Heiðraði fórnarlömb brunans í heimabænum: „Við skíðuðum fyrir þau“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. janúar 2026 09:39 Camille Rast vonar að sigurinn geti gert einhverjum kleift að brosa á þessum erfiðu tímum í heimabæ hennar. Christophe Pallot/Agence Zoom/Getty Images Camille Rast stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu alþjóðlegu skíðakeppninni sem haldin var eftir banvæna brunann sem varð í heimabæ hennar í Sviss á gamlárskvöld. Líkt og annað svissneskt skíðafólk var Rast með sorgarband á handleggnum. Hún fór fyrstu ferð á heimsbikarmótinu sem fór fram í Kranjska Gora í Slóveníu, nýtti tækifærið vel og skíðaði til sigurs í stórsvigi í fyrsta sinn. Hún er úr Valais kantónunni í Sviss, þar sem fjörutíu ungmenni létust í eldsvoða á gamlárskvöld og rúmlega hundrað slösuðust, margir alvarlega. „Hræðilegt slys varð í heimabæ mínum um helgina. Hugur minn er hjá fjölskyldum fórnarlambanna. Við skíðuðum fyrir þau þessa helgi… …Íþróttir eru tilfinningaríkar og ég vona að við höfum getað vakið einhverjar jákvæðar tilfinningar í dag. Fyrir mig er mjög erfitt að vera ekki heima, því ég veit að fólk á um sárt að binda, en vonandi munu einhverjir brosa eftir daginn“ sagði Rast, sem hefur nú orðið heimsbikarmeistari í bæði svigi og stórsvigi. Sakamálarannsókn er hafin á hendur rekstrarstjórum skemmtistaðar Le Constellation í bænum Crans-Montana þar sem bruninn varð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í lofti staðarins út frá gosblysi sem starfsmenn gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Í tilkynningu frá saksóknarembættinu í Valais segir að rekstrarstjórarnir, sem eru franskir ríkisborgarar, séu grunaðir um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi. Skíðabærinn Crans-Montana á samkvæmt dagatali alþjóða skíðasambandsins að halda heimsbikarmót í bruni í lok janúar. Stefnir á önnur gullverðlaun Camille Rast var að hefja leik í svigi á heimsbikarmótinu í Slóveníu og sýndi frábæra frammistöðu í fyrstu ferð dagsins, eftir sigurinn í stórsviginu í gær. Camille Rast sets the pace taking top spot after the first run in the Women's Slalom at Kranjska Gora 🔥 pic.twitter.com/59dak40WxJ— TNT Sports (@tntsports) January 4, 2026 Skíðasvæði Skíðaíþróttir Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Sjá meira
Líkt og annað svissneskt skíðafólk var Rast með sorgarband á handleggnum. Hún fór fyrstu ferð á heimsbikarmótinu sem fór fram í Kranjska Gora í Slóveníu, nýtti tækifærið vel og skíðaði til sigurs í stórsvigi í fyrsta sinn. Hún er úr Valais kantónunni í Sviss, þar sem fjörutíu ungmenni létust í eldsvoða á gamlárskvöld og rúmlega hundrað slösuðust, margir alvarlega. „Hræðilegt slys varð í heimabæ mínum um helgina. Hugur minn er hjá fjölskyldum fórnarlambanna. Við skíðuðum fyrir þau þessa helgi… …Íþróttir eru tilfinningaríkar og ég vona að við höfum getað vakið einhverjar jákvæðar tilfinningar í dag. Fyrir mig er mjög erfitt að vera ekki heima, því ég veit að fólk á um sárt að binda, en vonandi munu einhverjir brosa eftir daginn“ sagði Rast, sem hefur nú orðið heimsbikarmeistari í bæði svigi og stórsvigi. Sakamálarannsókn er hafin á hendur rekstrarstjórum skemmtistaðar Le Constellation í bænum Crans-Montana þar sem bruninn varð. Talið er að eldurinn hafi kviknað í lofti staðarins út frá gosblysi sem starfsmenn gengu með til þeirra sem höfðu keypt flöskur af áfengi. Í tilkynningu frá saksóknarembættinu í Valais segir að rekstrarstjórarnir, sem eru franskir ríkisborgarar, séu grunaðir um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi. Skíðabærinn Crans-Montana á samkvæmt dagatali alþjóða skíðasambandsins að halda heimsbikarmót í bruni í lok janúar. Stefnir á önnur gullverðlaun Camille Rast var að hefja leik í svigi á heimsbikarmótinu í Slóveníu og sýndi frábæra frammistöðu í fyrstu ferð dagsins, eftir sigurinn í stórsviginu í gær. Camille Rast sets the pace taking top spot after the first run in the Women's Slalom at Kranjska Gora 🔥 pic.twitter.com/59dak40WxJ— TNT Sports (@tntsports) January 4, 2026
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Sviss Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Sjá meira