Erlent

Undirbúningur að greftrun hafin

Undirbúningur að útför og greftrun Arafats er þegar hafin. Heimildir innan heimastjórnar Palestínu sögðu í morgun að tilkynning um andlát Arafats kynni að verða send út í dag. Læknar staðfestu í gær að blætt hefði inn á heilann í honum og hann væri í djúpu dái. Fregnir herma að æðsti klerkur múslima á heimastjórnarsvæðinu muni leggja blessun sína yfir það að öndunarvél sem Arafat er tengdur verði tekin úr sambandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×