Innlent

Til heiðurs Vigdísi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja alþjóðlega ráðstefnu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur um 2,5 milljónir. Ráðstefnan, Samræða milli menningarheima, verður haldin 13. til 15. apríl í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar og er það Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem stendur fyrir henni. Þar munu fulltrúar mismunandi menningar- og málasvæða fjalla um tungumál, menningu, tækni, viðskipti, vísindi og þjóðfélagsmál. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Norrænu ráðherranefndina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×