Innlent

Eftirlit Vegagerðarinnar leggst af

Leyfiskerfi vegna vörubíla verður einfaldað, nái nýtt frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Hann kynnti frumvarp til laga um breytingar á lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga fyrir ríkisstjórn í gær. Um er að ræða breytingar á lögum frá 2001, þar sem verið var að taka í gildi tilskipun frá Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins kvörtuðu til ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur, þar sem samtökin töldu að í lögunum frá 2001 fælust mun stífari reglur en Evrópusambandið krefðist. Í frumvarpinu verður leyfiskerfi fyrir vörubíla því einfaldað. Vörubílar verða enn leyfisskyldir, en beint eftirlit Vegagerðarinnar verður lagt niður. Það verður áfram í höndum Vegagerðarinnar að taka á málum þegar grunur liggur á um að leyfislausir bílar séu á ferð. Þá verður skilgreining á efnisflutningum lögð niður, en í staðin teknar upp skilgreiningar á farmflutningi í atvinnuskyni og flutningar í eigin þágu. Einungis fyrrnefndu flutningarnir verða leyfisskyldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×