Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2025 21:53 Noni Madueke fagnar marki sínu í kvöld en við hlið hans er Eberechi Eze. EPA/ANDY RAIN Lífið leikur við Arsenal-menn þessa dagana og það breyttist ekkert þegar besta lið Þýskalands mætti í heimsókn á Emirates í kvöld. Liðið er með yfirburðaforystu í ensku úrvalsdeildinni og líka eitt á toppnum í Meistaradeildinni. Varamennirnir Noni Madueke og Gabriel Martinelli tryggðu Arsenal 3-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München og þar með fullt hús í Meistaradeildinni eftir fimm leiki. Arsenal komst tvisvar yfir í leiknum en fékk á sig fyrsta markið sem er skorað hjá liðinu í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Jurrien Timber kom Arsenal í 1-0 á 22. mínútu þegar hann hoppaði hæst í markteignum og skallaði inn hornspyrnu Bukayo Saka. Táningurinn Lennart Karl jafnaði metin á 32. mínútu eftir sendingu frá Serge Gnabry. Þetta er fyrsta og eina markið sem hefur verið skorað á Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Arsenal átti ása upp í erminni því varamennirnir Noni Madueke og Gabriel Martinelli komu sterkir inn í seinni hálfleik. Noni Madueke kom Arsenal í 2-1 á 66. mínútu eftir fyrirgjöf frá Riccardo Calafiori sem hafði líka komið inn á sem varamaður. Gabriel Martinelli nýtti sér svo skelfileg mistök Manuel Neuer í marki Bayern sem missti af sendingu Eberechi Eze. Martinelli slapp í gegn og skoraði í tómt markið. Frábær sigur heimamanna og frábær staða á toppnum á öllum vígstöðum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Lífið leikur við Arsenal-menn þessa dagana og það breyttist ekkert þegar besta lið Þýskalands mætti í heimsókn á Emirates í kvöld. Liðið er með yfirburðaforystu í ensku úrvalsdeildinni og líka eitt á toppnum í Meistaradeildinni. Varamennirnir Noni Madueke og Gabriel Martinelli tryggðu Arsenal 3-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München og þar með fullt hús í Meistaradeildinni eftir fimm leiki. Arsenal komst tvisvar yfir í leiknum en fékk á sig fyrsta markið sem er skorað hjá liðinu í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Jurrien Timber kom Arsenal í 1-0 á 22. mínútu þegar hann hoppaði hæst í markteignum og skallaði inn hornspyrnu Bukayo Saka. Táningurinn Lennart Karl jafnaði metin á 32. mínútu eftir sendingu frá Serge Gnabry. Þetta er fyrsta og eina markið sem hefur verið skorað á Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Arsenal átti ása upp í erminni því varamennirnir Noni Madueke og Gabriel Martinelli komu sterkir inn í seinni hálfleik. Noni Madueke kom Arsenal í 2-1 á 66. mínútu eftir fyrirgjöf frá Riccardo Calafiori sem hafði líka komið inn á sem varamaður. Gabriel Martinelli nýtti sér svo skelfileg mistök Manuel Neuer í marki Bayern sem missti af sendingu Eberechi Eze. Martinelli slapp í gegn og skoraði í tómt markið. Frábær sigur heimamanna og frábær staða á toppnum á öllum vígstöðum.