Fleiri fréttir

Fischer fær ferðaskilríki

Sendiherra Íslands afenti lögmanni Bobby Fischers ferðaskilríki hans í gærkveldi. Íslensk stjórnvöld telja að með þessu hafi ekki verið hlutast til um japönsk innanríkismál.

Ræningjarnir enn ófundnir

Ræningjarnir sem rændu þremur verkum eftir listmálarann Edvard Munch á hóteli í Noregi í gær eru enn ófundnir. Á meðal verkanna var sjálfsmynd listamannsins og mynd af sænska leikskáldinu August Strindberg.

Sendir til pyntingastjórna

Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega.

Útör leyniþjónustumannsins í Róm

Útför ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Calipari, sem féll í árás bandarískra hermanna á bíl sem flutti ítölsku blaðakonuna Júlíönu Sgrena úr haldi mannræningja á föstudag og út á flugvöll, fór fram í Róm á Ítalíu í morgun. 

Sextíu börn í gámi

Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm.

120 farast í fangelsisbruna

Í það minnsta 120 manns fórust í eldsvoða í fangelsi í Dóminíkanska lýðveldinu í gær. Tildrög eldsvoðans voru átök á milli glæpagengja um hverjir fengju að annast sölu á fíkniefnum og tóbaki innan fangelsins

Stjórnarmyndun í skugga ofbeldis

31 týndi lífi í Írak í hryðjuverkaárásum víðs vegar um landið og tugir manna særðust. Á meðan halda stjórnarmyndunarviðræður áfram af fullum krafti.

Hunsa boð Rússa

Forsetar Eistlands og Litháen hafa ákveðið að hunsa boð rússneskra stjórnvalda um að taka þátt í hátíðahöldum í Moskvu í maí vegna loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Forseti Lettlands hefur hins vegar þegið boðið.

Óvíst um endanlegt brotthvarf

Forsetar Sýrlands og Líbanons tilkynntu í gær að Sýrlendingar myndu safna hersveitum sínum í Líbanon saman í Bekaa-dalnum sem er við landamæri ríkjanna fyrir lok mánaðarins.

Vilja banna blótsyrðin

Munnsöfnuður enskra knattspyrnumanna þykir svo ljótur að uppeldisfrömuðir vilja láta banna útsendingar frá knattspyrnuleikjum á þeim tímum sem börn eru að horfa á sjónvarp svo að þau læri ekki blótsyrðin af fyrirmyndum sínum.

Lögreglan náði listaverkaþjófum

Bíræfnir þjófar stálu þremur myndum eftir Edvard Munch í Noregi á sunnudagskvöldið. Norska lögreglan náði þjófunum innan við sólarhring eftir að þeir stálu myndunum. Þetta var í annað skipti á tæpu hálfu ári sem verkum eftir meistarann er rænt.

Hjúkrunarfræðingur smitast

Greint hefur verið frá því að víetnamskur hjúkrunarfræðingur hafi smitast af fuglaflensunni. Grunur leikur á að hann hafi smitast af sjúklingum sem hann annaðist en það er þó ekki talið öruggt.

Gamalt morðmál tekið upp

Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa hafið rannsókn að nýju á morði á ónefndum Englendingi, 162 árum eftir að hann var myrtur.

Skuggi yfir samstarfi bandamanna

Ítalski leyniþjónustumaðurinn sem bandarískir hermenn skutu í Írak á föstudag var borinn til grafar með viðhöfn í Róm í gær. Mikil reiði ríkir á Ítalíu vegna atviksins.

Vöruviðskipti DAS í fortíðinni

Lög um happdrætti eru í endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sem fór ekki að ráðleggingum Samkeppnisstofnunar um að enda ójafnræði happdrætta í landinu árið 2000. Happdrætti DAS gagnrýnir stjórnvöld.

Fleiri Íslendingar á hótelum

Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent.

Óvenju björt norðurljós

Meðalsterkur segulstormur sem kemur frá sólinni er ástæða norðurljósa sem árvökulir landsmenn hafa séð síðustu daga, að sögn Óla Þórs Árnasonar veðurfræðings.

Brottflutningur hefst innan skamms

Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag.

Lagning nýs vegar hefst í vikunni

Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær.

Þrjú sjálfsvíg á fáum dögum

Þrír ungir karlmenn frömdu sjálfsvíg á innan við viku. Landlæknir segir sjálfsvígum ungra karla fara fjölgandi og hvetur fólk til að fylgjast grannt með sínum nánustu. </font /></b />

Skannar í alla bíla

Persónuvernd hefur ákveðið að skoða lögmæti þess að setja skanna í alla bíla í því skyni að ökumenn greiði eftir notkun samgöngumannvirkja. Þessari hugmynd er hreyft í nýrri skýrslu um gjaldtöku vegna umferðarmannvirkja sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið.

Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn

Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík.

Einstaklingar gefi bönkum leyfi

Fjármálaráðherra telur til greina koma að einstaklingar geti sjálfir heimilað bönkum að senda skattyfirvöldum rafrænar upplýsingar til að einfalda skattframtöl.

Fischer losni eftir tvo daga

Lögfræðingur Bobbys Fischers bindur vonir við að Fischer losni úr fangelsi og geti yfirgefið Japan á afmælisdaginn sinn, eftir tvo daga. Hún fékk vegabréf hans í hendur í dag og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að Davíð Oddsson og íslenska ríkisstjórnin hafi veitt Fischer stórkostlega aðstoð. 

Sálgæsla allra fanga efld

"Sjálfsvíg eru eðlilega öllum aðstandendum erfið og margir þurfa aðstoð og hjálp þegar slíkt á sér stað," segir Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsisstofnun. Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni fyrirfór sér aðfaranótt laugardags og efla hefur þurft alla sálgæslu fyrir aðra fanga og starfsmenn síðan þá.

