Útihátíð eða ekki útihátíð 13. október 2005 14:24 "Ég man ekki betur en þeir lögreglumenn sem komu hingað aukalega í fyrra hafi kvartað í fréttablöðin okkar hvað það væri nú rólegt og lítið að gera," segir Þór Vilhjálmsson, formaður stjórnar héraðssambands Íþróttabandalags Vestmannaeyja, ÍBV. Umræðan um löggæslukostnað úti á landi hefur komist í hámæli á ný eftir uppsteit forsvarsmanna Landsmóts Ungmennafélags Íslands sem lauk um síðustu helgi. Neituðu þeir lengi vel að greiða þá 1.5 milljón króna sem sýslumaður krafðist vegna löggæslukostnaðar. Ein stærsta útihátíð landsins hverja Verslunamannahelgi ár hvert er Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum og hafa aðstandendur hennar þurft að greiða tvær til þrjár milljónir aukalega vegna löggæslu undanfarin ár. Þór segir það stórundarlegt að þeim sé gert að greiða háar fjárhæðir vegna hátíðar sem á sér langa hefð meðal eyjaskeggja á sama tíma og skipuleggjendur hátíðar á borð við Eina með öllu á Akureyri sleppi algjörlega við slíkt. "Höfuðborgarsvæðið og Akureyri virðast vera stikkfrí gagnvart þessum aukakostnaði sem leggst á öll önnur mannamót í landinu. Þjóðhátíðin er hugsuð sem fjáröflun fyrir íþróttahreyfinguna hér í eyjunum og stór biti af því sem leggst til fer til löggæslu sem lítil sem engin þörf er á." Hann bendir á að hundruð björgunarsveitarmanna starfi á vegum ÍBV meðan á þjóðhátíð standi og sjaldan eða aldrei hafi komið upp sú staða að þær sveitir hafi ekki ráðið við öryggisgæslu í dalnum. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri sleppa við allan löggæslukostnað bæði vegna þess að þar er ekki um ákveðinn aðila sem skipuleggur hátíðina, heldur félagasamtök sem kalla sig Vini Akureyrar, en einnig vegna þess að Ein með öllu er ekki hugsuð sem útihátíð. Akureyrarbær hefur árlega lagt rúmlega eina milljón króna til styrktar hátíðinni. Þór segir það sýna hversu auðvelt sé að sneiða framhjá reglum er settar hafa verið um löggæslukostnað vegna útihátíða. "Útihátíð eða ekki útihátíð. Þar tjalda þúsundir manna eins og hér. Þar eru skipulagðar uppákomur eins og hér og mér er fyrirmunað að skilja hver munurinn sé." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
"Ég man ekki betur en þeir lögreglumenn sem komu hingað aukalega í fyrra hafi kvartað í fréttablöðin okkar hvað það væri nú rólegt og lítið að gera," segir Þór Vilhjálmsson, formaður stjórnar héraðssambands Íþróttabandalags Vestmannaeyja, ÍBV. Umræðan um löggæslukostnað úti á landi hefur komist í hámæli á ný eftir uppsteit forsvarsmanna Landsmóts Ungmennafélags Íslands sem lauk um síðustu helgi. Neituðu þeir lengi vel að greiða þá 1.5 milljón króna sem sýslumaður krafðist vegna löggæslukostnaðar. Ein stærsta útihátíð landsins hverja Verslunamannahelgi ár hvert er Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum og hafa aðstandendur hennar þurft að greiða tvær til þrjár milljónir aukalega vegna löggæslu undanfarin ár. Þór segir það stórundarlegt að þeim sé gert að greiða háar fjárhæðir vegna hátíðar sem á sér langa hefð meðal eyjaskeggja á sama tíma og skipuleggjendur hátíðar á borð við Eina með öllu á Akureyri sleppi algjörlega við slíkt. "Höfuðborgarsvæðið og Akureyri virðast vera stikkfrí gagnvart þessum aukakostnaði sem leggst á öll önnur mannamót í landinu. Þjóðhátíðin er hugsuð sem fjáröflun fyrir íþróttahreyfinguna hér í eyjunum og stór biti af því sem leggst til fer til löggæslu sem lítil sem engin þörf er á." Hann bendir á að hundruð björgunarsveitarmanna starfi á vegum ÍBV meðan á þjóðhátíð standi og sjaldan eða aldrei hafi komið upp sú staða að þær sveitir hafi ekki ráðið við öryggisgæslu í dalnum. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri sleppa við allan löggæslukostnað bæði vegna þess að þar er ekki um ákveðinn aðila sem skipuleggur hátíðina, heldur félagasamtök sem kalla sig Vini Akureyrar, en einnig vegna þess að Ein með öllu er ekki hugsuð sem útihátíð. Akureyrarbær hefur árlega lagt rúmlega eina milljón króna til styrktar hátíðinni. Þór segir það sýna hversu auðvelt sé að sneiða framhjá reglum er settar hafa verið um löggæslukostnað vegna útihátíða. "Útihátíð eða ekki útihátíð. Þar tjalda þúsundir manna eins og hér. Þar eru skipulagðar uppákomur eins og hér og mér er fyrirmunað að skilja hver munurinn sé."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira