Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Meistara­deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Liverpool tekur á móti Real Madrid í kvöld
Liverpool tekur á móti Real Madrid í kvöld Vísir/Getty

Það er heldur betur fjörugur þriðjudagur framundan á rásum Sýnar Sport í dag þar sem hver stórleikurinn í Meistaradeild Evrópu rekur annan. Þá eru einnig þrír leikir í Bónus-deild kvenna í beinni í kvöld svo það er nóg um að vera.

Sýn Sport

Við hitum upp fyrir alvöruna með tveimur leikjum í UEFA Youth League. Klukkan 11:55 er það PSG - Bayern München og klukkan 13:55 mætast Liverpool og Real Madrid.

Klukkan 19:30 tekur alvaran við og Meistaradeildarmessan er á sínum stað og Meistaradeildarmörkin verða svo á dagskrá klukkan 22:00.

Sýn Sport 2

Klukkan 17:35 er það Slavia Prag - Arsenal í Meistaradeild Evrópu og klukkan 19:50 er komi að leik PSG og Bayern München.

Varsjáin rekur svo Meistaradeildar lestina klukkan 22:10.

Lokasóknin lokar svo deginum klukkan 23:20.

Sýn Sport 3

Klukkan 19:50 er það Juventus - Sporting í Meistaradeild Evrópu.

Sýn Sport 4

Bodö/Glimt og Monaco mætast klukkan 19:50 í Meistaradeild Evrópu.

Sýn Sport 5

Klukkan 19:50 er það Olympiacos - PSV í Meistaradeildinni.

Sýn Sport Ísland

Njarðvík - Hamar/Þór í Bónus-deild kvenna er á dagskrá 19:05

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 18:05 mætast Stjarnan og Ármann í Bónus-deild kvenna.

Sýn Sport Ísland 3

Tindastóll tekur á móti Keflavík í Bónus-deild kvenna klukkan 19:05.

Sýn Sport Viaplay

Meistaradeildin teygir sig alla leið  yfir á Sýn Sport Viaplay. Klukkan 17:35 er það leikur Napoli og Frankfurt og klukkan 19:50 er það stórleikur Liverpool og Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×