Fleiri fréttir

400 þúsund frá olíufélögunum

Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið 400 þúsund krónur í framlög frá öllum olíufélögunum frá því flokkurinn var stofnaður árið 1998 í fjórum afhentum styrkjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en hann hefur það annars fyrir reglu að gefa ekki upp hverjir veita einstaka styrki nema þeir nemi meiru en 500 þúsund krónum á ári.

Þjórsárver á heimsminjaskrá?

Fundur Áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands skorar á Alþingi, ríkisstjórn og viðkomandi sveitarstjórnir að beita sér fyrir því að kannaðir verði kostir þess að Þjórsárver verði tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO.

Steinunn nefnd til sögunnar

Óvíst er að niðurstaða fáist í það í dag hver verður næsti borgarstjóri í Reykjavík en sá sem helst kemur til greina er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í R-listanum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er ófrágengið og ágreiningur hefur verið innan R-listans um málið.

HÍ tekur við nýnemum

Háskóli Íslands hefur ákveðið að taka við umsóknum um skólavist á vormisseri 2005. Síðastliðið vor var gripið til sparnaðaraðgerða og meðal þeirra var að taka ekki nýja nemendur inn í skólann á miðju háskólaári, þ.e. um áramót.

Heimsækja japanska þingið

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og nokkrir þingmenn, ásamt eiginkonu Halldórs og forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis, munu halda til Japans á morgun í boði forseta efri deildar japanska þingsins.

Kennarar vilja gerðardóm

Kennarar vilja vísa launadeilunni til kjaranefndar eða í gerðardóm. Ekkert verður fundað í kennaradeilunni næstu tvær vikur. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari hefur ekki svarað skilaboðum frá því að þessar fregnir bárust skömmu eftir hádegi.

Stjórnvöld stýrðu verðsamráði

Ekki er langt síðan verðlag á olíu var gefið frjálst. Nánast allt eldsneyti var keypt í einu lagi frá Sovétríkjunum og Verðlagseftirlit ríkisins ákvað síðan verðið. Verðsamráð olíufélaganna mótaðist við þessar kringumstæður.

Undirbúningur að greftrun hafin

Undirbúningur að útför og greftrun Arafats er þegar hafin. Heimildir innan heimastjórnar Palestínu sögðu í morgun að tilkynning um andlát Arafats kynni að verða send út í dag. Læknar staðfestu í gær að blætt hefði inn á heilann í honum og hann væri í djúpu dái.

Afsagnir í beinni útsendingu

Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994.

Vélstjórar gagnrýna Félagsdóm

Vélstjórafélag Íslands hefur ekki tekið tekið afstöðu til þess hvort fella eigi hafnarfrí út úr kjarasamningum þess. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, segir í það minnsta ljóst að ekki verði af afnámi hafnarfría fyrir árslok 2005.

Virðing Íslands að veði

Hætta er á að ríkisstjórnin fái ávítur frá Alþjóðavinnumálastofnuninni setji hún lög sem kveða ekki á um betri rétt en felld miðlunartillaga, segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttalögmaður. Stjórnvöld voru síðast ávítt af stofnuninni í júní vegna lagasetningar á verkfall sjómanna árið 2001.

Útilokar ekki lög

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki útiloka að lög verði sett á verkfall kennara. Það verði hins vegar að skoða alla fleti málsins gaumgæfilega. Stjórnarflokkarnir hafa kallað fulltrúa deiluaðila á sinn fund á morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundinum sem forsætisráðherra boðaði til í Stjórnarráðinu á sjötta tímanum.

Leið vel í útsendingunni

Áratugur er í dag liðinn frá afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar úr embætti félagsmálaráðherra. Hann spáir Þórólfi Árnasyni bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum.

R-listinn með blaðamannafund

Borgarstjórnarflokkur Reykjavíkurlistans hefur boðað til blaðamannafundar í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 18:30.

Ráðherrar ákveða næstu skref

"Ákvörðun um næstu skref verður tekin á ráðherrafundinum 24. nóvember næstkomandi," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um hver áhrif niðurstaðna alþjóðlega rannsóknarhópsins um hlýnun á norðurslóðum verða.

Vistkerfið breytist mikið

Áhrif hlýnunarinnar á norðurslóðum eru í skýrslu ACIA sögð verða mjög mikil. Til dæmis á sjávarborð eftir að hækka og eftir því sem íshellan yfir Norðurskautinu minnkar eykst hættan á að dýr á borð við ísbirni og sumar selategundir hreinlega deyi út.

Kallað á rannsóknir ACIA

Norðurheimskautsráðið og Alþjóðleg vísindanefnd um Norðurheimskautið (International Arctic Science Committee, eða IASC) kölluðu eftir úttektinni á áhrifum og umfangi loftslagsbreytinga á norðurslóðum fyrir fjórum árum síðan.

Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur

Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu.

Hlýnun aldrei hraðari

Vísindamenn eru sammála um hlýnun Norðurheimskautsins og spá umfangsmiklum breytingum sem áhrif hafa á veðurfar um heim allan. Norðurheimskautsís bráðnar, Grænlandsjökull minnkar og sjávarborð hækkar. Hér gætu fiskveiðar aukist.

Fjórða stærsta vefsvæði landsins

Vísir.is hefur stækkað mjög hratt síðustu vikur og mánuði og er nú með yfir 90 þúsund vikulega notendur samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss.

Rasskellt fyrir vondan ís

Eigandi ísbúðar í Red Bank í Tennesse hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart starfsmönnum.

Forseti þingsins heimsækir Japan

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Japan 11. til 16. nóvember í boði forseta efri deildar japanska þingsins.

Eignaðist tvíbura tæplega sextug

Tæplega sextug kona eignaðist tvíbura í New York í fyrradag. Konan sem er 57 ára er talin meðal þeirra elstu sem eignast hafa tvíbura. Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði.

Skuldar lögfræðingum 260 milljónir

Martha Stewart, sjónvarpskona og fyrrverandi uppáhaldshúsmóðir allra Bandaríkjamanna, hefur óskað eftir því að fyrirtæki hennar, Martha Stewart Living Omnimedia, borgi ríflega 260 milljóna króna lögfræðireikning.

Ósáttir matreiðslumenn af Vellinum

Matreiðslumönnum sem sagt var upp störfum í aðalmatsal Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í sumar svíður að ófaglært fólk skuli látið taka við störfum þeirra.

Ástríðumorð í Kanada

Hjón og maður fundust látin í húsi í bænum Maniwaki í Kanada í gær. Fólkið lést af skotsárum og telur lögreglan að eiginmaðurinn hafi skotið konuna og hinn manninn og síðan framið sjálfsvíg.

Bólusetning bjargar okkur

Þýskum ferðamönnum á leið til Bretlands hefur verið ráðlagt að láta bólusetja sig gegn hettusótt, vegna faraldurs sem brotist hefur út meðal háskólanema þar. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir ekki ástæðu til aðgerða hér vegna faraldursins í Bretlandi.

Dæmdur fyrir að rífa upp klósett

Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist.

Tuttugu karlar yfirheyrðir

Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka.

Þrír myrtir í mafíustríði

Þrjú illa farin lík fundust í bíl í Napólí í gærdag. Lögreglan skrifar morðin á mafíuna og segir þá látnu nýjustu fórnarlömbin í blóðugasta mafíustríði borgarinnar í tuttugu ár.

Steinunn Valdís borgarstjóri

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi R-listans í Ráðhúsinu rétt í þessu.

Uppstokkun í stjórn Bush

John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráðherrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum.

Öldungur á sakabekk

107 ára Indverji bíður nú eftir að dómari kveði upp dóm um hvort hann þurfi að snúa aftur í fangelsi eða fái að ganga frjáls. Maðurinn var fundinn sekur um manndráp fyrir sautján árum þegar hann varð nágranna sínum að bana í landadeilum. Síðan þá hefur málið gengið milli dómsstiga án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist, að sögn BBC.

Útför Arafats undirbúin

Undirbúningur að útför Jassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu, var í fullum gangi í gær. Arafat er sagður lifa síðustu stundir sínar og er ekki gert ráð fyrir að heilsa hans batni.

