Erlent

Berlusconi hótar að rjúfa þing

MYND/AP
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hótar að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga takist ekki að halda ríkisstjórn hans starfhæfri. Í gær hætti einn flokkur stjórnarsamstarfinu og leiðtogar annars stjórnarflokks hafa lýst þeirri skoðun sinni að efna beri til nýrra kosninga í ljósi hörmulegs gengis stjórnarflokkanna í héraðskosningum fyrir viku. Berlusconi kveðst þó sannfærður um að unnt verði að bjarga stjórnarsamstarfinu og að hann geti setið á forsætisráðherrastóli í ár til viðbótar þegar kjörtímabilinu lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×