Sport

„Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur
Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur Hulda/Vísir

Njarðvík vann í kvöld frábæran ellefu stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík 88-77 þegar fimmtánda umferð Bónus deild kvenna lauk í kvöld. Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur og var stigahæst á vellinum með 34 stig.

„Þetta var frábært eftir tapið gegn Grindavík og ég átti auðvitað lélegan leik þá og var bara með sjö stig, ég held ég hafi aldrei skorað jafn lítið“ sagði Brittany Dinkins eftir sigurinn.

„Það er alltaf skemmtilegt að spila við Keflavík. Frábær spenna, gæði og þær eru hörku lið og í kvöld snérist þetta bara um að vera tilbúnar í allar 40 mínúturnar“

Þrátt fyrir að hafa átt slakan leik í síðustu umferð fannst Brittany Dinkins hún ekki hafa nein horn í síðunni.

„Alls ekki, við skiljum að þessi deild er mjög erfið og öll lið frá fyrsta til neðsta sæti eru hörku lið og þú verður að vera tilbúin svo við höfðum engin horn í okkar síðu og við spáum ekkert í neinu svoleiðis heldur tökum bara einn leik í einu“

Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur er jafnan kallaður „El classico“ þegar þessi nágrannalið mætast og því alltaf hart barist sama hvað.

„Þetta er andrúmsloftið sem þú vilt spila við öll kvöld. Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá því þú veist að bæði lið munu mæta og spila af krafti og í kvöld var það nákvæmlega þannig“

Aðspurð um hvað það hafi verið sem hafi skilið á milli í kvöld var Brittany Dinkins ekki alveg viss um.

„Ég veit það ekki alveg, ég held að annað liðið hafi bara haft meira gaman en hitt. Við skiljum að þetta sé stór leikur og við skiljum hversu mikil barátta þetta verður en við fögnum litlu sigrunum. Ef ég ætti að reyna leita af hvar munurinn liggur að þá myndi ég ekki endilega segja að Keflavík hafði ekki haft gaman en ég held að við höfum fagnað öllum þessum litlu hlutum sem að við gerðum svo vel“

Njarðvík voru mun grimmari í fráköstum í kvöld og jörðuðu frákastabaráttuna þægilega.

„Já við urðum að gera það fyrst Pau [Paulina Hersler] var meidd. Þjálfarinn skoraði á okkur að leggja okkar að mörkum í fráköstum og í kvöld gerðum við það“

Njarðvík eru núna ásamt Grindavík á toppi deildarinnar þegar stutt er eftir fyrir tvískiptingu.

„Það er ekki svo erfitt að komast þangað, það er erfitt að halda sér þarna. Ég held að fyrir okkur að taka þetta skref og ég get sagt það hreint út að við höfum átt í erfiðleikum með að tengja saman sigra. Næsti leikur mun snúast um að tengja þennan sigur við þann næsta. Við þurfum bara að fara spila körfubolta og ef við endum efstar þá er það frábært og við vitum að ef við náum að tengja sigrana saman þá höldum við okkur á toppnum“ sagði Brittany Dinkins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×