Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2025 08:31 Sjáum við Söru Sigmundsdóttur aftur á heimsleikunum? Það myndi gleðja marga að sjá hana komast aftur þangað á næsta ári eftir langa fjarveru. @sarasigmunds Íslenska CrossFit-fólkið veit nú hvaða leið þarf að fara ef það ætlar að komast inn á heimsleikana á næsta ári. CrossFit-samtökin gáfu í gær út allar dagsetningar fyrir komandi keppnistímabil í CrossFit. Ísland átti engan fulltrúa á heimsleikunum á þessu ári og var það í fyrsta sinn í sautján ár sem það gerist. Vonandi tekst okkar fólki að sjá til þess að það gerist ekki aftur á næsta ári. Keppnisárið 2026 byrjar að sjálfsögðu með The Open sem fer af stað 27. febrúar og endar með heimsleikunum 24. til 27. júlí. Open-vikurnar eru þrjár: 26.1 er frá 27. febrúar til 1. mars, 26.2 er frá 6. til 8. mars og 26.3 er frá 13. til 15. mars. Fjórðungsúrslitin verða síðan frá 27. til 29. mars í gegnum netið og eftir það veit íþróttafólkið hvort það kemst inn á undanúrslitamót eða ekki. Undanúrslitamótin verða tólf út um allan heim í eigin persónu og svo einnig eitt í gegnum netið. Íslenska CrossFit-fólkið fer í gegnum undanúrslitamót Evrópu sem eru tvö og fara fram í París og í útborg Madrid. French Throwdown fer fram í París frá 15. til 17. maí en þar verða þrjú sæti í boði á heimsleikana í karlaflokki, í kvennaflokki og hjá liðum. Hitt Evrópumótið er Mad Fitness Festival í Ciudad Real á Spáni frá 29. til 31. maí en þar verða þrjú sæti í boði á heimsleikana í karlaflokki og í kvennaflokki en auk þess eitt sæti hjá liðum. Heimsleikarnir verða færðir fram og munu á næsta ári klárast fyrir verslunarmannahelgina. Heimsleikarnir fara fram frá 24. til 26. júlí 2026. Þrjátíu karlar og þrjátíu konur tryggja sér sæti á heimsleikunum en þeir fara að þessu sinni fram í SAP Center í borginni San Jose í Kaliforníu. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
CrossFit-samtökin gáfu í gær út allar dagsetningar fyrir komandi keppnistímabil í CrossFit. Ísland átti engan fulltrúa á heimsleikunum á þessu ári og var það í fyrsta sinn í sautján ár sem það gerist. Vonandi tekst okkar fólki að sjá til þess að það gerist ekki aftur á næsta ári. Keppnisárið 2026 byrjar að sjálfsögðu með The Open sem fer af stað 27. febrúar og endar með heimsleikunum 24. til 27. júlí. Open-vikurnar eru þrjár: 26.1 er frá 27. febrúar til 1. mars, 26.2 er frá 6. til 8. mars og 26.3 er frá 13. til 15. mars. Fjórðungsúrslitin verða síðan frá 27. til 29. mars í gegnum netið og eftir það veit íþróttafólkið hvort það kemst inn á undanúrslitamót eða ekki. Undanúrslitamótin verða tólf út um allan heim í eigin persónu og svo einnig eitt í gegnum netið. Íslenska CrossFit-fólkið fer í gegnum undanúrslitamót Evrópu sem eru tvö og fara fram í París og í útborg Madrid. French Throwdown fer fram í París frá 15. til 17. maí en þar verða þrjú sæti í boði á heimsleikana í karlaflokki, í kvennaflokki og hjá liðum. Hitt Evrópumótið er Mad Fitness Festival í Ciudad Real á Spáni frá 29. til 31. maí en þar verða þrjú sæti í boði á heimsleikana í karlaflokki og í kvennaflokki en auk þess eitt sæti hjá liðum. Heimsleikarnir verða færðir fram og munu á næsta ári klárast fyrir verslunarmannahelgina. Heimsleikarnir fara fram frá 24. til 26. júlí 2026. Þrjátíu karlar og þrjátíu konur tryggja sér sæti á heimsleikunum en þeir fara að þessu sinni fram í SAP Center í borginni San Jose í Kaliforníu. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti