Innlent

Akureyringar fá nýjan strætó

Sex tilboð bárust í nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna. Nýi vagninn getur flutt 60 farþega og er stefnt á að taka hann í notkun fyrir septemberbyrjun. SVA á fimm vagna og verður einn tekinn úr umferð þegar sá nýi kemur. Stefán Baldursson, forstöðumaður SVA, segir nýtingu á vögnunum fremur slaka en farþegafjöldinn er 6 til 800 manns á dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×