Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 09:00 Sóley Margrét Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sara Rós Jakobsdóttir eru á meðal 38 afreksíþróttamanna sem eru á skrá nýs Launasjóðs ÍSÍ. Vísir/Anton ÍSÍ kynnti í gær til sögunnar nýjan launasjóð sambandsins fyrir afreksíþróttafólk sem tryggir þeim réttindi sem barist hefur verið fyrir árum saman. Létt var yfir fremsta íþróttafólki landsins í Laugardal. Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Klippa: Afrekskonur þakklátar nýjum veruleika Breyting varð á í gær þegar 38 af fremsta íþróttafólki landsins var skráð á launaskrá hjá ÍSÍ, í gegnum nýjan launasjóð sambandsins. Með því hljóta þeir einstaklingar réttindi sem íþróttafólki hefur ekki boðist áður. Því getur það verið laust við stærstu fjárhagsáhyggjurnar og einblínt betur á að gera betur innan vallar. „Fyrir mig og dansferilinn minn skiptir mestu máli að geta slakað á. Að hafa ekki þessar fjárhagsáhyggjur í lok hvers mánaðar, ekki hvernig á að ganga upp næsti mánuður og svo næsti. Þetta gefur manni öryggi að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli í íþróttum,“ segir dansarinn Sara Rós Jakobsdóttir sem hefur gert það gott á alþjóðavísu ásamt félaga sínum Nicoló Barbizi í latín- og ballroom-dönsum. Þau hafa meðal annars sinnt húsþrifum í Danmörku til að fjármagna keppnisferilinn. Dansparið Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi hefur gengið í ýmis störf til að fjármagna keppnisferilinn.Mynd/DSÍ „Það er mjög mikið púður sem fer í það. Maður finnur vinnu á einum stað og svo á öðrum stað, þar sem maður ferðast mikið og æfir mikið. Maður heldur ekki einni vinnu og vill einbeita sér að íþróttinni. Það er alltaf púsluspil að finna innkomu í hverjum mánuði. Þetta breytir öllu fyrir okkur,“ segir Sara enn fremur. Besta jólagjöfin Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona, sem var önnur í vali á íþróttamanni ársins á síðasta ári, segist vart hafa getað óskað eftir betri jólagjöf í ár. Lyftingakonurnar Eygló Fanndal Sturludóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir voru á meðal þriggja efstu í vali á íþróttamanni ársins í fyrra.vísir/Hulda Margrét „Þetta er besta jólagjöfin hingað til. Þetta skiptir máli því maður getur minnkað vinnu og lagt 100 prósent fókus á kraftlyftingarnar, sem hefur verið draumurinn lengi. Það er loksins komið að því,“ segir Sóley. Hún hefur ekki glímt við sömu áhyggjur um mánaðarmót en getur skipt frosnu fæði út fyrir ferskt. „Það er kannski ekki stress í kringum mánaðarmótin. Maður er sparnaðarsamur og borðar frosinn mat. Maður getur kannski farið að borða ferskan mat, það er jákvætt,“ segir Sóley létt og bætir við: „Þetta munar fáránlega miklu. Ég er svo þakklát. Markmiði náð.“ 150 til 200 prósent vinna Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim í keppnisferðalögum undanfarin ár. „Þetta munar öllu. Þetta tekur smá pressu af manni varðandi pressu og fjármál. Maður getur forgangsraðað betur því sem maður er að gera. Maður er að vinna með þessu og þá getur maður kannski aðeins sett meiri tíma í að æfa sig og gera það sem skiptir máli til að ná árangri,“ segir Guðrún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim undanfarin ár.Getty/Charles McQuillan Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympísk lyftingakona, sem var þriðja í vali á íþróttamanni ársins í fyrra segir gott að réttindi fylgi því sem svo mikið púður fer í. „Þetta er mjög góður dagur. Þetta er frábært að heyra og gaman að fá að vera hérna og vera partur af þessu. Þetta breytir mjög miklu. Þetta er meira en 150 og 200 prósent vinna. Maður gerir ekkert annað allan sólarhringinn en að hugsa um æfingar og hvernig hægt er að hámarka allt. Það er gott að geta gert það og ekki haft áhyggjur af fjármálunum. Það er mjög mikils virði,“ segir Eygló. Minni áhyggjur meiri stöðugleiki Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir býr sig undir heimsbikarmót víða um heim og stefnir á Vetrarólympíuleika. Hún segir stórt skref tekið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt á Vetrarleikunum árið 2022 og stefnir á að endurtaka leikinn á næsta ári.Getty/Michal Kappeler „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttahreyfinguna og okkur afreksíþróttafólk á Íslandi. Ég er mjög stolt að vera hluti af þessum hópi,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Þetta veitir manni ákveðið fjárhagslegt öryggi og það er góð tilfinning að hægt sé að áætla ákveðnar tekjur á mánuði. Það er góð innspýting inn í tímabilið,“ „Ég hef verið heppin með styrktaraðila og er ótrúlega ánægð að hafa þá með mér í liði. En þú getur stundum misst styrktaraðila og færð ekki endilega inn nýja. Með launasjóðnum veitir það meira jafnvægi. Þetta er mjög gott. Það eru minni áhyggjur og meiri stöðugleiki,“ segir Hólmfríður. Ummæli afrekskvennana má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sjá meira
Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Klippa: Afrekskonur þakklátar nýjum veruleika Breyting varð á í gær þegar 38 af fremsta íþróttafólki landsins var skráð á launaskrá hjá ÍSÍ, í gegnum nýjan launasjóð sambandsins. Með því hljóta þeir einstaklingar réttindi sem íþróttafólki hefur ekki boðist áður. Því getur það verið laust við stærstu fjárhagsáhyggjurnar og einblínt betur á að gera betur innan vallar. „Fyrir mig og dansferilinn minn skiptir mestu máli að geta slakað á. Að hafa ekki þessar fjárhagsáhyggjur í lok hvers mánaðar, ekki hvernig á að ganga upp næsti mánuður og svo næsti. Þetta gefur manni öryggi að geta einbeitt sér að því sem skiptir máli í íþróttum,“ segir dansarinn Sara Rós Jakobsdóttir sem hefur gert það gott á alþjóðavísu ásamt félaga sínum Nicoló Barbizi í latín- og ballroom-dönsum. Þau hafa meðal annars sinnt húsþrifum í Danmörku til að fjármagna keppnisferilinn. Dansparið Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi hefur gengið í ýmis störf til að fjármagna keppnisferilinn.Mynd/DSÍ „Það er mjög mikið púður sem fer í það. Maður finnur vinnu á einum stað og svo á öðrum stað, þar sem maður ferðast mikið og æfir mikið. Maður heldur ekki einni vinnu og vill einbeita sér að íþróttinni. Það er alltaf púsluspil að finna innkomu í hverjum mánuði. Þetta breytir öllu fyrir okkur,“ segir Sara enn fremur. Besta jólagjöfin Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona, sem var önnur í vali á íþróttamanni ársins á síðasta ári, segist vart hafa getað óskað eftir betri jólagjöf í ár. Lyftingakonurnar Eygló Fanndal Sturludóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir voru á meðal þriggja efstu í vali á íþróttamanni ársins í fyrra.vísir/Hulda Margrét „Þetta er besta jólagjöfin hingað til. Þetta skiptir máli því maður getur minnkað vinnu og lagt 100 prósent fókus á kraftlyftingarnar, sem hefur verið draumurinn lengi. Það er loksins komið að því,“ segir Sóley. Hún hefur ekki glímt við sömu áhyggjur um mánaðarmót en getur skipt frosnu fæði út fyrir ferskt. „Það er kannski ekki stress í kringum mánaðarmótin. Maður er sparnaðarsamur og borðar frosinn mat. Maður getur kannski farið að borða ferskan mat, það er jákvætt,“ segir Sóley létt og bætir við: „Þetta munar fáránlega miklu. Ég er svo þakklát. Markmiði náð.“ 150 til 200 prósent vinna Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim í keppnisferðalögum undanfarin ár. „Þetta munar öllu. Þetta tekur smá pressu af manni varðandi pressu og fjármál. Maður getur forgangsraðað betur því sem maður er að gera. Maður er að vinna með þessu og þá getur maður kannski aðeins sett meiri tíma í að æfa sig og gera það sem skiptir máli til að ná árangri,“ segir Guðrún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur ferðast víða um heim undanfarin ár.Getty/Charles McQuillan Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympísk lyftingakona, sem var þriðja í vali á íþróttamanni ársins í fyrra segir gott að réttindi fylgi því sem svo mikið púður fer í. „Þetta er mjög góður dagur. Þetta er frábært að heyra og gaman að fá að vera hérna og vera partur af þessu. Þetta breytir mjög miklu. Þetta er meira en 150 og 200 prósent vinna. Maður gerir ekkert annað allan sólarhringinn en að hugsa um æfingar og hvernig hægt er að hámarka allt. Það er gott að geta gert það og ekki haft áhyggjur af fjármálunum. Það er mjög mikils virði,“ segir Eygló. Minni áhyggjur meiri stöðugleiki Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir býr sig undir heimsbikarmót víða um heim og stefnir á Vetrarólympíuleika. Hún segir stórt skref tekið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt á Vetrarleikunum árið 2022 og stefnir á að endurtaka leikinn á næsta ári.Getty/Michal Kappeler „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttahreyfinguna og okkur afreksíþróttafólk á Íslandi. Ég er mjög stolt að vera hluti af þessum hópi,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Þetta veitir manni ákveðið fjárhagslegt öryggi og það er góð tilfinning að hægt sé að áætla ákveðnar tekjur á mánuði. Það er góð innspýting inn í tímabilið,“ „Ég hef verið heppin með styrktaraðila og er ótrúlega ánægð að hafa þá með mér í liði. En þú getur stundum misst styrktaraðila og færð ekki endilega inn nýja. Með launasjóðnum veitir það meira jafnvægi. Þetta er mjög gott. Það eru minni áhyggjur og meiri stöðugleiki,“ segir Hólmfríður. Ummæli afrekskvennana má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sjá meira