Erlent

Tvíburar í æðstu embætti Póllands?

Svo gæti farið að eineggja tvíburar settust í sæti forseta og forsætisráðherra Póllands á þessu ári, en þá eiga að fara fram bæði þing- og forsetakosningar. Bræðurnir Jaroslaw og og Lech Kaczynski hafa látið mikið að sér kveða í pólskum stjórnmálum að undanförnu. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gær nýtur íhaldsflokkur, sem Jaroslaw fer fyrir, mest fylgis allra flokka og því gæti hann hugsanlega sest í forsætisráðherrastól eftir kosningar. Lech, sem er 45 mínútum yngri, hefur hins vegar verið vinsæll borgarstjóri í Varsjá síðustu þrjú ár og þykir líklegur til að hreppa forsetaembættið. Hins vegar hefur Jaroslaw gefið það út að hann kunni að draga sig í hlé þar sem hættan á að þeim bræðrum verði ruglað saman sé mikil og það gangi ekki þegar um tvö æðstu embætti í Póllandi sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×