„Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2025 22:00 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR KR tapaði með 17 stiga mun gegn Grindavík á heimavelli 68-85. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari KR, var svekktur með fjórða leikhluta liðsins þar sem Grindavík gekk á lagið. „Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum. KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sjá meira
„Við fórum í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem kom okkur inn í leikinn. Það kostaði slatta af orku að komast úr þessari holu. Ég var síðan ekki nógu snöggur að lesa í mannskapinn í Grindavík og fara úr svæðisvörninni sem við hefðum átt að gera fyrr. Við leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í fyrri hálfleik en Grindavík endaði fyrri hálfleik betur og var níu stigum yfir í hálfleik 35-44. „Mér fannst spilamennskan okkar ekki vera góð og það boðaði gott að vera aðeins níu stigum undir á móti svona sterku liði. Við vinnum enga leiki með 12 prósent þriggja stiga nýtingu og tveggja stiga nýtingin okkar var ekki frábær heldur.“ KR fór í svæðisvörn í þriðja leikhluta sem skilaði liðinu ellefu stigum í röð og heimakonur minnkuðu forskot Grindavíkur niður í tvö stig sem Daníel var ánægður með. „Við þurftum að gera einhverjar breytingar og svæðisvörnin virkaði en ég hefði átt að bregðast fyrr við.“ Aðspurður út í fjórða leikhluta þar sem Grindavík gekk á lagið á meðan KR gerði aðeins tíu stig og að sögn Daníels fór margt úrskeiðis. „Þetta helst allt í hendur. Þegar við vorum að fá stöðvanir þá fengum við á okkur skref, ein steig út af, svo var tvígrip og önnur steig út af. Þetta var niðurdrepandi og svo fengum við á okkur þrist frá Abby Beeman í grillið og þá var þetta fljótt að fjara út.“ Daníel var ekki sáttur með dómara leiksins og fékk tæknivillu fyrir vikið. Aðspurður út í atvikið sagðist hann hafa tuðað það mikið að hann var ekki viss hvað hann hafi sagt. „Ég tuðaði svo mikið og mér fannst svo mikið ójafnvægi þegar það var verið að dæma skref og á baráttu undir körfunni að ég man ekki yfir hverju ég var að tuða þegar ég fékk þessa tæknivillu og ég hefði alveg geta fengið aðra því það var svo mikið sem ég hafði skoðun á í þessum leik,“ sagði Daníel að lokum.
KR Bónus-deild kvenna Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sjá meira