Fleiri fréttir

Nikkei hækkar vegna kosninga

Japanska hlutabréfavísitalan, Nikkei, hækkar í dag um 1,39 prósent, eftir að ljóst varð að samsteypustjórn Koizumis forsætisráðherra héldi meirihluta í efri deild japanska þingsins. Endanleg úrslit í kosningunum hafa ekki verið birt en samkvæmt spám tapar flokkur Koizumis fylgi og hlýtur 49 af 121 þingsæti í efri deildinni.

Stálmúr í kringum þinghúsið

Breska innanríkisleyniþjónustan, MI 5, vill að róttækar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi öryggismála í og við breska þingið til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Meðal þess sem sérfræðingar MI 5 eru sagðir ætla að leggja til er stálmúr í kringum Westminster sem er þinghús þeirra Breta.

Möguleg frestun kosninga

Bandarísk stjórnvöld hafa undirbúið neyðaráætlun til að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum í nóvember ef hryðjuverk verða framin í Bandaríkjunum skömmu fyrir kjördag. Þetta kemur fram í vikuritinu Newsweek í dag.

Friðargæsluliðar særðust í Kósóvó

Fjórir finnskir friðargæsluliðar særðust lítillega í árás byssumanna í Kósóvó um helgina. Friðargæsluliðarnir voru í eftirlitsferð skammt frá þorpinu Terbovc þegar skotið var á þá. Sex Albanir voru yfirheyrðir vegna málsins en þeim hefur verið sleppt.

Vísitala neysluverðs lækkaði

Vísitala neysluverðs lækkaði um tæplega hálft prósent frá því í júní. Helsta ástæða lækkunarinnnar er að sumarútsölur hófust fyrir skemmstu og hefur verð á fötum og skóm lækkað um 7,8%. Þá lækkaði verð á bensíni og olíu um 2,3%.

Rafgmagnslaust í Aþenu

Rafmagn virðist vera farið af stærstum hluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Starfsmaður rafmagnsveitunnar þar í borg segir fólk hafa verið að hringja hvaðanæva frá í borginni til að tilkynna ragmagnsleysi en ekki er vitað hvað veldur.

Ný lög auka vöruábyrgð verslana

Verslanir eru ábyrgar fyrir því að vörur sem þær selja fullnægi öryggiskröfum samkvæmt lögum sem nýlega tóku gildi. Í lögunum segir jafnframt að Löggildingarstofan geti stöðvað sölu á vörum sem kunna að hafa hættu í för með sér.

Blóðugasti dagurinn til þessa

Gærdagurinn var sá blóðugasti það sem af er San Fermin hátíðinni í Pamplona þetta árið. Átta einstaklingar fengu að kenna á hornum nautanna sem þeir reyndu að hlaupa á undan og í það minnsta tíu til viðbótar meiddust með einum eða öðrum hætti.

Frakkar og Írakar taka upp þráðinn

Frakkar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Íraka að nýju en því var slitið eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu nú fyrir stundu segir að stefnt sé að því að stjórnmálasamskiptin muni koma báðum ríkjum til góða.

Blóðsýni tekin úr stigangi

Blóðsýni voru tekin úr stiga í sameign í húsinu í Stórholti þar sem lögregla hefur rannsakað hvarf indónesískar konu undanfarna daga. Ekki er útilokað að lýst verði eftir henni síðar í vikunni en þá er búist við niðurstöðum DNA-rannsókna frá Noregi.

Orkuveitan kaupir hverfla

Samningur um kaup á tveimur 40 megavatta hverflum og öðrum búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun var undirritaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. Samningurinn er gerður við japanska fyrirtækið Mitsubishi og þýska fyrirtækið Balce Durr um tvær vélasamstæður sem eiga að hefja framleiðslu eftir tvö ár.

Getur ekki sett ný lög um leið

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, telur að Alþingi geti ekki sett ný fjölmiðlalög um leið og fyrri lög eru felld úr gildi. Þar með gangi Alþingi lengra en þjóðin og brjóti stjórnarskrána.

Undrast ekki fylgi Framsóknar

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, undrast ekki slæma útkomu flokksins í skoðanakönnunum því hann sé á villigötum í fjölmiðlamálinu. Flokkurinn eigi að sjá til þess að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi og að vinna við nýtt fjölmiðlafrumvarp eigi að hefjast að nýju í haust. 

Óttast nýtt vígbúnaðarkapphlaup

Pakistönsk stjórnvöld hafa áhyggjur af auknum útgjöldum Indverja til varnarmála og óttast að nýtt vígbúnaðarkapphlaup kunni að hefjast á milli þessara nágrannaríkja sem hafa átt í stöðugum deilum um áratugaskeið.

Klerkar óttast hörð áfengislög

Króatískir klerkar óttast að ný lög gegn ölvunarakstri eigi eftir að koma í bakið á þeim. Stjórnvöld hafa brugðist við fjölgun banaslysa í umferðinni með því að setja lög sem kveða á um að ekkert áfengi megi finnast í blóði ökumanna. Klerkarnir óttast að þetta komi sér illa fyrir þá vegna þess að hluti af messuhaldi sé að drekka messuvín.

Milljónir flýja heimili sín

Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða sem hafa lagt stór landsvæði í Indlandi, Bangladess og Nepal undir vatn. Þrjár milljónir íbúa Bangladess hafa ýmist neyðst til að flýja heimili sín eða eru innilokaðir á þeim. Tvær milljónir Indverja hafast við í tjöldum.

Esso hækkar bensínverð

Esso hækkaði verð á 95 oktana eldsneyti rétt fyrir hádegi í dag. Verðið hækkaði um tvær krónur lítrinn og kostar nú 106,10 krónur en kostaði áður 104,10. Verð hjá Shell er enn óbreytt, 104,10 krónur líterinn, og sömuleiðis er algengasta verðið hjá Olís 104,10.

Japanskir tökumenn á Jökulsárlóni

Starfsmenn frá japönsku kvikmyndafyrirtæki voru við myndatöku á á Jökulsárlóni um helgina.  Kvikmyndin sem tekin var verður sýnd á heimssýningunni í Japan á næsta ári og verður hún á tjaldi sem er 50 metrar á breidd og 10 metrar á hæð.

Á móti dauðarefsingu

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hvetja bráðabirgðaríkisstjórn Íraks til að innleiða ekki dauðarefsingu á ný. Þetta kemur fram í drögum að yfirlýsingu sem Reuters-fréttastofan hefur undir höndum en ríkisstjórn Íraks hefur hugleitt að innleiða dauðarefsingu. 

Framsóknarflokkurinn fundar

Þingflokksfundur Framsóknarflokksins hófst klukkan hálf tvö. Á fundinum er vafalítið rædd staða mála eftir slæma útkomu flokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær þar sem flokkurinn mældist með aðeins 7,5% fylgi.

Hjálpaði við hengingu konu sinnar

Íranskur eiginmaður rauf sáttmála sem hann hafði gert við konu sína þess efnis að þau myndu svipta hvort annað lífi vegna sektarkenndar yfir því að hafa stundað kynlíf fyrir giftingu. Hjónin höfðu verið gift í aðeins tvo daga þegar þau gerðu með sér sáttmála um að drepa hvort annað samtímis.

Vilja geta frestað kosningum

Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna vill opna fyrir þann möguleika að fresta kosningum ef hryðjuverkamenn láta til skarar skríða. Forsetakosningum hefur aldrei verið frestað, ekki einu sinni á stríðstímum.

Árás á Abu Grahib

Sprengjuárás var gerð á Abu Grahib fangelsið í Írak í nótt, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Erlendur verktaki særðist lítilsháttar í árásinni en talsmaðurinn vildi ekki gefa upp þjóðerni mannsins.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lést eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi aðfararnótt sunnudags hét Davíð Örn Þorsteinsson. Davíð Örn var fæddur 7. október 1982 og var til heimilis að Fosshóli, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu. </span />

2 og 1/2 ár fyrir fjárdrátt

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, Lárus Halldórsson, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var jafnframt sviptur ævilangt löggildingu til endurskoðunarstarfa.

Margt gagnlegt í skýrslunni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið, þar sem stjórnvöld eru hvött til skýrari stefnumótunar, muni gagnast vel í stefnumótunarvinnu innan menntamálaráðuneytisins.

Of margir fjárlagaliðir fram úr

Ríkisendurskoðun segir það varla ásættanlegt að margar stofnanir og ráðuneyti hafi farið langt fram úr fjárheimildum á undanförnum árum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að allt of margir fjárlagaliðir fari ár eftir ár fram úr fjárheimildum og að í nágrannalöndum heyri slíkt til undantekninga.

Yukos býður 7 milljarða dollara

Nýr yfirmaður Yukos olíufélagsins rússneska hefur boðið þarlendum stjórnvöldum rúmlega sjö milljarða dollara, eða sem samsvarar rúmum 500 milljörðum króna, upp í meintar skattaskuldir félagsins sem eru til rannsóknar ásamt svikum fyrrverandi forstjóra þess, Mikhails Khodorkovskys.

Ræddu nýja þjóðstjórn

Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael hittust í gær og ræddu möguleika á þjóðstjórn þrátt fyrir að mikillar andstöðu gæti við þá hugmynd innan beggja flokka. Búist er við að flokkarnir skipi samninganefndir í dag og að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist á næstu dögum.

Radar sem mælir hraða snjóflóða

Ákveðið hefur verið að setja upp mælitæki til mælinga á hraða snjóflóða á varnargörðunum á Flateyri. Um er að ræða radar sem mælir hraða snjóflóða úr Skollahvilft með svipaðri tækni og lögreglan notar við hraðamælingar á bílum.

Vörn Milosevic frestað

Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur verið frestað þar til í næstu viku. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana.

Stúlka rotaðist í fótbolta

Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um að ung stúlka lægi meðvitundarlaus á knattspyrnuvellinum í Grindavík í gær. Þegar lögregla og sjúkralið mættu á staðinn kom í ljós að stúlkan hafði fengið fótbolta í höfuðið og rotast.

Fresturinn framlengdur

Mannræningjarnir sem hafa filippseyskan vörubílstjóra í haldi sínu í Írak hafa framlengt frest stjórnvalda á Filippseyjum til að kalla herlið sitt heim frá Írak, ellegar verði gíslinn afhöfðaður. Arabísk sjónvarpsstöð greindi frá þessu fyrr í dag.

Framúrkeyrslur óviðunandi

Ríkisendurskoðun telur árlega framúrkeyrslu fjárlagaliða hjá ríkinu vera óviðunandi. Þar segir að í nágrannalöndunum heyri það til undantekninga að fjárlög séu ekki virt en hér á landi séu um 120 af 530 liðum á fjárlögum með uppsafnaðan halla sem nemur meira en fjórum prósentum af árlegum fjárheimildum.

Launakerfið er veikleikinn

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að niðurstöður Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2003 komi sér ekki á óvart. Hann segir stærsta veikleikann í ríkisfjármálum vera fólgið í launakerfinu.

Jarðskjálfti í Slóveníu og Ítalíu

Jarðskjálfti upp á 5,2 á Richter skók Slóveníu og norðvesturhluta Ítalíu um þrjúleytið í dag að staðartíma. Engin alvarleg meiðsl hafa verið tilkynnt en skjálftans varð m.a. vart í Feneyjum.

Meistaranám í lögfræði hófst í dag

Framhaldsnám í lögfræði er nú í fyrsta sinn kennt við íslenskan háskóla utan Háskóla Íslands en í dag hófst kennsla í meistaranámi í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hægt er að ljúka tveimur mismunandi gráðum á meistarastigi við skólann, ML-gráðu í lögfræði og MS-gráðu í viðskiptalögfræði.

5 ára drengur týndist í Danmörku

Fimm ára drengur frá Hróarskeldu í Danmörku hvarf í meira en fjórtán tíma í gær en fannst heill á húfi við dýragarðinn í Klampenborg. Samkvæmt frétt dagblaðs í Hróarskeldu fór drengurinn ungi í göngutúr með öldruðum frænda sínum á sunnudagsmorgun.

Líklega ekki afgreitt í vikunni

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, býst ekki við að fjölmiðlafrumvarpið hið nýja verði afgreitt sem lög frá Alþingi í vikunni þótt allsherjarnefnd ljúki umfjöllun sinni.

Vantrauststillaga felld

Vantrauststillaga gegn efnahagsstefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var felld í dag á ísraelska þinginu. 55 greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmargir voru á móti henni.

Fundust á árabáti úti á reginhafi

Þýskt skip með þrjátíu og sex súdanska flóttamenn innanborðs fékk að leggjast að bryggju á Ítalíu í dag. Fólkið flúði vargöld og hungursneyð í heimalandi sínu á árabát sem þýska skipið fann úti á reginhafi.

Sást bera eitthvað vafið í plast

Vitni segist hafa séð til mannsins, sem grunaður er um aðild að hvarfi indónesískrar konu, bera eitthvað vafið inn í plast af heimili sínu á sunnudag fyrir rúmri viku. Lögregla bíður eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn til að staðfesta hvort blóð sem fannst á og við heimili mannsins sé úr konunni. 

Mótmælir mannréttindabrotum í Kína

Ögmundur Jónasson, þingflokksfomaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mótmælti mannréttindabrotum í Kína á fundi varaforseta kínverska þingsins, Wang Zhaouguo, og sendinefndar hans með fulltrúum þingflokkanna í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á laugardag.

Tígrisdýrahvolpar fæðast í Kína

Tveir tígrisdýrahvolpar fæddust í dýraverndunarmiðstöð í Kína í gær. Kínverski tígurinn er í bráðri útrýmingarhættu og er ákaft barist fyrir verndun hans. Aðeins eru til um fjörutíu dýr af þessari tegund og eru þau öll í dýragörðum.

Ábyrgð óljós

Byggingarnefnd Háskóla Íslands hefur ráðið verkfræðistofuna Línuhönnun til að rannsaka skemmdir á klæðingu náttúrufræðihússins Öskju í Vatnsmýrinni. Óljóst er hver ber ábyrgðina.

Sjá næstu 50 fréttir