Innlent

Snarræði kom í veg fyrir eldsvoða

MYND/VILHELM
Snarræði vaktmanns að Reykjalundi kom í gærkvöldi í veg fyrir að eldur næði að breiðast út á vinnusvæði þar sem plaströr eru steypt og mikill eldsmatur er. Strax og hann varð eldsins var kallaði hann á slökkvilið sem þegar hafði mikinn viðbúnað, en á meðan maðurinn beið þess að það kæmi á vettvang náði hann að slökkva eldinn. Töluverður reykur hafði þá borist um verksmiðjuhúsið og reykræsti slökkviliðið það. Eldurinn kviknaði í steypuvél sem ofhitnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×