Seld í vændi af ættingjum

Nokkuð er um að ættingjar og nánir vinir barna taki þátt í að innleiða þau í starfsemi barnavændishringja, samkvæmt nýrri rannsókn á barnavændi á Filippseyjum. Fólkið þiggur þóknun af næturklúbbaeigendum og vændishringjum sem lofa börnunum oft vinnu við heimilisstörf en neyða þau síðan til að stunda vændi.

Allt á suðupunkti vegna nauðgana

Óeirðalögregla indverska hersins notaði táragas til að dreifa hundruðum mótmælenda sem kröfðust þess fjórða daginn í röð að hermönnum yrði refsað fyrir að nauðga tólf ára stúlku og móður hennar. Mótmælendur brugðust við með því að grýta táragassprengjunum aftur í lögregluna, sem og steinum og múrsteinum.

Þrengt að smáflokkum

Erfiðara verður að skrá stjórnmálaflokka í Rússlandi samþykki þingið ný lög um skráningu þeirra. Samkvæmt þeim verða skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna til að flokkar fái skráningu hækkuð úr tíu þúsund í 50 þúsund félaga. Að auki þurfa flokkar að hafa minnst 500 félaga í lágmarki 50 ríkja til að fá að starfa en nú er gerð krafa um 100 félaga.

Ebadi meinað að mótmæla

Írönsk stjórnvöld hafa bannað Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafa Nóbels í fyrra, að efna til mótmæla gegn aftökum á ungmennum undir átján ára aldri. Ebadi ætlaði að efna til mótmælanna í dag en var neitað um leyfi til að halda þau.

Vara gangandi fólk við hálku

Finnska veðurstofan hefur ákveðið að grípa til eigin ráðstafana til að fækka slysum af völdum hálku. Nú verða gefnar út tvær spár á dag á tuttugu spásvæðum sem beint er sérstaklega að gangandi vegfarendum, árlega þurfa um 50 þúsund úr þeirra röðum á læknishjálp að halda eftir að hafa runnið í hálku.

Sláturhús gíslanna fundið

Íraskir hermenn hafa fundið "sláturhús gísla", hús þar sem hryðjuverkamenn héldu gíslum föngnum og myrtu þá, sagði Abdul Qader Mohan, hershöfðingi og yfirmaður írösku hersveitanna í Falluja. Hann sagði að húsin væru í norðurhluta borgarinnar þar sem búist hefði verið við mestri mótspyrnu.

Hörmungarástand í Falluja

Sjö menn féllu fyrir stundu í sprengingu í Bagdad í Írak. Hernaðurinn í Falluja, skammt frá höfuðborginni, hefur leitt til öngþveitis og hörmungarástands að sögn hjálparstarfsmanna í Írak. Óttast er að mikið mannfall hafi orðið í stórsókn þúsunda bandarískra hermanna og írakskra þjóðvarðsliða gegn uppreisnarmönnum súnníta í borginni.

Neyðarfundur í kennaradeilunni

Forsætisráðherra tilkynnti fyrir stundu að hann útiloki ekki að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Hann hefur boðað til neyðarfundar á morgun með deilendum eftir að viðræður strönduðu algerlega um hádegisbil í dag. 

Gegnsær opinn rekstur

Forstjóri Olíufélagsins segir að mestu máli skipti að rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem stóru olíufélögin þrjú eigi saman, sé gegnsær og standi öllum opinn. Atlantsolía hefur ekki áhuga á að ganga inn í slíkt samstarf.

Vill skaðabætur vegna samráðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ritað olíufélögunum þremur bréf og óskað eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslur bóta vegna ólögmæts samráðs sem þau viðhöfðu í útboði bæjarins vegna olíuverslunar.

Botnvörpubanni afstýrt hjá SÞ

Tillaga um allsherjarbann við veiðum með botnvörpu á úthafinu náði ekki fram að ganga hjá Sameinuðu þjóðunum en Kosta Ríka hafði lagt fram tillögu um slíkt. Samningaviðræðum um hafréttar- og fiskveiðimál á vegum samtakanna er lokið.

Sjá næstu 50 fréttir