Lífið samstarf

Fjörðurinn, húsið og leyndar­málin

Lestrarklefinn
Vestfirðir eru sögusvið Margrétar S. Höskuldsdóttur í hennar nýjustu bók. Menningarvefurinn Lestrarklefinn tekur bókina fyrir.
Vestfirðir eru sögusvið Margrétar S. Höskuldsdóttur í hennar nýjustu bók. Menningarvefurinn Lestrarklefinn tekur bókina fyrir.

Bók Margrétar Höskuldsdóttur, Lokar augum blám er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Jana Hjörvar hefur þetta að segja um bókina.

Það var rétt fyrir jólin í fyrra sem ég rak augun í bókina Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur og las. Ég tók hana upp því hún var sögð vera spennusaga sem gerist á Vestfjörðum og væri með spúkí undirtón og jafnvel smá draugabrasi. 

Mér fannst sú bók alveg frábær þannig að ég var ansi spennt þegar ég sá að Margrét sendi frá sér aðra bók nú í ár. Lokar augum blám er titill hennar, en sú er sjálfstætt framhald bókarinnar Í djúpinu.

Í Lokar augum blám erum við aftur stödd á Vestfjörðum og fylgjumst með lögregluteyminu Rögnu og Berg sem við kynntumst í fyrri bókinni. Sagan hefst á að tveir ungir kajakræðarar hverfa í Dýrafirði og fær lögreglan á Vestfjörðum það mál til sín. Bergur er nú fluttur til Flateyrar þar sem hann starfar hjá lögreglunni á Vestfjörðum og býr hjá föður sínum. Hann fær því þetta mál til sín, að leita að mönnunum tveimur, og fær með sér liðsauka úr höfuðborginni, hana Rögnu. 

Á sama tíma er ungt par að gera sér heimili í gömlu húsi á Flateyri. Konan, Elena, er af erlendum uppruna en sambýlismaður hennar, Svavar, á tengingu við Flateyri og eftir erfið ár í höfuðborginni hafa þau ákveðið að söðla um og flytja vestur til að endurstilla sig og sitt líf saman. Undarlegir hlutir fara að gerast í tengslum við húsið sem á sér nöturlega sögu og Elena veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.

Draugar? Kannski. Stemning? Já, slatti

Líkt og áður byggir Margrét sögusviðið einstaklega vel upp enda er hún vel kunnug staðháttum á Vestfjörðum. Ég hef ferðast um þennan hluta Vestfjarða og gat ég í huganum staðsett mig allsstaðar þegar ég las söguna.

Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni á vef Lestrarklefans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.