.

Létust í tilræði við Bandaríkjaher

Lík nokkurra óbreyttra írakskra borgara lágu á víð og dreif utan við veitingastað í Bagdad í morgun eftir bílsprengingu í nágrenninu. Að minnsta kosti fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að bandarískri herbifreið sem átti leið hjá. Þá var einnig gerð sprengjuárás á bifreið írakskra þjóðvarðliða í Bagdad í morgun og þar féll einn í valinn og þrír særðust.

Meiddist á fæti í vélsleðaslysi

Ung kona slasaðist alvarlega á fæti þegar hún féll af vélsleða nálægt Skriðutindum á hálendinu norður af Laugarvatni laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Hún var í hópi með fimm öðrum vélsleðamönnum og var þegar óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Nýir menn í alþjóðageimstöðina

Þriggja manna áhöfn lagði í gær í tveggja daga ferð til alþjóðageimstöðvarinnar. Geimferjunni var skotið upp frá geimstöð Rússa í Kasakstan og heppnaðist geimskotið vel. Í áhöfninni eru Rússi, Bandaríkjamaður og Ítali. Rússinn og Bandaríkjamaðurinn taka við stjórn geimstöðvarinnar þegar þangað kemur og verða geimfararnir tveir í stöðinni næsta hálfa árið.

Hugðust borga lyf með skartgripum

Karl og kona í annarlegu ástandi voru handtekin i lyfjaverslun í Kópavogi undir kvöld þar sem fólkið reyndi að greiða fyrir lyf með skartgripum. Strax vaknaði grunur um að þarna væri fólkið sem rændi skartgripum úr verslun við Skólavörðustíg síðdegis og beitti eigandann valdi.

Nagladekkin af í dag

Framkvæmdasvið Reykjavíkur vekur athygli á því að frá og með deginum í dag er óheimilt að aka á nagladekkjum í borginni og liggja sektir við slíku. Lögregla gengur þó ekki hart fram í að framfylgja banninu fyrstu dagana enda er víða mikið að gera á dekkjaverkstæðum og fólk getur þurft að koma seinna.

Hundrað enn saknað í verksmiðju

Enn finnast lík í rústum fataverksmiðjunnar sem hrundi í Bangladess um helgina og er tala látinna komin upp í 50. Um það bil hundrað manns er enn saknað og eru björgunarmenn úrkula vonar að finna fleiri á lífi. Verksmiðjan var fimm hæða há og hrundi hún til grunna.

Stjórn Berlusconis riðar til falls

Kristilegir demókratar á Ítalíu hafa ákveðið að segja sig úr ríkisstjórn Silvios Berlusconis. Ákvörðunin er áfall fyrir Berlusconi þrátt fyrir að leiðtogar flokksins kveðist ætla að styðja stjórnina áfram. Fjórir ráðherrar flokksins hverfa nú úr stjórn og er málum þá svo komið að Berlusconi er nánast neyddur til að segja af sér og efna til nýrra kosninga.

Væsir ekki um kardínálana

Nú er hún Snorrabúð stekkur sagði skáldið en það er ekki hægt að segja um vistarverur kardínálanna sem velja í næstu viku nýjan páfa. Þvert á móti. Þegar Karol Wojtyla tók þátt í páfavali árið 1978 gisti hann í hálfgerðum klefa án nokkurra þæginda. Þeir sem velja eftirmann Karols, sem síðar varð Jóhannes Páll páfi annar, hafa það öllu þægilegra. Hver þeirra mun gista hálfgerðri svítu með öllum helstu þægindum.

Rekinn úr skóla vegna farða

Nemandi í framhaldsskóla í San Bernardino í Kaliforníu er ósáttur við að hafa verið vísað úr skóla. Hann segir ástæðuna þá að hann gengi um með varalit á vörum og farða í kinnum. Hann lítur svo á að hann hljóti að mega ganga þannig um ef stúlkurnar í skólanum mega það. Að auki tengist farðinn heiðingjatrú hans. Skólayfirvöld vilja ekki tjá sig um málið.

Blaðamenn sýknaðir í Simbabve

Dómstóll í Simbabve komst fyrir stundu að þeirri niðurstöðu að tveir breskir blaðamenn hefðu ekki gerst brotlegir við lög þegar þeir dvöldu lengur í landinu en vegabréfsáritanir heimiluðu. Blaðamennirnir, sem starfa fyrir <em>Sunday Telegraph</em>, voru handteknir í kringum kosningarnar í landinu og einnig sakaðir um að starfa án heimildar í Simbabve.

Tré gróðursett til heiðurs Vigdísi

Í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í dag hefur stjórn Landverndar ákveðið að gróðursetja 75 bjarkir í við fræðasetur samtakanna við Alviðru undir Ingólfsfjalli. Í tilkynningu segir að trén muni mynda Vigdísarrjóður og verða skjól þeim börnum sem í framtíðinni munu sækja fræðslu og útvist í Alviðru, en á hverju ári sækja um 2.000 skólabörn Alviðru heim.

Mesti eldsvoði í París í 20 ár

Tuttugu fórust þegar hótel í miðborg Parísar brann nánast til grunna í morgun. Þetta er mesti eldur í borginni í tvo áratugi. Auk þeirra tuttugu sem týndu lífi eru meira en fimmtíu manns slasaðir, þar af nærri tuttugu lífshættulega.

Vegagerðin sýknuð af kröfum ÍAV

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun Vegagerðina af bótakröfum Íslenskra aðalverktaka og verktakafyrirtækisins NCC sem fyrirtækin gerðu í kjölfar þess að gerð Héðinsfjarðarganga var blásin af á sínum tíma.

Meðalverð lóða ríflega 100% hærra

Meðalverð á einbýlishúsalóðum í Norðlingaholti var vel á annað hundrað prósentum hærra í tilboðunum, sem opnuð voru í gær, en í tilboðunum í júní í fyrra. Þá er lóðaverð vegna íbúðar í fjölbýlishúsi orðið hærra en einbýlishúsalóð kostaði fyrir nokkrum misserum.

Ákærður fyrir manndráp

Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp fyrir að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Í 10 daga gæsluvarðhald

Héraðsdómur Norðurlands úrskurðaði fyrir stundu tvo menn í gæsluvarðhald í allt að tíu daga og einn í allt að þrjá daga, en mennirnir voru handteknir í fyrrakvöld með 350 grömm af hassi í fórum sínum við komuna til Akureyrar frá Reykjavík. Smásöluandvirði hassins gæti numið allt að 900 þúsundum.

Undrast hlutleysi Ágústs

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tilkynnti í morgun að hann gæfi kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í maí. Ágúst Ólafur er 28 ára og var kjörinn á þing í kosningunum árið 2003. Samfylkingarmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru undrandi á yfirlýsingum Ágústs um að hann ætli engan að styðja til formannskjörs.

Ríkisstjórn á brauðfótum

Pólitískt líf Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, hangir á bláþræði eftir að enn einn flokkurinn sagði sig úr ríkisstjórn hans í morgun.

Safna fé fyrir börn á Indlandi

Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í morgun og voru það Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem hleyptu söfnuninni af stað með táknrænum hætti. Að þessu sinni verður safnað fyrir stórri byggingu á Heimili litlu ljósanna á Indlandi þar sem svefnaðstaða verður fyrir 800 drengi, en áætlaður byggingarkostnaður er um 10 milljónir króna.

Chirac sakaður um hræðsluáróður

Frakkland hættir að vera til innan Evrópusambandsins hafni Frakkar evrópskri stjórnarskrá í kosningum, segir Jacques Chirac, forseti landsins. Gagnrýnendur saka hann um hræðsluáróður.

Ofbeldisverkum fjölgar aftur

Ofbeldismenn láta nú í vaxandi mæli til sín taka í Írak og mannfall er þar töluvert. Ekki færri en fjórir fórust í fjölda hryðjuverkaárása víðs vegar um landið í morgun.

Athyglin dregin frá kjarna málsins

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forseti Alþingis hafi beitt gamaldags aðferðafræði í pólitík og dregið athyglina frá kjarna málsins með því að víta hann á þinginu.

Sjá næstu 50 fréttir