Fleiri fréttir

Uppsagnir flugfreyja afturkallaðar

Iceland Express hefur dregið uppsagnir allra flugfreyja hjá félaginu til baka eftir að samningar tókust. Samningar áttu að renna út við lok mánaðarins. Um fjörutíu flugfreyjur vinna hjá félaginu.

Ingibjörg Sólrún tekur frumkvæðið

Varaformaður Samfylkingarinnar hefur í þessari viku tekið pólitískt frumkvæði og snúið aftur í stjórnmálinn við stjórnvöl framtíðarhópsins. Sá hópur hannar nú stefnuna sem samþykkt verður á sama landsfundi og kýs á milli Ingibjargar og Össurar

Stjórnleysi í útgáfu leyfa

Einungis 40 prósent starfandi fiskeldisstöðva eru með rekstrarleyfi og af 83 starfandi stöðvum virðast aðeins 70 vera með starfsleyfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Valdimars Inga Gunnarssonar um stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi. 

Sex milljarða tekjur árið 2007

Óraunhæft er að spá stýrihóps um aukið verðmæti sjávarfangs nái fram að ganga Samkvæmt spánni var gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti fiskeldis yrðu komin upp í 36 milljarða króna árið 2012. Í fyrra nam útflutningsverðmætið 1,5 milljarði króna.

Ekkert vandamál

Það er ekki stefnt að því að eitt fagráðuneyti hafi yfirumsjón með útgáfu leyfa til fiskeldis, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.

Kópavogur braut eigin reglur

Kópavogsbær úthlutaði tveggja mánaða gömlu fyrirtæki byggingarétti fyrir fjölbýlishús. Fyrirtækið var selt hæstbjóðanda. Eigendur högnuðust um tugmilljónir og eru verktakar ósáttir með vinnubrögð bæjarins.

Harður árekstur á Vesturlandsvegi

Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan fimm. Lögregla og sjúkralið eru nýkomin á vettvang og ekki nánari fregnir að hafa.

Ákærður fyrir manndrápstilraun

Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður, sem hjó til annars með öxi á veitingastað í Hafnarfirði fyrir skömmu, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn, sem mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp, hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldi og fíkniefnabrot.

Húsleit og handtökur

Þrír menn voru handteknir eftir húsleit á Ólafsfirði í gær. Tveir mannanna eru grunaðir um innbrot í leikskóla bæjarins en þeim þriðja var sleppt fljótlega eftir handtökuna.

Bandaríkjamenn eiga samúð mína

"Bandaríkjamenn eiga alla mína samúð að hafa kosið yfir sig þennan Bush," segir Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, er hún er spurð um afstöðu sína til bandaríkjaforseta og forsetakosninganna sem framundan eru í Bandaríkjunum.

Dæmdur í þriggja ára fangelsi

Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Samkeppnisstofnun gagnrýnd

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna þriggja vegna meins samráðs hafi ekki við rök að styðjast. Forstöðumaður segist undrandi á skorti á rökstuðningi Samkeppnisstofnunar. Útreikningar hafa áhrif á hugsanlegar sektir. </font /></b />

Verð sjávarafurða hækkar

Verð sjávarafurða var hærra í september en í ágúst síðastliðnum samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofan birti í morgun. Verð sjávarfurða reiknað í íslenskum krónum hækkaði um tæpt eitt prósent á tímabilinu, þrátt fyrir sterkari krónu í september í ár en á sama tíma í fyrra. Frá þessu greinir í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans.

Byssumaður sagður hættulaus

Nítján ára piltur sem strauk úr fangelsi í vikunni og sagður var hættulaus hefur verið ákærður fyrir rán í Hringbrautarapótek sem hann framdi vopnaður skammbyssu. Hann er líka ákærður fyrir að hafa lagt haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og kom hann í héraðsdóm í óvenju mikilli gæslu.

Næg bílastæði

Nýtt kirkjuhús Íslensku Kristskirkjunnar að Fossaleyni í Grafarvogi verður vígt á morgun, sunnudag.

Fréttamenn til hliðar

Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, hefur ákveðið að stjórnarmenn í Félagi fréttamanna skuli ekki fjalla um kennaradeiluna í fréttum. Þessi ákvörðun er tekin eftir að stjórn Félags fréttamanna ákvað að veita verkfallssjóði Kennarasambands Íslands 220 þúsund króna styrk.

Ofbeldi handrukkara orðum aukið

Lögreglan og bráðamóttakan segja að meint ofbeldi handrukkara í íslenskum samtíma sé orðum aukið. Dæmi séu um hótanir og ógnanir en sem betur fer lítið um efndir. Sögusögnum sé komið á kreik og viðhaldið til að skapa ótta. </font /></b />

15 prósenta launahækkun hafnað

Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni.

Rannsókn á húsbroti lokið

Rannsókn á húsbroti þriggja manna á ritstjórn DV er lokið. Í dag voru teknar skýrslur af vitnum sem voru hátt í tuttugu talsins. Fréttastjóri blaðsins hefur lagt fram kæru um líkamsárás en hann var tekinn kverkataki þegar þremeningarnir ruddust inn á blaðið og vildu ræða við ritstjóra. Málið verður sent ríkissaksóknara á mánudag.

Kom henni ekki undir læknishendur

Ríkissaksóknari hefur ákært þrítugan karlmann fyrir brot gegn lífi og líkama þegar hann lét fyrir farast að koma liðlega tvítugri konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega vegna fíkniefnaneyslu. Þetta gerðist í ágúst á síðasta ári í húsi við Lindargötu í Reykjavík og lést konan af völdum banvænnar kókaín- og e-töflueitrunar.

78 ára í framboði

Skúli Einarsson verður að líkindum næsti formaður Matsveinafélags Íslands. Hann er kominn fast að áttræðu og lofar að láta ferska vinda blása um félagið verði hann kjörinn. Skúli var matsveinn á skipum í rúm fimmtíu ár og hefur komið í flestar hafnir. Hann var þó alltaf einnar konu maður. </font /></b />

Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum?

Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. 

Eggjandi apótek

Breski lyfjaverslanarisinn Boots hefur ákveðið að bregðast við minnkandi hagnaði með því að selja kynlífsleikföng í verslunum sínum sem eru yfir 1.400 talsins.

Naglarnir óþarfir

Margir ökumenn brugðust skjótt við í kuldakastinu sem gerði í vikunni og létu setja vetrardekk undir bíla sína. Lögum samkvæmt má ekki aka á negldum dekkjum fyrr en eftir 1. nóvember en lögreglan segist ekki munu bregðast við naglaglamri þótt hálka í höfuðborginni sé á bak og burt.

Formið mikilvægt fyrir sæðisstuðul

Karlmenn sem eru of feitir eða of grannir eiga erfiðara með að geta börn en karlmenn í góðu formi. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar sem tók til 1.558 ungra karlmanna í Álaborg í Danmörku og Amsterdam í Hollandi.

EasyJet flýgur ekki til Íslands

Flugleiðir keyptu síðdegis 8,4 prósenta hlut í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet. Flugleiðamenn eiga ekki von á að easyJet hefji flug hingað til lands þrátt fyrir þetta.

Ungt fólk getur tryggt Kerry sigur

John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósendanna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár líkt og búist er við.

Setja fé í friðargæslu

Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja friðargæslustarf Afríkuríkja í Darfur með fjárframlagi að andvirði rúmra átta milljarða króna. Framlagið nemur um helmingi þeirrar upphæðar sem talið er að það kosti að fjölga friðargæsluliðum í Darfur í Súdan úr 390 í rúmlega þrjú þúsund.

Taka minna tóbak með frá útlöndum

Danir flytja mun minna tóbak og áfengi með sér þegar þeir koma heim frá útlöndum en þeir gerðu áður. Breytingin fylgir í kjölfar þess að dönsk stjórnvöld lækkuðu skatta á áfengi og tóbak til að sporna við ferðum Dana til Þýskalands til að birgja sig upp af þessum vörum.

Ég vil ekki deyja eins og Bigley

"Hjálpið mér, hjálpið mér. Þetta gætu verið síðustu klukkustundir mínar. Vinsamlegast hjálpið mér," sagði Margaret Hassan grátandi á myndbandi sem komið var til al-Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar. Hassan er stjórnandi CARE hjálparsamtakanna og var hneppt í gíslingu á dögunum.

Bauð Brown stól forsætisráðherra

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bauð Gordon Brown fjármálaráðherra forsætisráðherrastólinn ef hann tryggði að Bretar tækju upp evruna. Þessu heldur Clare Short, fyrrum ráðherra í stjórn Blair, fram í nýjum endurminningum sínum, An Honorable Deception sem þýða mætti sem Heiðvirða blekkingu á íslensku.

Þúsundir vilja út í geim

Sjö þúsund manns hafa lýst sig reiðubúna til að greiða andvirði fimmtán milljónir króna fyrir að fljúga út í geiminn með Virgin að sögn aðaleigandans, Richards Branson. "Við erum afar ánægð því þetta þýðir að sú áhætta sem við tókum virðist ætla að borga sig," sagði hann.

Þvers og kruss í félagsmálum

Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry hafi deilt hvað harðast um stríðið í Írak og atvinnumál kemur munurinn á þeim einna best í ljós þegar litið er til afstöðu þeirra til ýmissa félags- og réttlætismála.

Grípa hefði átt inn í strax

Félagsmálastjórinn í Reykjavík segir að grípa hefði átt inn í kennaraverkfallið strax og að það sé á sameiginlegri ábyrgð ríkisstjórnar, sveitarfélaga og samfélagsins alls. Það yrði ekki látið viðgangast í siðmenntuðum löndum að börn væru án kennslu svo vikum skipti.

Grátbiður um hjálp

Margaret Hassan, sem situr í haldi mannræningja í Írak, grátbiður bresk stjórnvöld að kalla hersveitir sínar heim frá Írak á myndbandsupptöku sem arabísk sjónvarpsstöð sýndi í dag.

Ótrúlegar aðferðir handrukkara

Móðir Thelmu Gígju Kristjánsdóttur, sem fyrirfór sér 20. ágúst síðastliðinn, lýsir því í helgarviðtali DV hvernig handrukkarar hröktu hana í opinn dauðann vegna fíkniefnarskuldar sambýlismanns Thelmu.

Deilendur á fund forsætisráðherra

Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. 

Bush stendur höllum fæti

Bush Bandaríkjaforseti stendur höllum fæti í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum, þó að fylgi þeirra Kerrys sé því sem næst jafnt á landsvísu. Þetta er mat sérfræðings AP-fréttastofunnar.

Ný stjórn Skjás eins

Orri Hauksson, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs Símans, var kjörinn formaður stjórnar Skjás eins á hluthafafundi félagsins í gær. Orri hefur MBA-gráðu frá Harvard - háskóla og starfaði sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á árunum 1997 til 2000. Aðrir sem kosnir voru í stjórn Skjás eins eru Gunnar J. Birgisson, Páll Ásgrímsson, Örn Guðmundsson og Sigfús Ingimundarson.

Uppsögn dregin til baka

Iceland Express hefur dregið til baka uppsagnir 34 flugliða félagsins. Uppsagnirnar áttu að taka gildi um næstu mánaðamót. Flugfreyjufélag Íslands og Iceland Express eiga nú í viðræðum um nýjan kjarasamning fyrir flugfreyjur og flugþjóna félagsins. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að viðræðunum hafi miðað vel og því hafi uppsagnirnar verið dregnar til baka.

Nýtt rannsóknar- og nýsköpunarhús

Nýtt rannsóknar- og nýsköpunarhús var tekið í notkun á Akureyri í gær. Húsið er 5.500 fermetrar að stærð og á sjö hæðum. Margar stofnanir koma til með að hafa aðstöðu í húsinu. Þar á meðal Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafrannsóknastofnunin, Veðurstofa Íslands og Rannsóknarstofnun og aðalskrifstofa Háskólans á Akureyri.

Fyrirtæki hugsa sér til hreyfings

Það er að skapast mikil hætta á því að íslensk iðnaðar- og hátæknifyrirtæki flytji starfsemi sína til útlanda. Þetta er mat Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka iðnaðarins. "Ég er bara að benda á hættuna því þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar," segir Vilmundur. "Dönsk og bresk hátæknifyrirtæki flytjast í nokkrum mæli til Indlans þar sem þau fá vel menntað en ódýrt starfsfólk. Íslensk fyrirtæki kunna að fara sömu leið."

Skipin bundin við bryggju

Öll fjögur rækjuveiðiskip Íshafs á Húsavík liggja bundin við bryggju. Því veldur aflaleysi og hátt verð á olíu. Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir skipin hafa veitt minna af rækju en gert hafi verið ráð fyrir þegar þau hófu veiðar á síðasta ári. Hann vonast til þess að veiðar verði hafnar að nýju eftir áramót. Á meðan sé rækjuvinnslu Íshafs haldið gangandi með aðkeyptri rækju sem veiðist á Flæmska hattinum.

Sjá næstu 50 fréttir