Innlent

Íslendingar aflahæstir í Evrópu

MYND/Þorsteinn
Íslenskir og hollenskir sjómenn skipta með sér fyrsta sætinu þegar skoðað er aflaverðmæti á hvern sjómann í Evrópu. Samkvæmt samantekt Sjávarfrétta yfir aflaverðmæti í hitteðfyrra nam verðmæti á hvern sjómann frá þessum þjóðum röskum fjórtán milljónum íslenskra króna. Næst komu svo færeyskir, belgískir og norskir sjómenn. Spænskir sjómenn, sem eru nærri tífalt fleiri en þeir íslensku, náðu mesta heildaraflaverðmætinu, ítalskir sjómenn voru í öðru sæti og þeir íslensku í fimmta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×