Fangelsi fyrir gróft kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Áttu brotin sér stað á þrettán ára tímabili, frá því stúlkan var sjö ára fram til tvítugs.

Hætta á kjötskorti

"Eftirspurnin hefur aukist til muna á sama tíma og öll framleiðsla hefur dregist saman," segir Sindri Sigurgeirsson, bóndi að Bakkakoti í Borgarfirði.

Íslenskir búvörur erfðabreyttar

"Öll umræða um þessi mál hefur verið afar einsleit og grandvaraleysi bænda algjört," segir Ólafur R. Dýrmundsson landbúnaðarráðunautur vegna samkomulags sem náðst hefur milli Félagasamtaka bænda og líftæknifyrirtækisins ORF-Líftækni um tilraunaræktun á erfðabættu byggi í sveitum landsins.

Sérsveitin handtók arkitektúrnema

Ítalskur karlmaður var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Kaffi Victor aðfaranótt laugardags. Ástæða handtökunnar var að starfsmenn Alþingis höfðu haft samband við lögregluna vegna manns sem hafði sést á vappi í kringum Alþingishúsið, með hulið andlit, tvo daga í röð.

Kerfið beri ábyrgð á sjálfsmorði

Móðir ungrar konu sem svipti sig lífi í Kvennafangelsinu í Kópavogi í nóvember vill láta rannsaka hvort kerfið beri ekki einhverja ábyrgð á því hvernig fór. Dóttir hennar hafði ítrekað reynt að kalla eftir hjálp áður en hún fannst látin í klefa sínum.

Fjölmargar slysagildrur óáreittar

Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru svifaseinir og áhugalausir þegar kemur að úrbótum í umferðinni segir umferðarfulltrúi Umferðarstofu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Fjölmargar slysagildrur fá að vera óáreittar þrátt fyrir margar ábendingar um umbætur.

Danir með hæsta tímakaup í Evrópu

Danir eru með hæsta tímakaup í Evrópu samkvæmt nýrri skýrslu evrópsku atvinnuveitendasamtakanna. Íslendingar eru í 20. sæti og eru þeir með lægsta tímakaup allra Norðurlandabúa. Mjög hefur dregið saman með ríkum og fátækum ríkjum álfunnar og er það meðal annars þakkað dvínandi áhrifum verkalýðsforystunnar.

Tæplega 400 milljóna króna tap

"Miðað við þann fjölda fyrirspurna og beiðna sem okkur berast er Byggðastofnun ekki ofaukið enn sem komið er," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri, en í ársreikningi stofnunarinnar sem birtur var í gær varð 385 milljón króna tap á rekstri hennar á síðasta ári.

Fóstbræður í Royal Albert Hall

Karlakórinn Fóstbræður ætlar að verða við beiðni Sameinuðu þjóðanna um að koma fram á tónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum þann 16. október.

650 milljón skotvopn í umferð

Skýrsla mannréttindasamtakanna Amnesty International um áhrif skotvopna á líf kvenna var kynnt í gær. Þar er reynt að sýna fram á áhrif smávopna í líf kvenna í heiminum.

Fatlaðar konur beittar misrétti

Forvígismenn Öryrkjabandalags Íslands ætla að setja á laggirnar sérstaka kvennahreyfingu innan bandalagsins og er stofnfundur hennar í kvöld. Markmið hreyfingarinnar er að bæta hag kvenna sem eiga við fötlun að stríða og beita sér fyrir sérstakri úttekt á högum þeirra.

Skemmd á vegi þar sem slys varð

Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í.

Slysalaust fram undir lok febrúar

Umferðin hefur tekið sinn toll síðustu vikurnar en hvert banaslysið á fætur öðru hefur orðið á vegum landsins á örskömmum tíma. Banaslys hafa orðið í vélsleðaslysi við Veiðivötn, á Snorrabraut, Kópaskeri og það síðasta varð á Suðurlandsvegi nú um helgina.

Akureyringar fá nýjan strætó

Sex tilboð bárust í nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna.

Dyraverðir dæmdir

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. 

Alger endurnýjun á Austurstræti 17

Miðbæjarmyndin mun taka nokkrum breytingum á næstu vikum og mánuðum með algerri endurnýjun á suðurhlið hússins við Austurstræti 17. Á allri suðurhlið hússins, sem snýr að Austurstrætinu, verður skipt um gler og glugga. Þá verður gert við steypuskemmdir og steyptir fletir hússins málaðir. Loks verður hluti hússins álklæddur.

Alvarlegt slys í Þrengslunum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman en tíu manns voru í bílunum, fimm í hvorum. Margir slösuðust, misalvarlega þó, en allir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Lögreglan getur ekki gefið frekari upplýsingar um slysið eða ástand fólksins að svo stöddu. Bílarnir báðir eru gerónýtir.

Erill hjá lögreglu í nótt

Þónokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt vegna ölvunarláta. Þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og níu manns voru settir í fangageymslur vegna óspekta.

Byrjað á Hellisheiðarvirkjun

Fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi Hellisheiðavirkjunar var tekin í gær en stöðvarhúsið verður byggt vestan við Kolviðarhól. Stöðvarhúsið verður um 13.000 fermetrar að stærð og á það að vera tilbúið í maí á næsta ári. Hellisheiðavirkjun mun framleiða 80 megavött af raforku haustið 2006 sem þegar hefur verið seld til Norðuráls á Grundartanga.

Þingkosningar í Moldavíu í dag

Kosið verður til þings í Moldavíu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að ekki verði breytingar á stjórn landsins, en Kommúnistarflokknum er spáð 46 prósentum atkvæða. Landð er eitt hið fátækasta í Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir