Innlent

Vill Krist­rúnu fyrir dóm og ó­vissa um Euro­vision

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fréttir eru á sínum stað klukkan 12. 
Fréttir eru á sínum stað klukkan 12. 

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Við ræðum við Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra í beinni en hann er í stuttu leyfi frá sjúkrahúsdvöl.

Mikil átök hafa verið á Alþingi um þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa starf hans laust til umsóknar. Lögmaður Ársæls hefur nú farið fram á að þær Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland verði kallaðar í vitnaleiðslur fyrir dómi til að leiða hið rétta í málinu fram.

Þá fjöllum við um málefni Eurovision keppninnar en það ræðst í næstu viku hvort Ísland taki þátt í keppninni eður ei. Við heyrum í Páli Óskari Hjálmtýssyni sem skorar á stjórnina að hætta við þátttöku.

Einnig fjöllum við áfram um samgönguáætlun og þá gagnrýni sem hún hefur fengið frá Austfirðingum.

Í sportpakka dagsins er það svo tap Íslands gegn Spáni á HM í handbolta sem verður til umfjöllunar. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 5. desember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×