Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:00 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, átti sæti í starfshópnum. Vísir/Stefán Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg. Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg.
Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira