Fleiri fréttir

Leita út fyrir landið til æfinga

Miklar tafir á undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Grikklandi hafa komið illa niður á grískum íþróttamönnum að sögn háttsetts embættismanns þar í landi. Margir íþróttamenn hafa verið útilokaðir frá íþróttaleikvöngum og íþróttahúsum síðustu ár vegna byggingaframkvæmda.

Arafat rekur frænda sinn

Yasser Arafat neyddist í dag til að reka frænda sinn, Moussa Arafat, sem yfirmann öryggismála í Palestínu, en hann var skipaður í starfið á laugardaginn. Arafat vakti mikla reiði með því að skipa frænda sinn í stöðuna og var hann sakaður um umsvifamikla spillingu.

Prinsinn heitir vernd

Krónprins Saudi-Arabíu hét því í morgun að gera allt sem í valdi hans stendur til að vernda Breta, Bandaríkjamenn og aðra útlendinga í landinu. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á útlendinga síðustu mánuði og hafa yfirvöld í Saudi-Arabíu verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.

Landeigendum tilkynnt um eignarnám

Landeigendum á Héraði, sem Landsvirkjun hefur ekki náð samkomulagi við um lagningu háspennulínu, verður tilkynnt formlega í dag að beðið hafi verið um leyfi til að krefjast eignarnáms í jörðum þeirra.

Grænfriðungar mættir til Sorrento

Grænfriðungar eru mættir til Sorrento á Ítalíu, til þess að mótmæla hvalveiðum, á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þar verður á morgun, lögð fram tillaga um að halda áfram vinnu að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni.

Hyggst samhæfa skatta

Evrópusambandið hyggst samhæfa skatta á fyrirtæki og er vonast til að samhæfingin auki samkeppnishæfni aðildarríkjanna. Þjóðverjar og Frakkar eru hlynntir sömu sköttum og hafa raunar barist fyrir því í nokkur ár.

Bíða eftir ákvörðun formanna

Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun.

Hópnauðganir í Darfur

Hermenn í Darfur í Súdan nota hópnauðganir sem vopn í baráttu sinni að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Talið er að milljón manns hafi flúið heimili sín. Ástandið í Darfur í Súdan fer versnandi og alþjóðasamfélagið hefur engan veginn undan í að aðstoða nauðstadda.

Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir konu frá Nígeríu, sem var handtekin með hálft kíló af kókaíni, í flugstöð Leifs Eiríkssonar, rennur út í dag. Sýslumaður mun fara fram á að gærsluvarðhaldið verði framlengt, og verður reynt að birta konunni ákæru, í dag.

Allir hermennirnir farnir

Síðustu hermennirnir frá Filipseyjum hafa nú yfirgefið Írak, mánuði fyrr en upphaflega var ætlað. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn í Írak hafa filipeyskan gísl á valdi sínu, sem þeir höfðu hótað að hálshöggva, ef hermennirnir færu ekki fyrir tuttugasta júlí.

Símar lögreglunnar í nýtt kerfi

Lögreglan í Reykjavík tekur í notkun nýtt Centrexkerfi símkerfi frá Símanum og færast allir símar lögregluembættisins inn í það kerfi.  Með þessu hefur lögreglan sameinað öll símanúmer og síma embættisins í eitt kerfi, sem fær nýtt símanúmer, 444 1000.

Ekki gosdrykkjum að kenna

Neysla sykraðra gosdrykkja hefur dregist saman um rúmlega 36.000 lítra síðastliðna 12 mánuði samanborið við síðustu 12 mánuði þar á undan, segir í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Ölgerðin sendi frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar Lýðheilsustofnunar um of mikið gosdrykkjaþamb.

Héldu stuttan fund eftir hádegi

Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, áttu með sér stuttan fund eftir hádegi í dag þar sem þeir ræddu fjölmiðlamálið. Þeir vildu ekki gefa upp hvort frumvarpið yrði dregið til baka en sögðust ætla að ræða við sitt fólk í allsherjarnefnd Alþingis.

Komist hjá verkfalli í Frakklandi

Verkamenn hjá bílahlutaverksmiðjunni Robert Bosch, í Frakklandi, hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að vinna lengri vinnuviku, án viðbótarlauna, til þess að reyna að forða uppsögnum.

Kennarar handteknir í Indlandi

Indverska lögreglan leitar nú rúmlega tuttugu kennara sem sluppu heilir á húfi úr eldsvoðanum sem kostaði níutíu skólabörn lífið, í smáþorpi, í síðustu viku. Kennararnir hafa verið sakaðir um að hafa skilið börnin eftir, til þess að bjarga sjálfum sér. Nokkrir hafa þegar verið handteknir, en margir eru í felum, af ótta við hefnd ættingja barnanna.

Frönsk yfirvöld gagnrýna Sharon

Frönsk yfirvöld og leiðtogar gyðinga í Frakklandi hafa gagnrýnt Ariel Sharon, forseta Ísraels, fyrir að hvetja alla franska gyðinga til að flytja til Ísrael, segir á vefsíðu BBC fréttastöðvarinnar. Sharon á að hafa sagt að þetta væri nauðsynlegt þar sem árásum á gyðinga og áróðri gegn þeim hefði fjölgað mikið.

Verðbólga meiri en í EES

Verðbóla á Íslandi er meiri en í EES ríkjunum segir í hálf fimm fréttum KB banka. Allt frá upphafi árs 2003 hefur 12 mánaða verðbólga verið lægri á Íslandi en að meðaltali í EES ríkjunum en við síðustu tvær mælingar hefur sú þróun snúist við og verðbólgan mælst meiri hér á landi en að meðaltali í EES ríkjunum.

Skjóta niður eiturlyfjasmyglara

Brasilíumenn ætla, eftir þrjá mánuði, að byrja að skjóta niður flugvélar sem þá grunar að séu notaðar til eiturlyfjaflutninga yfir hina víðáttumiklu frumskóga landsins. Yfirvöld í Brasilíu segja að yfir 4000 óskráðar flugvélar séu á sveimi yfir Amazon skógunum, sem eru víðáttumeiri en bandaríska meginlandið.

Stefnt fyrir að hygla ættingjum

Evrópusambandið hefur stefnt Edit Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands fyrir mannréttindadómstólinn, vegna ásakana um að hún hafi hyglað ættingjum sínum og vinum, þegar hún átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sambandið hefur aldrei áður stefnt jafn hátt settum embættismanni fyrir dómstóla.

Vandkvæði í símakerfi lögreglunnar

Byrjunarörðugleikar settu strik í reikninginn þegar lögreglan í Reykjavík tók nýtt símkerfi í notkun í gær. Nýja kerfið sameinar öll símanúmer og símakerfi embættisins í eitt kerfi.

NATO varar Serba við

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir yfirvöld í Serbíu/Svartfjallalandi verða að sýna vilja í verki og handtaka og framselja eftirlýsta stríðsglæpamenn ef koma á traustum og góðum tengslum við NATO.

Kerfisbundnar nauðganir í Súdan

Súdanskir arabar nauðga konum og börnum til að hrekja afríska Súdana út úr vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan, að sögn mannréttindasamtaka í landinu.

Segir Samherja beygja lögin

Samherji hf. fer í kringum fiskveiðistjórnunarlögin og tekur veiðiréttinn af íslenskum sjómönnum, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Forstjóri Samherja vísar gagnrýninni á bug.

Auglýsingar misvísandi

"Við gerum athugasemdir við framsetningu Heklu á niðurstöðum árekstrarprófana í auglýsingum sínum," segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarfulltrúi hjá B&L, en fyrirtækið hefur sent Samkeppnisstofnun kvörtun vegna auglýsingaherferðar Heklu á nýjum Golf.

Lýðheilsustöð á villigötum

Árangursríkasta vopnið í baráttunni gegn offitu er fræðsla og þess vegna er Lýðheilsustöð hvött til samvinnu við samtök auglýsenda sem búa yfir reynslu og þekkingu á viðhorfum og atferli almennings.

Fundað í ágúst

"Það verður ekkert fundað vegna þessa máls fyrr en stjórnarmenn eru komnir til baka úr sumarfríum sínum," segir Hörður Harðarson, stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur, en margir félagsmenn krefjast rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns, Kristins Gylfa Jónssonar.

Boltinn hjá ráðuneytinu

Hvorki talsmenn né yfirmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vilja tjá sig um ummæli Kristjáns Gunnarssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um meint kjarasamningsbrot gagnvart íslenskum starfsmönnum sínum.

Skemmdur Svali innkallaður

"Ég hafði keypt einhverjar fjórar pakkningar af þessu og einn þeirra sprakk upp úr þurru í ísskápnum," segir viðskiptavinur sem var ekki sáttur með framleiðandann Vífilfell vegna mengaðs Svala sem sonur hans neytti og veiktist af. Svalinn var innkallaður frá verslunum í júní en þá höfðu þó nokkrir keypt vöruna í grandaleysi.

Tunglför fagnað á morgun

Sigri Bandaríkjamanna í kapphlaupinu til tunglsins verður fagnað í geimferðastofnuninni NASA á morgun, þegar liðin verða 35 ár síðan Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið. George Bush, Bandaríkjaforseta, langar til að senda aðra ferju til tunglsins en mörgum þykir það vera bæði of dýrt og skorta tilgang.

Nýir sporvagnar í Aþenu

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Grikklandi anda léttar eftir að sporvagnar voru teknir í notkun í Aþenu í morgun. Þeir eiga að létta á umferðarþunganum og er ætlað að flytja áhorfendur á leikvanga Ólympíuleikanna. Allur floti NATO verður á vakt meðan á leikunum stendur en öryggisgæsla í tengslum við þá hefur aldrei verið meiri.

Skýstrókur veldur tjóni

Skýstrókur olli tjóni í Ruhr-héraði í Þýskalandi í gærkvöld. Skýstrókurinn gekk yfir þrjá bæi og var svo öflugur að flutningagámar hófust á loft og lentu úti í á skammt frá. Strókurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar og nokkrir slösuðust. Stór hluti bæjanna varð rafmagnslaus, ár flæddu yfir bakka sína og almenningssamgöngur lágu niðri fram eftir degi.

Grafa upp Gásakaupstað

Einar merkustu rústir miðaldakaupstaðar hérlendis er að finna rétt fyrir utan Akureyri, þar sem fornleifafræðingar eru að grafa upp Gásakaupstað hinn forna.

Vill láta athuga rekstrarleyfi

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar botnar ekkert í því að gististöðum með óviðunandi brunavarnir sé veitt rekstrarleyfi og vill láta rannsaka hvernig standi á því. Brunavarnir eru í slæmu ástandi á hartnær helmingi gististaða í landinu.

Hóta að segja sig úr ráðinu

Japanir hóta að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu verði banni við hvalveiðum í atvinnuskyni ekki aflétt. Þeir segjast ennfremur ætla að auka vísindaveiðar sínar til muna. Líkur hafa aukist á að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný, eftir átján ára bann.

Kafarar leita í sjó

Kafarar leituðu í sjó við Geldinganes í Reykjavík í dag vegna hvarfs hinnar indónesísku Sri Ramawati fyrir tveimur vikum. För eftir jeppa fundust á svæðinu sem gætu verið eftir jeppa mannsins sem grunaður er um að vera valdur að hvarfi hennar.

Forstjóri ávítar mótmælendur

Náttúruvaktin flaggaði í hálfa stöng við Landsvirkjun í dag í tilefni af því að tvö ár eru liðin síðan viljayfirlýsing um álver á Reyðarfirði var undirrituð. Forstjóri Landsvirkjunar ávítaði mótmælendur fyrir að nota eignir annarra í mótmælaskyni.

Dæmd fyrir eiturlyfjasmygl

Ekki hefur tekist að upplýsa um samverkamenn nígerískrar konu, sem var í dag dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins. Bæði var ákært og dæmt í málinu í dag, um leið og gæsluvarðhald yfir konunni rann út, enda lá fyrir játning hennar.

Meðferð málsins skrípaleikur

Stjórnarandstaðan í Allsherjarnefnd Alþingis segir meðferð fjölmiðlamálsins skrípaleik. Fundur nefndarinnar hófst klukkan fimm í dag, en var frestað í morgun. Meirihluti nefndarinnar kynnti ekki niðurstöðu stjórnarformannanna en sagði að hún yrði kynnt á fundi nefndarinnar á morgun.

Ákvörðun kynnt í ríkisstjórn

Formenn stjórnarflokkanna hafa komist að niðurstöðu í fjölmiðlamálinu. Þeir vildu þó ekki staðfesta að ákveðið hefði verið að bakka með fjölmiðlafrumvarpið. Hún verður kynnt í ríkisstjórn á morgun. Forsætisráðherra segist reikna með að Allsherjarnefnd ljúki málinu á morgun.

Halli á ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun fór rúmlega fjörutíu milljónir króna fram úr fjárlögum í fyrra, á sama tíma og embættið gagnrýndi aðrar ríkisstofnanir fyrir agaleysi í fjármálum. Ríkisendurskoðandi segir ekki hægt að stemma uppgjör nákvæmlega upp á krónu sem úthlutað er á fjárlögum.

Filippseyingar heim á morgun

Filippseysk stjórnvöld segja að hermenn þeirra yfirgefi Írak á morgun til að lífi filippseyska gíslsins sem er í haldi írakskra mannræningja verði þyrmt. Ræningjarnar hafa hótað að afhöfða manninn verði hermennirnir ekki kvaddir heim fyrir 20. júlí.  

Arafat uppræti spillingu

Palestínskir mótmælendur hafa gengið um götur Gasaborgar og krafist þess að Jasser Arafat forseti uppræti spillingu. Valdabarátta milli palestínskra afla verður æ meira áberandi eftir því sem nær dregur áætlunum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um að kalla hersveitir sínar af svæðinu og leggja niður landnemabyggðir á næsta ári.

Þungaðar konur með anorexíu

Æ fleiri þungaðar konur og nýbakaðar mæður eru lagðar inn til meðferðar við átröskunarsjúkdómum á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Yfirlæknir spítalans segir þetta verulegt áhyggjuefni og segir afleiðingarnar geta verið hræðilegar fyrir bæði móður og barn.

Danir vilja hvalveiðar að nýju

Danir ætla að leggja fram tillögu í Alþjóða hvalveiðiráðinu sem á að liðka fyrir því að hvalveiðar í viðskiptaskyni geti hafist að nýju eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann. Samkvæmt fréttum á vefsíðu Politiken í Danmörku hefur tillögu þar að lútandi verið dreift til aðildarríkja ráðsins fyrir fund þess sem fram fer síðar í vikunni.

Myrti a.m.k. 19 manns

Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið 34 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt a.m.k. 19 manns og yrði, ef rétt reynist, mesti raðmorðingi í sögu landsins. Lögreglan segir rökstuddan grun um að hann hafi myrt 15 manns á innan við ári, aðallega konur, en einnig roskið fólk í hverfi velstæðs fólks í höfuðborginni.

Sjá næstu 50 fréttir