Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 20:40 Ricky Evans naut þess í botn að vinna sigurinn magnaða í dag. Getty/John Walton Einn fjörugasti og skemmtilegasti keppandinn á HM í pílukasti er klárlega „Rapid“ Ricky Evans sem í dag vann magnaðan sigur á James Wade, sjöunda manni heimslistans. Hann missti yngri systur sína í vor og sagði hana hafa séð um sigurkastið. Evans vann leikinn 3-2 en oddasettið var óhemju spennandi, fór í framlengingu og endaði ekki fyrr en Evans tókst að taka út 99 í 12 pílna legg og vinna settið 6-4. EVANS KNOCKS OUT WADE ❌It is an absolute THRILLER at Alexandra Palace as Ricky Evans beats James Wade in a tie-break!Drama to the last dart!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/MIx7QfEmhk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Áður hafði honum orðið uppsigað við dómarann sem refsaði Evans fyrir ólöglegt kast, í stöðunni 2-2 í oddasettinu, en eftir klúður Wade fékk hann annað tækifæri í þeim legg, nýtti það og gaf dómaranum þumalfingur með kaldhæðnislegum hætti. NEEDLE WITH THE REF 😤Ricky Evans penalised for an illegal throw and leaves 5...He then returns, and gives referee Charlie Corstorphine a bit as he pins it 👀📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/hRhbvyGkXn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Það vantaði því ekkert upp á skemmtunina í sigri Evans, eða hreinlega frá því að hann hóf göngu sína upp á sviðið fyrir leik, og hann var vel meðvitaður um það á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Ég er furðulegur en fæ fólk til að horfa“ „Pælið í að mæta á leik í pílu og vinna 3-0 – hver er tilgangurinn? Höfum þetta áhugavert!“ sagði Evans ánægður með sig. „Hver er tilgangurinn í að spila leiðinlega? Ég segi það á hverju ári: Ég er furðulegur en ég fæ fólk til að horfa! Ég var búinn að hugsa með mér að tækifærið væri farið. Að Wadey myndi vinna núna. En ég er enn inni. Áfram svona!“ Eins og fyrr segir missti Evans systur sína, Elishu, sem lést skyndilega í mars á þessu ári aðeins 35 ára að aldri: „Systir mín náði þessu útskoti fyrir mig,“ sagði Evans um tvöfaldan sextán sem tryggði honum endanlega sigurinn. HM í pílukasti er í fullum gangi og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu kvöldsins á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Sjá meira
Evans vann leikinn 3-2 en oddasettið var óhemju spennandi, fór í framlengingu og endaði ekki fyrr en Evans tókst að taka út 99 í 12 pílna legg og vinna settið 6-4. EVANS KNOCKS OUT WADE ❌It is an absolute THRILLER at Alexandra Palace as Ricky Evans beats James Wade in a tie-break!Drama to the last dart!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/MIx7QfEmhk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Áður hafði honum orðið uppsigað við dómarann sem refsaði Evans fyrir ólöglegt kast, í stöðunni 2-2 í oddasettinu, en eftir klúður Wade fékk hann annað tækifæri í þeim legg, nýtti það og gaf dómaranum þumalfingur með kaldhæðnislegum hætti. NEEDLE WITH THE REF 😤Ricky Evans penalised for an illegal throw and leaves 5...He then returns, and gives referee Charlie Corstorphine a bit as he pins it 👀📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/hRhbvyGkXn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Það vantaði því ekkert upp á skemmtunina í sigri Evans, eða hreinlega frá því að hann hóf göngu sína upp á sviðið fyrir leik, og hann var vel meðvitaður um það á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Ég er furðulegur en fæ fólk til að horfa“ „Pælið í að mæta á leik í pílu og vinna 3-0 – hver er tilgangurinn? Höfum þetta áhugavert!“ sagði Evans ánægður með sig. „Hver er tilgangurinn í að spila leiðinlega? Ég segi það á hverju ári: Ég er furðulegur en ég fæ fólk til að horfa! Ég var búinn að hugsa með mér að tækifærið væri farið. Að Wadey myndi vinna núna. En ég er enn inni. Áfram svona!“ Eins og fyrr segir missti Evans systur sína, Elishu, sem lést skyndilega í mars á þessu ári aðeins 35 ára að aldri: „Systir mín náði þessu útskoti fyrir mig,“ sagði Evans um tvöfaldan sextán sem tryggði honum endanlega sigurinn. HM í pílukasti er í fullum gangi og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu kvöldsins á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Sjá meira