Fleiri fréttir Særðir eftir sprengjuárás Tveir Íslendingar liggja á sjúkrahúsi eftir sprengjuárás í miðborg Kabúl í gær. "Við teljum að maður hafi hent til okkar fjórum handsprengjum og þar af hafi þrjár sprungið," segir Hallgrímur Sigurðsson, starfsmaður íslensku friðargæslunnar og yfirmaður flugvallarins í Kabúl. 23.10.2004 00:01 Kennarar í verkfalli í námsferð Kennarar Ingunnarskóla leggja næsta föstudag í sex daga námsferð til Bandaríkjanna þrátt fyrir kennaraverkfall. Þeir segjast hafa blessun Kennarasambandsins til fararinnar. 23.10.2004 00:01 Skyr.is drykkurinn víða uppseldur Baldur Jónsson, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, segir sölu á skyr.is drykknum hafa farið af stað með miklum hvelli og dykkurinn hefur slegið út aðrar vörur fyrirtækisins hvað viðkemur góðum viðtökum. Ekki hefur tekist að anna eftirspurn sem er langt umfram áætlanir og er drykkurinn víða uppseldur í verslunum. 23.10.2004 00:01 Samningaferlið í uppnámi Norður-Kóreumenn hóta að rifta með öllu samningaferli um kjarnorkuáætlun landsins ef Bandaríkjamenn ganga ekki að skilmálum þeirra. Sex lönd sitja saman við samningaborð, þar á meðal Suður-Kórea, Japan og Kína. 23.10.2004 00:01 Hassan verði látin laus Stjórnvöld í Bretlandi og Írlandi hafa krafist þess að íraskir mannræningjar láti Margaret Hassan lausa. 23.10.2004 00:01 Kínverskt nautaat Ekkert naut drapst þegar fyrsta kínverska nautaatið að spænskum sið var haldið í Shanghai. Nokkur hundruð spenntir Kínverjar mættu á sýninguna, sem var haldin á fótboltavelli í úthverfi borgarinnar. 23.10.2004 00:01 Markvisst fjársvelti háskólanna Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segja að ríkisstjórnin hafi markvisst svelt ríkisháskólana til að undirbúa jarðveginn fyrir skólagjöld. Samfylkingin telur skólagjöld koma til greina í undantekningartilfellum. 23.10.2004 00:01 Lítil kjörsókn Kósovó-Serba Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í almennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minnihlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu. 23.10.2004 00:01 Jarðskjálfti skekur Japan Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór fellibylur varð 80 manns að bana. 23.10.2004 00:01 Aðkilnaður frá Serbíu líklegur Lýðræðislegar kosningar fóru í dag fram í Kósóvó. Allar líkur eru á að þær leiði að lokum til aðskilnaðar frá Serbíu. 23.10.2004 00:01 Endurskoða þarf friðarstarfið "Við látum nota okkur til að hreinsa upp eftir Bandaríkjamenn, þar sem þeir hafa farið sínu fram," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður og þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og telur endurspeglast í árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl að þjóðin sé orðin beinn þátttakandi í styrjöldum sem Bandaríkjamenn heyja. 23.10.2004 00:01 Halldór fordæmir árásina í Kabúl Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fordæmir árásina á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl. "Það er keppikefli Talíbana að koma í veg fyrir lýðræðislegar umbætur í Afganistan. Menn sjá hins vegar hve miklar framfarir hafa orðið þar og þann mikla mun sem er á ástandinu nú og þegar þeir voru við völd." 23.10.2004 00:01 Eldur í fjölbýli Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út laust fyrir klukkan 10 í gærmorgun vegna elds í fjölbýlishúsi við Þverbrekku 4 í Kópavogi. Minni hætta reyndist þó á ferðum en virtist í fyrstu, en reyk lagði upp úr þaki hússins. 23.10.2004 00:01 Menntun vanmetin "Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skuli vera," sagði Páll Skúlason háskólarektor við brautskráningu stúdenta frá Háskóla Íslands í gær. 23.10.2004 00:01 Bilun í sjálfvirkum símsvara Bilun í gagnagrunni Þjónustuvers Símans gerði það að verkum að frá því á föstudag áttu viðskiptavinir í miklum erfiðleikum með að ná í þjónustunúmerið 800 7000 og lá símsvörun niðri um tíma á föstudagskvöldið. Aðfaranótt laugardags var gert við til bráðabirgða þannig að hægt væri að sinna lágmarksþjónustu. 23.10.2004 00:01 Love Parade í Tel Aviv Dúndrandi tekknótónlist og taumlaus ást svifu yfir vötnum í Tel Aviv í Ísrael í gær þegar hin árlega ástarganga, eða Love Parade, fór fram. Þúsundir fáklæddra kroppa dilluðu sér glaðlega á götum borgarinnar. 23.10.2004 00:01 Íslendingar þurfa að gefa meira Um helgina var haldin á Þingvöllum ráðstefna Norræna samvinnuráðsins í málefnum fólks með þroskahömlun. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera framarlega í þróunaraðstoð en nú sé komið að Íslendingum að sýna samstöðu í verki. 23.10.2004 00:01 Verslun truflaði umferð Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum. 23.10.2004 00:01 Annir hjá Kópavogslöggunni Þrjú fíkniefnamál komu upp í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Lögregla stöðvaði annars vegar ökumann og hins vegar tvo gangandi vegfarendur í annarlegu ástandi. Fundust bæði hass og amfetamín við leit á viðkomandi einstaklingum. 23.10.2004 00:01 Telja systurina hafa verið drepna Systkini Birgittu Írisar Harðardóttur segja að hún hafi ekki sprautað sig sjálf með banvænum skammti eiturlyfja. Einhver annar hafi sprautaði efninu í Birgittu og drepið hana. Hún hafi aldrei sprautaði sig sjálf. Eiður Örn Ingvason, þrítugur Reykvíkingur, er ákærður fyrir að koma ekki til hjálpar þegar Birgitta lést 22 ára gömul. Nánar í DV í dag. 22.10.2004 00:01 Biskup blessar peningaprestinn Fyrirspurn frá séra Guðjóni Skarphéðinssoni á Snæfellsnesi um málefni peningaprestsins á Valþjófsstað kom róti á Kirkjuþing. Hendur biskups eru bundnar af lögum sem eru ekki í samræmi við breytta tíma. Séra Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað heldur því tæpum níu milljónum sem hún fékk frá Landsvirkjun í krafti embættis síns. Nánar í DV í dag. 22.10.2004 00:01 Vitað hverjir rændu málverkunum Lögreglan í Ósló veit hverjir rændu Ópinu og Madonnu, þekktustu málverkum Edvards Munch af safni hans í lok ágústmánaðar. Heimildarmenn <em>Aftenposten</em> í röðum lögreglunnar segja nú beðið eftir hentugu tækifæri til að grípa þjófana. 22.10.2004 00:01 Ókeypis leikskólavist frá áramótum Leikskólavist fyrir fimm ára börn verður ókeypis í Fjarðabyggð frá og með áramótum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar í gær. Þetta nær til fjögurra stunda leikskólavistar fyrri hluta dags. 22.10.2004 00:01 Félagi segir Annþór ganga of langt Máni Andersen, félagi handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar, segir Annþór hafa gengið of langt. Máni er vitni í máli þar sem Annþór er ákærður fyrir hrottalegar barsmíðar. <b><font face="Helv" color="#008080"></font></b> 22.10.2004 00:01 Sprengjusérfræðingur Hamas drepinn Ísraelskar hersveitir grönduðu einum helsta sprengjusérfræðingi Hamas-samtakanna, Adnan al-Ghoul, í gærkvöldi. Al-Ghoul er næst æðsti maður hernaðarvængs samtakanna og hefur verið á lista Ísraelsmanna yfir skotmörk frá því árið 1987. 22.10.2004 00:01 Rafmagnslaust í Hlíðahverfi í gær Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í Hlíðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi vegna bilunar í háspennustrengs. Meðal annars varð rafmagnslaust í Perlunni og rafmagn fór af umferðarljósunum á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar og þurftu lögreglumenn að handstýra umferð um gatnamótin þar til rafmagn komst aftur á. 22.10.2004 00:01 Clinton næsti framkvæmdastjóri Sþ? Verður Bill Clinton framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar Kofi Annan lætur af embættinu árið 2006? Clinton er sagður áhugasamur en George Bush gæti reynst honum þrándur í götu. 22.10.2004 00:01 Fjórir stútar teknir í nótt Fjórir ölvaðir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og einn fyrir að aka réttindalaus eftir að hafa verið sviptur þeim. Þá voru þrír sektaðir fyrir að vera með útrunnin ökuskírteini og nokkrir fyrir að hafa gleymt þeim heima. 22.10.2004 00:01 Noregskonungur neitar sögusögnum Í hinum árlega hallarkvöldverði sem Haraldur Noregskonungur býður þingmönnum og eiginkonum þeirra til ræddi kóngurinn nýútkomna bók þar sem uppruni Ólafs heitins Noregskonungs, föður Haraldar, er dreginn í efa. Konungurinn sagði að hann og fjölskylda hans hefðu tekið mjög nærri sér umræðuna um faðerni Ólafs konungs. 22.10.2004 00:01 Deilendur kallaðir á fund Halldórs Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að kalla fulltrúa deilenda í kennaradeilunni á fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á mánudag. 22.10.2004 00:01 Ekið á tvö lömb Bíl var ekið á tvö lömb skammt frá Borgarnesi í gærkvöldi og drapst annað þeirra strax en aflífa þurfti hitt. Bíllinn skemmdist eitthvað en var ökufær eftir. 22.10.2004 00:01 Jón Ólafsson greiði 300m í skatt Ríkisskattstjóri hefur úrskurðað að Jón Ólafsson þurfi að greiða rúmar 300 milljónir í viðbótarskatt vegna skattrannsóknar auk þeirra 97 milljóna sem hann hefur þegar greitt. </font /></b /> 22.10.2004 00:01 Gigtsjúkir ísbirnir aflífaðir Elsta ísbjarnapar Evrópu hefur verið aflífað í dýragarðinum í Kaupmannahöfn en bæði dýrin voru sárþjáð af gigt. Birnirnir voru þrjátíu og fjögurra og þrjátíu og fimm ára gamlir en algengt er að ísbirnir nái 20-25 ára aldri. 22.10.2004 00:01 Teknir á 164 kílómetra hraða Tveir ungir ökumenn voru mældir á 164 kílómetra hraða á Laugarvatnsveginum í gær og svifti Selfosslögreglan þá ökuréttindum á staðnum. Þeir voru í kappakstri og voru stöðvaðir rétt neðan við Laugarvatn. Þeirra bíður nú sektir upp á tugi þúsunda króna. 22.10.2004 00:01 Hindra óæskilega hópamyndun Reykjavíkurborg hefur skipulagt vaktir í hverfum borgarinnar þessa vikuna til að ná sambandi við unglinga og koma í veg fyrir óæskilega hópamyndun í kennaraverkfallinu. Þetta kemur í kjölfar ákvörðunar forvarnarnefndar Reykjavíkurborgar sem hefur veitt 750 þúsund krónur til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum kennaraverkfalls á ungt fólk. 22.10.2004 00:01 Tveir síbrotamenn dæmdir Tveir síbrotamenn voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fangelsisvistar og er hvorugur dómurinn skilorðsbundinn. 22.10.2004 00:01 Enginn mælanlegur munur Enginn mælanlegur munur er á fylgi George Bush og Johns Kerrys samkvæmt nýjustu könnunum. Frambjóðendurnir endasendast nú landshluta á milli í von um að heilla óákveðna kjósendur. 