Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2025 16:31 Margir íþróttamenn þekkja það vel að æfa sig á hlaupabrettum en ekki keppa á þeim. Getty Ein nýjasta íþróttin sem fær sitt eigið heimsmeistaramót hefur líklega verið á verkefnalista flestra íþróttamanna á þeirra ferli. Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly) Frjálsar íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið og þjálfunarfyrirtækið Technogym tilkynntu í sameiningu á dögunum um nýtt heimsmeistaramót á hlaupabretti. Nýja mótið var kynnt í Mílanó í viðurvist stofnanda og forstjóra Technogym, Nerio Alessandri, forseta Alþjóðaíþróttasambandsins, Sebastian Coe, og heimsmeistarans í tíu þúsund metra hlaupi, Jimmy Gressier. Heimsmeistaramótið hefur fengið nafnið Run X en það verður haldið sem fimm kílómetra hlaupakeppni. Mótið er opið öllum, frá atvinnumönnum til hreinræktaðra áhugamanna, og það endar með úrslitakeppni með tíu bestu körlunum og tíu bestu konunum. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2026 munu líkamsræktar- og vellíðunarfélög um allan heim geta tengst og gengið til liðs við netið sem hýsir fyrsta heimsmeistaramótið í hlaupabrettum. Frá og með öðrum ársfjórðungi munu hlauparar geta skráð sig í keppnina sem haldin verður á fjórða ársfjórðungi 2026. RUN X™ mun gefa meðlimum tækifæri til að keppa við atvinnuíþróttamenn í gegnum netstigatöflu sem sýnir rauntíma röðun þátttakenda um allan heim. Niðurstöður fimm kílómetra hlaupsins verða vottaðar í gegnum hlaupabretti sem tengjast Technogym-kerfinu. Þátttakendurnir sem eru efstir í hverju landi, flokkaðir eftir aldurshópum, munu síðan komast áfram á svæðismeistaramót til að komast í heimsúrslit. Heildarverðlaunapotturinn verður hundrað þúsund Bandaríkjadalir eða 12,3 milljónir króna. Sigurvegurunum verður líka boðið á heimsmeistaramótið í götuhlaupum. Sebastian Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, segir að sambandið styðji viðburðinn, meðal annars vegna þess að þeir vilji opna íþróttina fyrir fleira fólki. „Áskorunin hefur alltaf verið hvernig við getum gert íþróttina okkar aðgengilegri,“ sagði Coe, sem sjálfur er tvöfaldur Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi. View this post on Instagram A post shared by AW (@athletics.weekly)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sjá meira