Innlent

Halldór fordæmir árásina í Kabúl

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fordæmir árásina á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl. "Það er keppikefli Talíbana að koma í veg fyrir lýðræðislegar umbætur í Afganistan. Menn sjá hins vegar hve miklar framfarir hafa orðið þar og þann mikla mun sem er á ástandinu nú og þegar þeir voru við völd." Halldór segir að Íslendingar hafi gert sér grein fyrir því að ástandið væri ótryggt og gert sér ljósa áhættuna þegar þeir tóku við stjórn flugvallarins. "Ég tel hins vegar að það sé skylda Vesturlanda að snúa ekki bakinu við þjóðum vegna þess að ástandið sé ótryggt. Þetta hefur enga áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi þátttöku í verkefninu í Kabúl. Það verður þó að sjálfsögðu farið yfir málið með þeim þjóðum sem við eigum samstarf við í framhaldinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×