22.10.2004 00:01 Ekki óskað gæsluvarðhalds Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. 22.10.2004 00:01 Ekki verið rætt um lög Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudaginn. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. 22.10.2004 00:01 Lán upp á 13,2 milljarða uppgreidd Landsmenn hafa greitt upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 13,2 milljarða síðan bankarnir kynntu ný húsnæðislán sín. Þetta samsvarar þriggja mánaða útlánum sjóðsins. 22.10.2004 00:01 Þjóðarblómið tilkynnt í dag Það verður holtasóley, blóðberg eða gleym-mér-ei sem verður þjóðarblóm Íslendinga. Úrslitin verða tilkynnt í dag klukkan hálf fjögur. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 22.10.2004 00:01 Legoland-garðarnir seldir? Einn af aðaleigendum Lego er hættur sem framkvæmdastjóri leikfangafyrirtækisins eftir að áætlanir um að rétta af rekstur þess mistókust. Meira tapi er spáð í árslok en raunin varð í fyrra og kemur til greina að selja Legoland-skemmtigarðana. 22.10.2004 00:01 Áhyggjur vegna skattalækkana Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar að því er fram kemur í ályktun fundar stjórnar félagsins í gær. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar dregur í efa þá fyllyrðingu að nú sé svigrúm til skattalækkana. 22.10.2004 00:01 Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu. 22.10.2004 00:01 Rússar samþykkja Kyoto-bókunina Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í dag Kyoto-bókunina um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Bókunin á enn eftir að fara gegnum efri deild þingsins en það leiðir til þess að hún tekur gildi um allan heim þar sem 55% þeirra þjóða sem menga mest hafa þá samþykkt hana. 22.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Særðir eftir sprengjuárás Tveir Íslendingar liggja á sjúkrahúsi eftir sprengjuárás í miðborg Kabúl í gær. "Við teljum að maður hafi hent til okkar fjórum handsprengjum og þar af hafi þrjár sprungið," segir Hallgrímur Sigurðsson, starfsmaður íslensku friðargæslunnar og yfirmaður flugvallarins í Kabúl. 23.10.2004 00:01
Kennarar í verkfalli í námsferð Kennarar Ingunnarskóla leggja næsta föstudag í sex daga námsferð til Bandaríkjanna þrátt fyrir kennaraverkfall. Þeir segjast hafa blessun Kennarasambandsins til fararinnar. 23.10.2004 00:01
Skyr.is drykkurinn víða uppseldur Baldur Jónsson, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, segir sölu á skyr.is drykknum hafa farið af stað með miklum hvelli og dykkurinn hefur slegið út aðrar vörur fyrirtækisins hvað viðkemur góðum viðtökum. Ekki hefur tekist að anna eftirspurn sem er langt umfram áætlanir og er drykkurinn víða uppseldur í verslunum. 23.10.2004 00:01
Samningaferlið í uppnámi Norður-Kóreumenn hóta að rifta með öllu samningaferli um kjarnorkuáætlun landsins ef Bandaríkjamenn ganga ekki að skilmálum þeirra. Sex lönd sitja saman við samningaborð, þar á meðal Suður-Kórea, Japan og Kína. 23.10.2004 00:01
Hassan verði látin laus Stjórnvöld í Bretlandi og Írlandi hafa krafist þess að íraskir mannræningjar láti Margaret Hassan lausa. 23.10.2004 00:01
Kínverskt nautaat Ekkert naut drapst þegar fyrsta kínverska nautaatið að spænskum sið var haldið í Shanghai. Nokkur hundruð spenntir Kínverjar mættu á sýninguna, sem var haldin á fótboltavelli í úthverfi borgarinnar. 23.10.2004 00:01
