Erlent

Elur barn í galleríi

Par í Þýsklandi hefur ákveðið að fara óvenjulega og listræna leið þegar það eignast frumburðinn í lok mánaðarins. Konan mun ala barnið í galleríi í Berlín og er búist að 30 manns verði viðstaddir fæðinguna auk föðurins. Þýska blaðið Bild hefur eftir föðurnum að gjörningurinn sé gjöf til mannkyns en parið vill andæfa hefðbundnum gildum samfélagsins. Áætlað er að barnið komi í heiminn 24. apríl en reiknað er með að parið fari í galleríið þegar samdráttarverkir konunnar hefjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×