Innlent

Óheimilt að stöðva Kristal plús

Ölgerð Egils Skallagrímssonar íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur eftir að úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnarmála úrskurðaði að óheimilt hefði verið að stöðva dreifingu hins vítamínbætta drykkjar Ölgerðarinnar, Kristals plús. Forsvarsmenn segja í tilkynningu að fyrirtækið vilji fá fjárhagslegan skaða bættan. Ölgerðin kærði annars vegar ákvörðun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur frá því í janúar um að stöðva dreifingu Kristal plús og hins vegar synjun stofunnar um að afturkalla dreifingarbannið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×