Erlent

Vara gangandi fólk við hálku

Finnska veðurstofan hefur ákveðið að grípa til eigin ráðstafana til að fækka slysum af völdum hálku. Nú verða gefnar út tvær spár á dag á tuttugu spásvæðum sem beint er sérstaklega að gangandi vegfarendum, árlega þurfa um 50 þúsund úr þeirra röðum á læknishjálp að halda eftir að hafa runnið í hálku. "Rannsóknir okkar sýna að ástandið er verst þegar snjóar eða rignir á frosið yfirlag, eða þegar ísinn byrjar að þiðna," sagði Reija Ruuhela veðurfræðingur. Því verða gefnar út veðurlýsingar sem segja til um hvort gangstígir séu hálir eða ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×