Innlent

Skyr.is drykkurinn víða uppseldur

Baldur Jónsson, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, segir sölu á skyr.is drykknum hafa farið af stað með miklum hvelli og dykkurinn hefur slegið út aðrar vörur fyrirtækisins hvað viðkemur góðum viðtökum. Ekki hefur tekist að anna eftirspurn sem er langt umfram áætlanir og er drykkurinn víða uppseldur í verslunum. Ástæðuna fyrir viðtökunum segir Baldur vera vel heppnaða vöru auk þægilegra umbúða og að dykkurinn sé afurð beint frá skyr.is sem hefur veirð gríðarlega vinsælt. Nú í byrjun vikunnar stefnir í að umbúðir undir dykkinn klárist en í síðustu viku var bilið brúað með því að fljúga með umbúðirnar til landsins frá Hollandi. Baldur segir umbúir vinsælla vörutegunda vera framleiddar á Íslandi en áður en áður en vinsældir koma í ljós eru umbúðirnar framleiddar í útlöndum. Reykjalundur framleiðir fjölda umbúða fyrir Mjólkursamsöluna og má búast við að umbúðir fyrir nýja drykkinn verði framleiddar þar innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×