Erlent

Margrét Danadrottning 65 ára

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar í dag 65 ára afmæli sínu. Hún tók við heillaóskum frá þegnum sínum í dag þegar hún kom ásamt manni sínum Hinriki prins, syninum Jóakim og sonarsonunum Nikolaj og Felix út á svalir Amalienborgar. Þúsundir voru saman komnar á torginu við höllina í góðu veðri og veifuðu dönskum fánum og var konungsfjölskyldan klöppuð fram á svalirnar í þrígang. Friðrik krónprins var hins vegar fjarri góðu gamni en hann tók þátt í minningarathöfn í Taílandi um þá 46 Dani sem létust í flóðbylgjunni annan dag jóla ásamt konu sinni Maríu Elísabetu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×