Erlent

Ítalir vilja ítalskan páfa

Ítalir vilja aftur ítalskan páfa og eru hræddir um að ef svo verður ekki muni kaþólska kirkjan loka dyrunum á þá fyrir fullt og allt í þeim málum. Í 455 ár var Ítali valinn í stól páfa eða þar til Jóhannes Páll annar, sem var pólskur að uppruna, var valinn, en hann sat á stóli í alls 26 ár. Alls munu 115 kardínálar frá 52 löndum hittast á mánudag til að velja arftaka Jóhannesar Páls annars og er óhætt að segja að Ítalir bíði spenntir eftir þeim degi. Sérfræðingar segja að þó svo maður frá öðru landi hreppi stöðuna sé ólíklegt að Ítali muni ekki gegna henni seinna meir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×