Markvisst fjársvelti háskólanna Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segja að ríkisstjórnin hafi markvisst svelt ríkisháskólana til að undirbúa jarðveginn fyrir skólagjöld. Samfylkingin telur skólagjöld koma til greina í undantekningartilfellum. 23.10.2004 00:01
Lítil kjörsókn Kósovó-Serba Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í almennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minnihlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu. 23.10.2004 00:01
Jarðskjálfti skekur Japan Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór fellibylur varð 80 manns að bana. 23.10.2004 00:01
Aðkilnaður frá Serbíu líklegur Lýðræðislegar kosningar fóru í dag fram í Kósóvó. Allar líkur eru á að þær leiði að lokum til aðskilnaðar frá Serbíu. 23.10.2004 00:01
Endurskoða þarf friðarstarfið "Við látum nota okkur til að hreinsa upp eftir Bandaríkjamenn, þar sem þeir hafa farið sínu fram," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður og þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og telur endurspeglast í árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl að þjóðin sé orðin beinn þátttakandi í styrjöldum sem Bandaríkjamenn heyja. 23.10.2004 00:01
Halldór fordæmir árásina í Kabúl Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fordæmir árásina á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl. "Það er keppikefli Talíbana að koma í veg fyrir lýðræðislegar umbætur í Afganistan. Menn sjá hins vegar hve miklar framfarir hafa orðið þar og þann mikla mun sem er á ástandinu nú og þegar þeir voru við völd." 23.10.2004 00:01
Eldur í fjölbýli Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út laust fyrir klukkan 10 í gærmorgun vegna elds í fjölbýlishúsi við Þverbrekku 4 í Kópavogi. Minni hætta reyndist þó á ferðum en virtist í fyrstu, en reyk lagði upp úr þaki hússins. 23.10.2004 00:01
Menntun vanmetin "Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skuli vera," sagði Páll Skúlason háskólarektor við brautskráningu stúdenta frá Háskóla Íslands í gær. 23.10.2004 00:01
Bilun í sjálfvirkum símsvara Bilun í gagnagrunni Þjónustuvers Símans gerði það að verkum að frá því á föstudag áttu viðskiptavinir í miklum erfiðleikum með að ná í þjónustunúmerið 800 7000 og lá símsvörun niðri um tíma á föstudagskvöldið. Aðfaranótt laugardags var gert við til bráðabirgða þannig að hægt væri að sinna lágmarksþjónustu. 23.10.2004 00:01
Love Parade í Tel Aviv Dúndrandi tekknótónlist og taumlaus ást svifu yfir vötnum í Tel Aviv í Ísrael í gær þegar hin árlega ástarganga, eða Love Parade, fór fram. Þúsundir fáklæddra kroppa dilluðu sér glaðlega á götum borgarinnar. 23.10.2004 00:01
Íslendingar þurfa að gefa meira Um helgina var haldin á Þingvöllum ráðstefna Norræna samvinnuráðsins í málefnum fólks með þroskahömlun. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera framarlega í þróunaraðstoð en nú sé komið að Íslendingum að sýna samstöðu í verki. 23.10.2004 00:01
Verslun truflaði umferð Það jaðraði við umferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum. 23.10.2004 00:01
Annir hjá Kópavogslöggunni Þrjú fíkniefnamál komu upp í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Lögregla stöðvaði annars vegar ökumann og hins vegar tvo gangandi vegfarendur í annarlegu ástandi. Fundust bæði hass og amfetamín við leit á viðkomandi einstaklingum. 23.10.2004 00:01
Telja systurina hafa verið drepna Systkini Birgittu Írisar Harðardóttur segja að hún hafi ekki sprautað sig sjálf með banvænum skammti eiturlyfja. Einhver annar hafi sprautaði efninu í Birgittu og drepið hana. Hún hafi aldrei sprautaði sig sjálf. Eiður Örn Ingvason, þrítugur Reykvíkingur, er ákærður fyrir að koma ekki til hjálpar þegar Birgitta lést 22 ára gömul. Nánar í DV í dag. 22.10.2004 00:01
Biskup blessar peningaprestinn Fyrirspurn frá séra Guðjóni Skarphéðinssoni á Snæfellsnesi um málefni peningaprestsins á Valþjófsstað kom róti á Kirkjuþing. Hendur biskups eru bundnar af lögum sem eru ekki í samræmi við breytta tíma. Séra Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað heldur því tæpum níu milljónum sem hún fékk frá Landsvirkjun í krafti embættis síns. Nánar í DV í dag. 22.10.2004 00:01
Vitað hverjir rændu málverkunum Lögreglan í Ósló veit hverjir rændu Ópinu og Madonnu, þekktustu málverkum Edvards Munch af safni hans í lok ágústmánaðar. Heimildarmenn <em>Aftenposten</em> í röðum lögreglunnar segja nú beðið eftir hentugu tækifæri til að grípa þjófana. 22.10.2004 00:01
Ókeypis leikskólavist frá áramótum Leikskólavist fyrir fimm ára börn verður ókeypis í Fjarðabyggð frá og með áramótum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar í gær. Þetta nær til fjögurra stunda leikskólavistar fyrri hluta dags. 22.10.2004 00:01
Félagi segir Annþór ganga of langt Máni Andersen, félagi handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar, segir Annþór hafa gengið of langt. Máni er vitni í máli þar sem Annþór er ákærður fyrir hrottalegar barsmíðar. <b><font face="Helv" color="#008080"></font></b> 22.10.2004 00:01
Sprengjusérfræðingur Hamas drepinn Ísraelskar hersveitir grönduðu einum helsta sprengjusérfræðingi Hamas-samtakanna, Adnan al-Ghoul, í gærkvöldi. Al-Ghoul er næst æðsti maður hernaðarvængs samtakanna og hefur verið á lista Ísraelsmanna yfir skotmörk frá því árið 1987. 22.10.2004 00:01
Rafmagnslaust í Hlíðahverfi í gær Rafmagnslaust varð í um það bil klukkustund í Hlíðahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi vegna bilunar í háspennustrengs. Meðal annars varð rafmagnslaust í Perlunni og rafmagn fór af umferðarljósunum á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar og þurftu lögreglumenn að handstýra umferð um gatnamótin þar til rafmagn komst aftur á. 22.10.2004 00:01
Clinton næsti framkvæmdastjóri Sþ? Verður Bill Clinton framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar Kofi Annan lætur af embættinu árið 2006? Clinton er sagður áhugasamur en George Bush gæti reynst honum þrándur í götu. 22.10.2004 00:01
Fjórir stútar teknir í nótt Fjórir ölvaðir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og einn fyrir að aka réttindalaus eftir að hafa verið sviptur þeim. Þá voru þrír sektaðir fyrir að vera með útrunnin ökuskírteini og nokkrir fyrir að hafa gleymt þeim heima. 22.10.2004 00:01
Noregskonungur neitar sögusögnum Í hinum árlega hallarkvöldverði sem Haraldur Noregskonungur býður þingmönnum og eiginkonum þeirra til ræddi kóngurinn nýútkomna bók þar sem uppruni Ólafs heitins Noregskonungs, föður Haraldar, er dreginn í efa. Konungurinn sagði að hann og fjölskylda hans hefðu tekið mjög nærri sér umræðuna um faðerni Ólafs konungs. 22.10.2004 00:01
Deilendur kallaðir á fund Halldórs Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að kalla fulltrúa deilenda í kennaradeilunni á fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á mánudag. 22.10.2004 00:01
Ekið á tvö lömb Bíl var ekið á tvö lömb skammt frá Borgarnesi í gærkvöldi og drapst annað þeirra strax en aflífa þurfti hitt. Bíllinn skemmdist eitthvað en var ökufær eftir. 22.10.2004 00:01
Jón Ólafsson greiði 300m í skatt Ríkisskattstjóri hefur úrskurðað að Jón Ólafsson þurfi að greiða rúmar 300 milljónir í viðbótarskatt vegna skattrannsóknar auk þeirra 97 milljóna sem hann hefur þegar greitt. </font /></b /> 22.10.2004 00:01
Gigtsjúkir ísbirnir aflífaðir Elsta ísbjarnapar Evrópu hefur verið aflífað í dýragarðinum í Kaupmannahöfn en bæði dýrin voru sárþjáð af gigt. Birnirnir voru þrjátíu og fjögurra og þrjátíu og fimm ára gamlir en algengt er að ísbirnir nái 20-25 ára aldri. 22.10.2004 00:01
Teknir á 164 kílómetra hraða Tveir ungir ökumenn voru mældir á 164 kílómetra hraða á Laugarvatnsveginum í gær og svifti Selfosslögreglan þá ökuréttindum á staðnum. Þeir voru í kappakstri og voru stöðvaðir rétt neðan við Laugarvatn. Þeirra bíður nú sektir upp á tugi þúsunda króna. 22.10.2004 00:01
Hindra óæskilega hópamyndun Reykjavíkurborg hefur skipulagt vaktir í hverfum borgarinnar þessa vikuna til að ná sambandi við unglinga og koma í veg fyrir óæskilega hópamyndun í kennaraverkfallinu. Þetta kemur í kjölfar ákvörðunar forvarnarnefndar Reykjavíkurborgar sem hefur veitt 750 þúsund krónur til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum kennaraverkfalls á ungt fólk. 22.10.2004 00:01
Tveir síbrotamenn dæmdir Tveir síbrotamenn voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fangelsisvistar og er hvorugur dómurinn skilorðsbundinn. 22.10.2004 00:01
Enginn mælanlegur munur Enginn mælanlegur munur er á fylgi George Bush og Johns Kerrys samkvæmt nýjustu könnunum. Frambjóðendurnir endasendast nú landshluta á milli í von um að heilla óákveðna kjósendur. 22.10.2004 00:01
Ekki óskað gæsluvarðhalds Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. 22.10.2004 00:01
Ekki verið rætt um lög Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudaginn. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. 22.10.2004 00:01
Lán upp á 13,2 milljarða uppgreidd Landsmenn hafa greitt upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 13,2 milljarða síðan bankarnir kynntu ný húsnæðislán sín. Þetta samsvarar þriggja mánaða útlánum sjóðsins. 22.10.2004 00:01
Þjóðarblómið tilkynnt í dag Það verður holtasóley, blóðberg eða gleym-mér-ei sem verður þjóðarblóm Íslendinga. Úrslitin verða tilkynnt í dag klukkan hálf fjögur. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 22.10.2004 00:01
Legoland-garðarnir seldir? Einn af aðaleigendum Lego er hættur sem framkvæmdastjóri leikfangafyrirtækisins eftir að áætlanir um að rétta af rekstur þess mistókust. Meira tapi er spáð í árslok en raunin varð í fyrra og kemur til greina að selja Legoland-skemmtigarðana. 22.10.2004 00:01
Áhyggjur vegna skattalækkana Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar að því er fram kemur í ályktun fundar stjórnar félagsins í gær. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar dregur í efa þá fyllyrðingu að nú sé svigrúm til skattalækkana. 22.10.2004 00:01
Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu. 22.10.2004 00:01
Rússar samþykkja Kyoto-bókunina Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í dag Kyoto-bókunina um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Bókunin á enn eftir að fara gegnum efri deild þingsins en það leiðir til þess að hún tekur gildi um allan heim þar sem 55% þeirra þjóða sem menga mest hafa þá samþykkt hana. 22.10.2004 00:01