Tíska og hönnun

Sjóð­heitt fyrir snjóstorm

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fjölbreyttar og ansi heitar hugmyndir fyrir vetrartískuna.
Fjölbreyttar og ansi heitar hugmyndir fyrir vetrartískuna. SAMSETT

Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja.

Eins og með aðrar árstíðir eru ákveðin skemmtileg trend sem fylgja vetrinum og gera hann jafnvel betri þar sem þau einkennast af góðum skófatnaði og hlýjum flíkum. Hér verður farið yfir nokkrar sjóðheitar hugmyndir sem halda á okkur hita í snjóstormum og veðurviðvörunum. 

Tunglstígvél

Já tunglstígvél, betur þekkt sem Moonboots, áttu rosalega endurkomu árið 2023 og eru enn að trenda enda eru þau ekkert smá þægileg í snjókomu og slyddu. Þar að auki koma þau gjarnan í skemmtilegum litum og lífga upp á skammdegið. 

Moonboots fást meðal annars hjá NTC og í Andrá Reykjavík og kosta frá 22 þúsund krónum. 

Snjógallar

Snjógallar geta sannarlega verið gelló eins og tískusnillingarnir hjá Goldberg vita manna best. 

Þeir sérhæfa sig í aðsniðnum, pæjulegum og oft litríkum snjógöllum. Verslunin Hjá Hrafnhildi er meðal söluaðila og gallarnir kosta frá 142 þúsund krónum. 

Pæjuúlpur

Það vantar ekki úrval af úlpum á Íslandi og úrval litríkra og skemmtilegra úlpna er gríðarlega mikið. 

Má þar meðal annars nefna glænýja línu 66 norður sem breski rapparinn Nemzzz rokkaði í tónlistarmyndbandi. 

IceWear er sömuleiðis óhrædd við litadýrðina. 

Peysur

Hlýjar peysur, smart föðurland, treflar og huggulegheit eru nauðsynleg í kuldanum. 

Samstarfslína 66 norður og Charlie Constantinou er extra pæjuleg með innbyggðri lambúshettu.

Kasmír ullarpeysurnar hjá Lindex eru hlýjar, mjúkar og sætar. 

Tískudrottningin Hildur Yeoman hannar ekki bara pæjukjóla og pæjusett heldur líka pæju hettupeysur og kósígalla! 

Húfur

Loðhúfur eru bæði klæðilegar og halda góðum hita. Feldur á Snorrabraut 56 þekkir þetta og býður upp á fjölbreytt úrval loðhöfuðfata. 

Sömuleiðis má finna úrval af loðhúfum í Rammagerðinni, hjá Eggerti Feldskera og víðar. 

Lambúshettur

Lambúshettur eru æðislegar sem undirlag og einar og sér frekar smart, hylja eyrun til dæmis vel sem er einstaklega heppilegt fyrir viðkvæma. 

Íslenska hönnunarfyrirtækið As We Grow sérhæfir sig í fallegum ullarvörum og eru þar á meðal með sína sívinsælu ullarhettu sem er eins og extra smart útgáfa af lambúshettunni. Hún kostar 21.990 krónur og fæst í alls kyns litum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.