Innlent

Áfengissalan yfir 20 milljón lítra

Áfengissala jókst um 6,3 prósent á síðasta ári frá árinu 2003, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. Alls seldust 20,4 milljónir lítrar af áfengi í fyrra en 19,2 milljónir árið áður. Aukningin er aðeins minni ef miðað er við lítra af hreinu áfengi. Aukningin þar nam 4,4 prósentum, fór úr 1,45 milljónum lítra í 1,52 milljónir lítra. Áfengissalan á síðasta ári samsvarar því að hver íbúi fimmtán ára og eldri hafi keypt 6,71 lítra af hreinu áfengi, 2,9 prósentum meira en árið áður. Söluaukningin er því meiri en sem nemur fólksfjölgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×