Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 13:15 New York Rangers unnu ríkjandi meistara Florida Panthers í leik sem fór fram utandyra í Miami. Brian Babineau/NHLI via Getty Images Árlegi „Winter Classic“ leikurinn í NHL íshokkídeildinni fór ekki fram á norðurhveli Bandaríkjanna eða í Kanada þetta árið heldur í Miami í sólskinsríkinu Flórída. Umhverfis- og hefðarsinnar eiga það sameiginlegt að vera alls ekki ánægðir með þetta. Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður. Íshokkí Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Sjá meira
Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður.
Íshokkí Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Sjá meira