Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 22:31 Leandro Bacuna, Shannon Carmelia og Juninho Bacuna eru leikmenn Curacao og fagna hér góðum úrslitum í undankeppni HM. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu. Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Hér erum við að tala um landslið Curacao. Landslið eyjunnar á enn möguleika en liðið er í harðri baráttu við Jamaíku í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku. Curacao vann 2-0 sigur á Jamaíku í síðasta glugga en gerði svo jafntefli við Trínidad. Eins og staðan er núna þá er Jamaíka með einu stigi meira en Curacao. Liðin eiga síðan eftir að mætast í úrslitaleik á Jamaíku. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi fyrir næstum því átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Liðið var komið upp í efsta sætið eftir sigurinn á Jamaíku en Jamaíkumenn náðu því aftur þegar Curacao náði aðeins í eitt stig á móti Trínidad. Það vekur þó vissulega athygli að þótt leikmennirnir spili fyrir landslið Curacao þá er enginn leikmaður í síðasta 24 manna landsliðshópi Curacao fæddur á eyjunni. Allir leikmennirnir fæddust í Hollandi og langflestir eru að spila með evrópskum félagsliðum. Curacao var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn árið 2010 innan Konungsríkisins Hollands þegar stjórnsýslueiningin Hollensku Antillaeyjar var leyst upp. View this post on Instagram A post shared by The Sweeper Podcast | Lee Wingate & Paul Watson (@sweeperpod)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira