Markvisst fjársvelti háskólanna 23. október 2004 00:01 Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segja að ríkisstjórnin hafi markvisst svelt ríkisháskólana til að undirbúa jarðveginn fyrir skólagjöld. Samfylkingin telur skólagjöld koma til greina í undantekningartilfellum. Menntamálaráðherra skoðar nú að leggja fram frumvarp um að leyfa ríkisháskólum að innheimta skólagjöld af nemendum í framhaldsnámi. Málið er komið skammt á veg og endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Margrét Sverrisdóttir segir að ríkisháskólarnir eigi að vera öryggisventill svo allir hafi jafnan rétt til náms. Hún segir að fólk sé farið að ljá skólagjaldapólitík Sjálfstæðisflokksins eyra eftir að ríkisskólarnir hafi markvisst verið sveltir. Frjálslyndi flokkurinn vari við því, þó svo þeir styðji einkaframtak. Þeir eru nefnilega á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kolbrún Halldórsdóttir segir að jarðvegurinn undir skólagjöld hafi verið undirbúinn með því að ýta undir ríkisstyrkta einkaskóla. Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hafi haft þar mikla þýðingu. Með því hafi verið ákveðið að ákveðnar greinar í tækninámi á háskólastigi standi fólki ekki til boða, nema gegn greiðslu hárra skólagjalda. Þetta er forkastanlegt og með þessu hefur verið brotið blað segir Kolbrún. Efnaminna fólk og konur fara nú að hugsa sig tvisvar um hvort það fari í háskólanám. Samfylkingin hefur sagt að það komi til greina að skoða gjaldtöku af nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist almennt séð lítast illa á skólagjaldavæðingu sjálfstæðismanna á háskóalstiginu en finnst gjaldtaka koma til greina í ákveðnum tegundum framhaldsnáms að uppfylltum vissum skilyrðum. Það þurfi hins vegar að skoða heildarfjármögnun háskólastigsins til framtíðar í þessu sambandi. Björgvin segir ríkisháskólana hafa verið fjársvelta út í horn og því séu skólagjöld komin í umræðuna. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segja að ríkisstjórnin hafi markvisst svelt ríkisháskólana til að undirbúa jarðveginn fyrir skólagjöld. Samfylkingin telur skólagjöld koma til greina í undantekningartilfellum. Menntamálaráðherra skoðar nú að leggja fram frumvarp um að leyfa ríkisháskólum að innheimta skólagjöld af nemendum í framhaldsnámi. Málið er komið skammt á veg og endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Margrét Sverrisdóttir segir að ríkisháskólarnir eigi að vera öryggisventill svo allir hafi jafnan rétt til náms. Hún segir að fólk sé farið að ljá skólagjaldapólitík Sjálfstæðisflokksins eyra eftir að ríkisskólarnir hafi markvisst verið sveltir. Frjálslyndi flokkurinn vari við því, þó svo þeir styðji einkaframtak. Þeir eru nefnilega á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Kolbrún Halldórsdóttir segir að jarðvegurinn undir skólagjöld hafi verið undirbúinn með því að ýta undir ríkisstyrkta einkaskóla. Sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hafi haft þar mikla þýðingu. Með því hafi verið ákveðið að ákveðnar greinar í tækninámi á háskólastigi standi fólki ekki til boða, nema gegn greiðslu hárra skólagjalda. Þetta er forkastanlegt og með þessu hefur verið brotið blað segir Kolbrún. Efnaminna fólk og konur fara nú að hugsa sig tvisvar um hvort það fari í háskólanám. Samfylkingin hefur sagt að það komi til greina að skoða gjaldtöku af nemendum í framhaldsnámi á háskólastigi. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist almennt séð lítast illa á skólagjaldavæðingu sjálfstæðismanna á háskóalstiginu en finnst gjaldtaka koma til greina í ákveðnum tegundum framhaldsnáms að uppfylltum vissum skilyrðum. Það þurfi hins vegar að skoða heildarfjármögnun háskólastigsins til framtíðar í þessu sambandi. Björgvin segir ríkisháskólana hafa verið fjársvelta út í horn og því séu skólagjöld komin í umræðuna.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira