Fleiri fréttir

Unnið að endurskipulagningu

Kortagerðarmenn Ísraelshers vinna að því að endurteikna öryggismúrinn sem er í byggingu á vesturbakka Jórdanar.

23 mafíósar handteknir

Lögreglan á Sikiley hefur handtekið 23 manneskjur sem grunaðar eru um „mafíuglæpi“ eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum.

Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Smáskjálftahrina hefur staðið yfir í Fagradalsfjalli við Grindavík frá því á sunnudag. Hjá skjálftavakt Veðurstofunnar fengust þær upplýsingar að flestir skjálftanna hafi verið í kringum eitt stig á Richter en þeir stærstu í kringum tvo á Richter.

Skeljungur hækkaði líka

Skeljungur hækkaði í morgun sjálfsafgreiðsluverð á bensíni um tvær krónur lítrann líkt og Olís gerði síðdegis í gær og Esso í gærmorgun.

69% nota ekki hjálm

Sextíu og níu prósent barna og unglinga á höfuðborgarsvæðin nota ekki öryggishjálm þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól samkvæmt nýrri könnun umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Áberandi er að fáir sem engir unglingar nota hjálma.

Heimilt að fella lögin úr gildi

Jón Sveinsson lögfræðingur telur að Alþingi sé heimilt að fella lög úr gildi og setja ný eins og ríkisstjórnin hyggst gera í fjölmiðlamálinu. Jón og Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur voru rétt í þessu að ganga út af fundi allsherjarnefndar.

Sex manna fjölskylda fundin

Sex manna fjölskylda frá Suður-Wales er komin í leitirnar eftir að hafa verið saknað frá heimili sínu í Cardiff í tvær vikur. Sky fréttastofan greinir frá því að fjölskyldufaðirinn, sem er 57 ára, hafi gengið inná lögreglustöð í suðurhluta Englands eftir að hafa séð auglýst eftir fjölskyldu sinni í dagblaði.

Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð

Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins.

Ekki skólagjöld í grunnnám

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er á þeirri skoðun að samfélagið eigi að mestu eða öllu leyti að standa straum af kostnaði nemenda við grunnnám í háskólum.

Taki Breta til fyrirmyndar

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, vill að íslenska ríkisstjórnin fari að dæmi Breta, sem hyggjast segja upp meira en hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum í hagræðingarskyni.

50% aukning í slátrun eldisþorska

Stefnt er að því að slátra hátt í 100 tonnum af þorski hjá þorskeldi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í haust. Það er rúmlega helmingi meira en í fyrra.

Óttast rafmagnsleysi

Óttast er að rafmagnsleysi geti valdið usla á ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði verði áfram eins heitt í veðri og verið hefur.

DNA-niðurstöður í vikulok

Líklegt er að niðurstaða úr rannsókn á lífssýnum (DNA) sem send voru til Noregs, vegna rannsóknar á hvarfi konu sunnudaginn 4. júlí sl. og hefur verið í fréttum undanfarið, berist í lok þessarar viku. Jafnvel hafði verið vonast eftir að niðurstöðurnar bærust í dag en svo verður ekki.

Málum blandið mannshvarf

Konan sem leitað hefur verið að frá því á mánudaginn fyrir rúmri viku er enn ófundin. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, segir engar nýjar fregnir að hafa af rannsókn lögreglunnar á málinu. Hann segir að enn gefi menn sér ekkert um hvort konan sé lífs eða liðin.

Klipping hækkað um 10%

Klipping og önnur þjónusta hárgreiðslustofa á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um tíu prósent frá því í nóvember árið 2002 samkvæmt nýrri könnun Samkeppnisstofnunar. Á vef stofnunarinnar kemur fram að þessi verðbreyting fylgi nokkurn veginn sömu þróun og launavísitalan.

NATO kannar aðkomu að Írak

Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ætlar að kynna leiðtogum aðildarríkjanna nýjar tillögur í mánuðinum, um hvernig bandalagið geti komið frekar að málum í Írak. Í síðasta mánuði samþykktu aðildarríki NATO að taka að sér herþjálfun Íraka. Scheffer vonast til að geta kynnt tillögur sínar í ágústbyrjun.

Réðust á mann og hótuðu lögreglu

23 ára gamall Akureyringur hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með hótunum um ofbeldi og líflát. Einnig hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm 21 árs gamall Akureyringur fyrir þátttöku í árásinni.

Þrír strætisvagnar í árekstri

Þrír voru fluttir á spítala með minniháttar áverka þegar þrír strætisvagnar rákust saman við hringtorg í miðbæ Hafnarfjarðar um hádegisbil í gær.

Fáir nota Hjálm

Samkvæmt könnun umferðarfulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu eru 69 prósent barna án öryggishjálma þegar þau nota reiðhjól, línuskauta eða hlaupahjól. Sérstaklega virðist áberandi að nánast engir unglingar nota hjálma og hjálmaleysið færist sífellt neðar í aldursstiganum. </font />

Þrjú börn og níu karlmenn

Alls hafa hérlendis horfið 11 einstaklingar frá árinu 1991 til ársloka 2003, aðrir en þeir sem farist hafa við störf á sjó, samkvæmt gagnaskrá ríkislögreglustjóra um mannshvörf. Skráin byggir á upplýsingum frá lögreglustjóraembættunum, en þeim ber að tilkynna ríkislögreglustjóra um horfna menn innan þriggja mánaða frá því að hvarf er tilkynnt.

Amnesty gagnrýnir Grikki

Mannréttindasamtölin Amnesty International gagnrýnir öryggisgæslu grískra stjórnvalda fyrir ólympíuleikana í ágúst. Samtökin segja að hætta sé á að viðbúnaðurinn skerði félagsleg réttindi ýmissa minnihlutahópa á borð við sígauna, sem séu berskjaldaðir fyrir aðgerðum stjórnvalda.

Ók lyfjadofinn á lögreglu

Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 41 árs gamlan mann ökuréttindum í eitt ár og gert honum að greiða hundrað þúsund krónur fyrir umferðarlagabrot. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi á vegarkafla við Litlu-Kaffistofuna ekið á öfugum vegarhelmingi móti ómerktri lögreglubifreið, þannig að ökumaður hennar varð að aka út fyrir veginn.

Faldi hass í klefa sínum

Mánuði var bætt við fangavist refsifanga á Litla-Hrauni auk þess sem gerð voru upptæk tæp 50 grömm af hassi sem fundust í klefa hans, samkvæmt dómi Héraðsdóms Suðurlands sl. mánudag.

Með eiturlyf í leggöngum

Ung kona var fyrir Héraðsdómi Suðurlands dæmd til greiðslu 300 þúsund króna fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Í október 2003 framvísaði konan til fangavarða á Litla-Hrauni 23 e-töflum, rúmu grammi af e-töflumulningi, um 32 grömmum af hassi og rúmum 4 grömmum af kókaíni, sem hún hafði falin í leggöngum.

Hlemmur í endurnýjun lífdaga

Strætisvagnastöðin Hlemmur mun ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrsta skrefið er að loka hluta Hverfisgötu fyrir almennri bílaumferð og endurbyggja hringtorg við Skúlagötu.

Tígrisdýr laust í Flórída

Tvö hundruð og sjötíu kílóa tígrisdýr gengur enn laust í Flórída, annan daginn í röð. Tígurinn slapp úr búri eiganda síns, leikarans Steve Sipek, sem eitt sinn lék Tarzan. Lögregla hefur sett upp girðingu í kringum leitarsvæðið og leitar dýrsins ákaft.

Lögreglan þegir áfram

Lögreglan þegir áfram þunnu hljóði um hvarf indónesískrar þriggja barna móður sem saknað hefur verið í níu daga. Hún segir að fréttamenn verði að geta í eyðurnar um framgang mála. Niðurstöðu rannsóknar á blóði sem fannst í íbúð manns sem grunaður er um aðild að hvarfi konunnar er enn beðið.  <font size="2"></font>

Uppsagnir hjá Eimskipum

Uppsagnir eru fyrirhugaðar hjá Eimskipafélagi Íslands vegna skipulagsbreytinga sem verða kynntar samhliða hálfsársuppgjöri félagsins í lok mánaðarins. Baldur Guðnason, forstjóri félagsins, segir að með breytingunum sé verið að bregðast við breyttu starfsumhverfi.

Falleinkunn fjárlaganna

Ráðuneyti og tilteknar ríkisstofnanir hafa ár eftir ár farið langt fram úr fjárheimildum sem gefnar voru í fjárlögum. Ríkisendurskoðun segir þessa framúrkeyrslu óásættanlega og gefur framkvæmd fjárlaganna falleinkunn.

Dregin út úr Niagarafossum

Ung kona var bókstaflega dregin út úr Niagarafossum um helgina. Ekki er vitað hvernig konan lenti í fossunum en hún náði að hanga í kletti við fossana.

Skiptar skoðanir lögspekinga

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög.

Hannes gerir mynd um Davíð

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor vinnur að heimildarmynd um Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann var staddur í Hvíta húsinu í þeim erindagjörðum á dögunum þegar Davíð hitti George Bush Bandaríkjaforseta.

Grunaður morðingi í kvikmynd

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið valdur að hvarfi indónesísku konunnar Sri Ramahwati leikur í nýrri íslenskri kvikmynd sem verður frumsýnd í næsta mánuði. Hann leikur forsætisráðherra Íslands á hernámsárunum.

10 ára börn í herþjálfunarbúðum

Tíu ára palestínskum börnum er kennt að drepa og sprengja í sérstökum herþjálfunarbúðum á Gasasvæðinu. Myndir frá þessum illræmdu búðum komu í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í dag á sjónvarpsstöðinni Sky.

Siðblindir leggja í stæði fatlaðra

Sigurður Björnsson, hjá samtökunum Sjálfsbjörg, gagnrýnir harkalega þá sem leggja í bílastæði sem ætluð eru fötluðum ökumönnum. Árni Johnsen, fyrrum þingmaður og nýskipaður stjórnarmaður hjá Rafmagnsveitu ríkisins, var gripinn glóðvolgur á dögunum þar sem hann sótti jeppabifreið sína á bílastæði eftir sólarhringsdvöl.

Forstöðumanni verði vikið frá

Hjón sem reka meðferðarheimilið Torfastaði krefjast þess að félagsmálaráðherra víki forstöðumanni Barnaverndarstofu úr starfi vegna aðkomu hans að meintu kynferðisbrotamáli gagnvart stúlku sem var á heimilinu. Ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur syni hjónanna sem var sakaður um brotin.

Helga hjartaþega heilsast vel

Helgi Einar Harðarson, sem gekkst undir hjarta- og nýrnaígræðslu í Svíþjóð í síðasta mánuði, segist svo hress að hann langi mest til að hlaupa um allt. Hann þykir hafa náð sér ótrúlega vel eftir aðgerðina.

Útihátíð eða ekki útihátíð

"Ég man ekki betur en þeir lögreglumenn sem komu hingað aukalega í fyrra hafi kvartað í fréttablöðin okkar hvað það væri nú rólegt og lítið að gera," segir Þór Vilhjálmsson, formaður stjórnar héraðssambands Íþróttabandalags Vestmannaeyja, ÍBV.

Vantar tæki, tól og peninga

Tækjakostnaður kemur í veg fyrir að margar stofnanir hér á landi geti með góðu móti sinnt rannsóknarskyldum er á þær eru lagðar og verða að gera sér að góðu að senda gögn og sýni ýmiss konar utan til frekari rannsókna en slíkt getur verið afar tímafrekt.

Eins og skólatöskur í framan

Allir ljósabekkir verða horfnir af sundstöðum höfuðborgarinnar frá og með áramótum vegna hættunnar sem fylgir mikilli notkun þeirra. Aðstoðarlandlæknir segir öfugsnúið að bjóða upp á heilsuspillandi ljósabekki á líkamsræktarstöðvum og bendir á að krakkar sem stundi þá geti litið út eins og skólatöskur í framan síðar á ævinni.

Leyfa eftirlíkingar alnæmislyfja

Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallar það jafngildi fjárkúgunar að Bandaríkjamenn skuli þrýsta á fátækar þjóðir að gefa eftir rétt sinn til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af alnæmislyfjum í skiptum fyrir tilslakanir í viðskiptum.

Frumvarpið verði dregið til baka

Samhljómur var á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur suður um að ríkisstjórnin ætti að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og leyfa þjóðinni að segja álit sitt um frumvarpið er forseti synjaði staðfestingar.

Veirur orðnar fleiri en í fyrra

Þótt árið 2004 sé rétt hálfnað eru tölvuveirur þegar orðnar fleiri en allt árið 2003. Sasser kallaðist sá síðasti og gerði stormandi ólukku víða um heim, einn af mörgum ormum með mörgum afbrigðum, en slíkir ormar virðast einmitt vera í sérstakri tísku nú um stundir, ef þannig má að orði komast.Þetta má lesa á vef Tæknivals, <strong><a href="http://www.taeknival.is/" target="_blank">taeknival.is.</a></strong>

Mikið blóð bendir til átaka

Mikið blóð var í íbúð mannsins sem nú situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi á fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður. Magn blóðsins bendir til að átök hafi átt sér stað. Niðurstöður úr DNA rannsókn er væntanlegar eftir helgi og munu þær segja til um hvort blóðið sé úr konunni sem enn er saknað.

Áttræður flækti tugi í svikamyllu

Forstjóri á eftirlaunum og fyrrverandi varaþingmaður Alþýðuflokksins hefur fengið fjölda þekktra Íslendinga til að leggja sér til stórfé í því skyni að losa út arf sem hann sagði að sér hefði tæmst í Þýskalandi. Forstjórinn, sem er rúmlega áttræður, lofaði þeim sem lögðu fé að mörkum að þeir myndu fá allt að áttfaldan hagnað.

Sjá næstu 50 fréttir