Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2025 16:13 Russell Crowe var ekki ánægður með það hvernig farið var með persónu hans í seinni myndinni og hvernig siðferðislegur kóði hans var svikinn. Getty Russell Crowe, sem lék skylmingaþrælinn Maximus Decimus Meridius í Gladiator fyrir kvartöld síðan, segir fólkið sem stóð að framhaldinu ekki hafa skilið hvað gerði upphaflegu myndina góða. Það hafi ekki verið pompið, praktið eða hasarinn heldur siðferðislegur kjarni söguhetjunnar. Crowe var til viðtals á áströlsku útvarpsstöðinni Triple J og ræddi þar um Gladiator II sem kom út í fyrra í leikstjórn Ridley Scott. Sagði Crowe um framleiðendur framhaldsins að þau „skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka.“ Crowe lék með Joaquin Phoenix, Connie Nielsen, Richard Harris og Oliver Reed í Gladiator (2000) í leikstjórn Ridley Scott. Myndin fjallar um Maximus, rómverskan fyrrverandi hershöfðingja, sem er svikinn af keisaranum Kommodusi (Phoenix) með þeim afleiðingum að kona hans og sonur eru drepin og hann hnepptur í þrældóm og gerður að skylmingarþræli. „Það var ekki pompið og prakið, það var ekki hasarinn. Það var siðferðiskjarninn,“ sagði hann um fyrstu myndina. Barðist gegn kynlífssenum Crowe sagði jafnframt að við tökur á Gladiator hefði hann þurft að berjast stöðugt fyrir siðferðiskjarna söguhetjunnar. „Það var dagleg barátta fyrir því að halda siðferðiskjarna karaktersins. Öll skiptin sem þau lögðu til kynlífssenur og eitthvað svoleiðs dót fyrir Maximus, það sviptir hann kröftum. Ertu að segja að á sama tíma og hann var með eiginkonu sinni, var hann að sofa hjá annarri konu? Hvað eruð þið að tala um? Það er klikkað,“ sagði hann í viðtalinu. Paul Mescal og Pedro Pascal fara með aðalhlutverk myndarinnar.Paramount Pictures Gladiator II kom út í fyrra í leikstjórn Ridley Scott með Denzel Washington, Paul Mescal, Pedro Pascal og Connie Nielsen. Söguhetja hennar er Lucius Verus Aurelius (Mescal), sonur Hippolytu drottningar (Nielsen), sem endar sem fangi Rómverja og reynist vera laungetinn sonur Maximusar úr fyrstu myndinni. „Þau ættu að fokking borga mér fyrir þann fjölda spurninga sem ég er spurður um mynd sem ég var ekki einu sinni í,“ sagði Crowe jafnframt um framhaldið. „Þetta hefur ekkert með mig að gera. Í þessum heimi er ég dauður, sex fet ofan í jörðinni. En ég viðurkenni að það örlar á öfundsýki því hún minnir mig á það þegar ég var ungur,“ sagði hann einnig. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Crowe var til viðtals á áströlsku útvarpsstöðinni Triple J og ræddi þar um Gladiator II sem kom út í fyrra í leikstjórn Ridley Scott. Sagði Crowe um framleiðendur framhaldsins að þau „skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka.“ Crowe lék með Joaquin Phoenix, Connie Nielsen, Richard Harris og Oliver Reed í Gladiator (2000) í leikstjórn Ridley Scott. Myndin fjallar um Maximus, rómverskan fyrrverandi hershöfðingja, sem er svikinn af keisaranum Kommodusi (Phoenix) með þeim afleiðingum að kona hans og sonur eru drepin og hann hnepptur í þrældóm og gerður að skylmingarþræli. „Það var ekki pompið og prakið, það var ekki hasarinn. Það var siðferðiskjarninn,“ sagði hann um fyrstu myndina. Barðist gegn kynlífssenum Crowe sagði jafnframt að við tökur á Gladiator hefði hann þurft að berjast stöðugt fyrir siðferðiskjarna söguhetjunnar. „Það var dagleg barátta fyrir því að halda siðferðiskjarna karaktersins. Öll skiptin sem þau lögðu til kynlífssenur og eitthvað svoleiðs dót fyrir Maximus, það sviptir hann kröftum. Ertu að segja að á sama tíma og hann var með eiginkonu sinni, var hann að sofa hjá annarri konu? Hvað eruð þið að tala um? Það er klikkað,“ sagði hann í viðtalinu. Paul Mescal og Pedro Pascal fara með aðalhlutverk myndarinnar.Paramount Pictures Gladiator II kom út í fyrra í leikstjórn Ridley Scott með Denzel Washington, Paul Mescal, Pedro Pascal og Connie Nielsen. Söguhetja hennar er Lucius Verus Aurelius (Mescal), sonur Hippolytu drottningar (Nielsen), sem endar sem fangi Rómverja og reynist vera laungetinn sonur Maximusar úr fyrstu myndinni. „Þau ættu að fokking borga mér fyrir þann fjölda spurninga sem ég er spurður um mynd sem ég var ekki einu sinni í,“ sagði Crowe jafnframt um framhaldið. „Þetta hefur ekkert með mig að gera. Í þessum heimi er ég dauður, sex fet ofan í jörðinni. En ég viðurkenni að það örlar á öfundsýki því hún minnir mig á það þegar ég var ungur,“ sagði hann einnig.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira