Erlent

Arabar og lögregla tókust á í Íran

Að minnsta kosti einn lést í átökum araba og öryggissveita í borginni Ahvaz í suðurvesturhluta Írans í dag. Samkvæmt IRNA-fréttastofunni gengu arabar, sem eru minnihlutahópur í Íran, um götur borgarinnar og létu ófriðlega en lögregla svaraði þeim með því að skjóta á hópinn og beita táragasi. Talið er að arabarnir hafi verið að berjast fyrir sjálfstæði Khuzestan-héraðs sem hefur að geyma margar af bestu olíulindum Írans. Stjórnvöld í Íran hafa alfarið neitað því og benda á að spenna milli þjóðarbrota hafi aukist í kjölfar þess að fölsuðu bréfi frá ráðgjafa Khatamis, forseta landsins, var dreift meðal araba, en þar er lagt til að þeir verði fluttir úr suðrinu til norðurhluta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×