Erlent

Musharraf til Indlands

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, kom í dag í heimsókn til Indlands í fyrsta sinn í fjögur ár. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð í Kasmír-héraði og verið á barmi styrjaldar en undanfarið ár hafa staðið yfir friðarviðræður sem m.a. leiddu til þess að í síðustu viku voru áætlunarferðir á milli indverska og pakistanska hluta Kasmír í fyrsta sinn í tæpa sex áratugi. Musharraf sagði við komuna til Indlands að hann boðaði frið milli landanna og að þau gætu aðeins blómstrað ef friði yrði komið á. Forsetinn mun m.a. funda með Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, í heimsókn sinni, en talið er að Pakistanar vilji gera málamiðlun varðandi Kasmír ef Indverjar geri slíkt hið sama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×