Erlent

Eignaðist tvíbura tæplega sextug

Tæplega sextug kona eignaðist tvíbura í New York í fyrradag. Konan sem er 57 ára er talin meðal þeirra elstu sem eignast hafa tvíbura. Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði. Læknir konunnar segir að hún hafi orðið ófrísk eftir að hafa fengið að nota sæði fyrrverandi kærasta síns til að frjóvga egg sem hún hafði fengið gefins. Þó það sé tæknilega mögulegt er konum eldri en fimmtugt yfirleitt ekki leyft að eignast börn. Árið 1997 eignaðist 63 ára gömul kona barn eftir að hafa logið að lækninum sínum að hún væri tíu árum yngri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×