Innlent

Móta stefnu um ríkisborgararétt

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur mikilvægt að ákvarðanir Alþingis byggi á því að einstaklingar njóti jafnræðis. Málefni skákmeistarans Bobby Fischers hafi borið að með óvenjulegum hætti og málið hlotið mikla fyrirgreiðslu innan þingsins. "Þessi mál þarf því að skoða í heild sinni," segir hann. Birkir Jón sat hjá við atkvæðagreiðslu um ríkisborgararéttinn. Hann kveðst ekki hafa treyst sér til að styðja ákvörðunina en ekki heldur viljað greiða atkvæði gegn henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×