Innlent

Nóatún þakkar slökkviliðinu

Nóatún þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir störf sín að Hringbraut 121 í dag þegar endurgerð Nóatúnsverslun var opnuð þar á ný eftir stórbruna sem varð í versluninni í desember sl. Verslunin hefur verið endurhönnuð í hólf og gólf og er mun bjartari og aðgengilegri fyrir viðskiptavini að sögn forsvarsmanna Nóatúns. Stjórnendur Nóatúns heiðruðu slökkviliðið í tilefni opnunarinnar og sem þakklætisvott fyrir vel unnið slökkvistarf færði Nóatún Líknarsjóði brunavarðafélags Reykjavíkur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur. Markmið líknarsjóðsins er að veita félagslegan og fjárhagslega aðstoð þeim sem orðið hafa fyrir áföllum. Sjóðurinn var sérstaklega stofnaður með það í huga að störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verða hættulegri með hverju árinu. Sjóðnum er ætlað að standa að baki slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum og fjölskyldum þeirra við áföll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×